Menningar- og ferðamálanefnd

27. nóvember 2018 kl. 09:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 316

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1811360 – Heimsókn Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar

      Bjarni Pétur Hafliðason og Geir Gígja frá ferðamálasamtökum Hafnarfjarðar voru gestir fundarins. Þeir kynntu starfsemi samtakanna og fóru yfir könnun sem gerð var meðal ferðaþjónustuaðila í Hafnarfirði sl. vor. Samtökin verða höfð með í ráðum í fyrirhugaðri stefnumótun á sviði ferðamála sem unnið verður að á árinu 2019.

    • 1811356 – Bæjarlistamaður 2019

      Drög að auglýsingu samþykkt og starfsmanni falið að vinna áfram að málinu.

    • 1810214 – Jólaþorp 2018

      Dagskrá Jólaþorps kynnt. Nefndin fagnar glæsilegri dagskrá og hvetur bæjarbúa til að heimsækja Jólaþorpið.

    • 1602410 – Fjölmenningarráð

      Guðbjörg Magnúsdóttir starfsmaður fjölmenningarráðs var gestur fundarins. Rætt var um hlut fjölmenningar í menningarmálum bæjarins. Nefndin leggur áherslu á að auglýsingar og kynningar á menningarviðburðum og styrkjum til menningarstarfsemi séu þýddar á viðeigandi erlend tungumál.

    • 1810084 – Upplýsingaskilti við Reykjavíkurveg

      Málið er í vinnslu hjá starfsmönnum. Starfsmanni einnig falið að skoða prentun og dreifingu á korti af bænum í verslanir og til annarra þjónustuaðila.

Ábendingagátt