Menningar- og ferðamálanefnd

9. janúar 2020 kl. 16:00

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 339

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1807155 – Endurskoðun á menningar- og ferðamálastefnu Hafnarfjarðarbæjar

      Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fór yfir samantekt frá vinnustofu með starfsfólki menningarstofnana 12. desember 2019

      Nefndin þakkar fyrir kynninguna og hlakkar til áframhaldandi vinnu

    • 1710306 – Útilistaverk - viðhald

      Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður kynnti útilistaverk í Hafnarfirði í umsjón Hafnarborgar

      Nefndin þakkar Ágústu fyrir kynninguna og vill til framtíðar horfa til þess að auka umhverfislist í nýjum hverfum

    • 1906321 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Farið yfir áherslur í ferðamálum í starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

    • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

      Lögð fram tímaáætlun varðandi fyrri úthlutun menningarstyrkja á árinu 2020.

      Auglýst verður eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði í næstu viku

    • 1908282 – Jólaþorp 2019

      Farið yfir framkvæmd jólaþorpsins

      Frestað til næsta fundar

Ábendingagátt