Menningar- og ferðamálanefnd

17. apríl 2020 kl. 13:00

á fjarfundi

Fundur 346

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2004013 – Menning á tímum Covid-19

      Farið yfir stöðu mála hjá söfnum Hafnarfjarðarbæjar og rætt um viðburðahald í Hafnarfirði þegar samkomubanni lýkur

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Farið yfir drög að aðgerðaáætlun til að bregðast við afleiðingum Covid-19 faraldursins í menningu, listum og skapandi greinum

      Nefndin leggur áfram áherslu á öflugt menningarlíf í Hafnarfirði. Starfsfólki falið að vinna áfram í málinu.

    • 2001349 – Upplýsingamiðstöð ferðamanna 2020

      Rætt um ferðamál í bænum og lögð drög að breyttri aðgerðaáætlun fyrir sumarið

      Vegna óvissu með erlenda ferðamenn verður lögð áhersla á innlenda ferðamenn í aðgerðum sumarsins og leitað nýrra leiða til að þjónustu ferðamenn með stafrænum leiðum

    • 1912180 – Reykjavík loves, samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu

      Lagður fram uppfærður samningur með gildistíma út árið 2020

      Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi

    • 1902087 – Bókasafn, þjónusta í nýjum hverfum

      Lagt fram minnisblað forstöðumanns bókasafns Hafnarfjarðar um þjónustu í nýjum hverfum

    • 1911802 – Bæjarlistamaður 2020

      Farið yfir hvenær og með hvaða hætti tilkynnt verður um Bæjarlistamann Hafnarfjarðar ársins 2020

      Andri Ómarsson verkefnastjóri vék af fundi og Ágústa Kristófersdóttir sat fundinn undir þessum lið.

      Tilkynnt verður um bæjarlistamann Hafnarfjarðar rafrænt á Sumardaginn fyrsta. Starfsmönnum sviðsins falið að vinna áfram að málinu.

Ábendingagátt