Menningar- og ferðamálanefnd

1. september 2020 kl. 15:30

Sjá fundargerðarbók

Fundur 353

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Fundurinn fór fram í Gúttó, Suðurgötu 7

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Björn Pétursson bæjarminjavörður fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Fundurinn fór fram í Gúttó, Suðurgötu 7

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri og Björn Pétursson bæjarminjavörður fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1906322 – Fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2020

      Lögð fram ósk Hafnarborgar um tilfærslu á fjármagni á fjárhagsáætlun ársins 2020 yfir á launalið.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir ósk Hafnarborgar og vísar tilfærslunni til viðaukagerðar og samþykkis bæjarráðs.

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Rætt um aukna aðsókn að útivistarsvæðinu við Hvaleyrarvatn.

      Verkefnastjóra falið að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund nefndarinnar.

    • 2004380 – Hvatningarátak vegna ferðalaga innanlands

      Rætt um stöðu kynningarátaks vegna ferðalaga innanlands.

    • 1701108 – Rimmugýgur, húsnæðismál

      Afnota- og samstarfssamningur við víkingafélagið Rimmugýgi sem samþykktur var í bæjarráði 27. september sl. lagður fram til upplýsinga.

    • 1809066 – Menningar- og ferðamálanefnd, heimsókn í Byggðasafn

      Björn Pétursson forstöðumaður Byggðasafns kynnti starfsemi Byggðasafnsins og farið var í vettvangsferð á sýningu safnsins í Gúttó.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Birni fyrir kynninguna.

    • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

      Anthony Bacigalupo og Ýr Káradóttir kynntu verkefnið “Hygge in Hafnarfjörður” sem hlaut menningarstyrk vorið 2020 og buðu í heimsókn í The Shed á Suðurgötu.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Anthony og Ýr fyrir góðar móttökur.

    Kynningar

    • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

      Lagðar fram kynningar á sumarverkefnum nema á sviði rannsóknar- og nýsköpunar í nýsköpunarstofu í sumar sem tengjast menningar- og ferðamálanefnd.

Ábendingagátt