Menningar- og ferðamálanefnd

24. janúar 2019 kl. 10:15

í Hafnarborg

Fundur 319

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir Forstöðumaður
  1. Kynningar

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, endurnýjun samnings 2019

      Fulltrúar Gaflaraleikhúss voru gestir fundarins. Þau Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Lárus Vilhjálmsson. Farið var yfir starfsemi Gaflaraleikhússins undanfarin misseri og rætt um næstu verkefni. Rætt um hvaða áherslur ætti að leggja við mögulega endurnýjun samnings.

    • 1807155 – Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar

      Ferðamálastefna frá 2013 lögð fram til kynningar og rædd. Málið verður áfram til skoðunar í nefndinni.

    • 1809021 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2019

      Rætt um árherslur á sameiginlega kynningu í gildandi starfsáætlun. Stofnanir hvattar til að samstarfs um kynningu á dagskrá á árinu 2019. Unnið verði að eflingu samstarfs til framtíðar.

    • 1004442 – Markaðssamstarf, viðburðir og upplýsingamiðlun á höfuðborgarsvæðinu

      Nýjar árherslur í kynningu á Reykjavík Loves kynntar https://visitreykjavik.is/city/hafnarfjordur . Undirbúningur að frekari kynningu stendur yfir.

Ábendingagátt