Menningar- og ferðamálanefnd

24. mars 2020 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 344

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Kynningar

    • 1809066 – Menningar- og ferðamálanefnd, heimsókn í Byggðasafn

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns kynnti starfsemi Byggðasafnsins

      Birni þökkuð áhugaverð kynning á starfsemi safnsins

    Almenn erindi

    • 1902087 – Bókasafn, þjónusta í nýjum hverfum

      Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar var gestur fundarins og ræddi um þjónustu bókasafnsins í nýjum hverfum

      Sigrúnu falið að koma með tillögur að þjónustu Bókasafnsins í nýjum hverfum

    • 2003039 – Hellisgerði, Oddubær, umsjón

      Lögð fram tillaga að auglýsingu eftir rekstraraðila að Oddubæ í Hellisgerði

      Starfsmanni nefndarinnar falið að athuga með aðgengi að almenningssalerni í Hellisgerði með rýmri opnunartíma en auglýsingin að öðru leyti samþykkt

    • 1811336 – Neyðarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar 2018-2022

      Farið yfir stöðu mála hjá söfnum Hafnarfjarðar í ljósi COVID-19

      Söfnin hafa lokað vegna herts samkomubanns en starfsfólk sinnir áfram ýmissi stafrænni þjónustu svo sem upplýsingagjöf, skráningu og miðlun á samfélagsmiðlum og Bókasafnið hefur sett af stað pantað og sótt þjónustu.

    • 2002253 – Bjartir dagar 2020

      Lögð fram drög að dagskrá Bjartra daga

      Frestað til næsta fundar

Ábendingagátt