Menningar- og ferðamálanefnd

4. október 2018 kl. 09:00

í Hafnarborg

Fundur 312

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Almenn erindi

    • 1810084 – Upplýsingaskilti við Reykjavíkurveg

      Menningar- og ferðamálanefnd leggur til að sett verði upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn neðst á Reykjarvíkurveginum áður en komið er að hringtorgi þar sem eru 2 bílastæði. Skiltið myndi taka á móti ferðamönnum þegar þeir koma inn í bæinn og veita upplýsingar um helstu staði í bænum. Slíkt skilti er tilbúið hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar til framleiðslu.
      Menningar- og ferðamálanefnd sendir þetta erindi til umfjöllunar í Umhverfis- og framkvæmdarráði.

    Umsóknir

    • 1809292 – Menningarstyrkir 1809292, umsóknir, seinni úthlutun 2018

      Farið yfir verklag við úthlutun menningarstyrkja og samþykkt að fela starfsmanni að taka saman leiðbeiningar fyrir umsækjendur og vinna drög að verklagsreglum fyrir bæði nefndarmenn og starfsmenn.

    Kynningar

    • 1809021 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2019

      Farið yfir stöðu vinnu við starfsáætlun.

    • 1808248 – Fjárhagsáætlun, menningar- og ferðamálanefnd 2019

      Farið yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun.

Ábendingagátt