Menningar- og ferðamálanefnd

21. janúar 2020 kl. 11:00

í Sandeyri, Strandgötu 6

Fundur 340

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2001349 – Upplýsingamiðstöð ferðamanna 2020

      Anna Bára Gunnarsdóttir deildarstjóri þjónustuvers fór yfir starfsemi upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn

      Rætt var um ferðamál í bænum og lögð drög að aðgerðaáætlun fyrir sumarið. Önnu Báru þökkuð kynningin á upplýsingamiðstöð ferðamanna.

    • 2001073 – Talningar á fólki á völdum stöðum

      Lagt fram til kynningar talningar sem gerðar hafa verið á gestum við Leiðarenda og í Seltúni

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar talningu gesta á þessum vinsælu ferðamannastöðum

    • 2001344 – Vetrarhátíð 2020

      Farið yfir dagskrá Vetrarhátíðar á höfuðborgarsvæðinu, Safnanætur 7. febrúar og Sundlauganætur 9. febrúar.

    • 1908282 – Jólaþorp 2019

      Farið yfir framkvæmd jólaþorpsins.

      Verkefnastjóra falið að ganga frá skýrslu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt