Menningar- og ferðamálanefnd

15. nóvember 2018 kl. 09:00

í Hafnarborg

Fundur 315

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Almenn erindi

    • 1810214 – Jólaþorp 2018

      Rætt um undirbúning Jólaþorpsins 2018. Hugmyndir um samkeppni um bestu jólaskreytinguna utanhúss kynntar og starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.

    • 1810084 – Upplýsingaskilti við Reykjavíkurveg

      Farið yfir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs á málinu. Unnið verður í samræmi við þá niðurstöðu að endurskoðun fyrirkomulags skiltamála.

    • 1809021 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2019

      Starfsáætlun ársins 2019 samþykkt.

    Umsóknir

    • 1811046 – Sönghátíð í Hafnarborg, samstarfssamningur, erindi

      Lögð fram umsókn um samstarfssamning um Sönghátíð í Hafnarborg 2019-2021

      Erindi frá Sönghátíð í Hafnarborg lagt fram. Umsækjanda vísað á menningarstyrki Hafnarfjarðarbæjar sem auglýstir verða í janúar.

    Kynningar

    • 1809386 – Lífsgæðasetur St. Jó.

      Eva Rún Michelsen kynnir lífsgæðasetur í St. Jó

      Eva Michelsen verkefnastjóri lífsgæðaseturs í St. Jó kynnti starfsemina.

Ábendingagátt