Menningar- og ferðamálanefnd

29. október 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 357

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1911803 – Menningarstyrkir 2020

      Tillaga að úthlutun menningarstyrkja í seinni úthlutun ársins 2020 lögð fram og samþykkt

      Ólafur Már Svavarsson, Hafið gráa: 400.000 kr.
      Leikfélag Hafnarfjarðar, Leiklistarnámskeið fyrir 60 plús: 155.000 kr.
      Margrét Eir Hönnudóttir, Jólatónleikar Margrét Eir í Fríkirkjunni: 190.000 kr.
      Anthony Vincent Bacigalupo, Jólin Eru Hér: 250.000 kr.
      Andrés Þór Gunnlaugsson, Síðdegistónar í Hafnarborg: 190.000 kr.
      Kristbergur Óðinn Pétursson, Vetrarfærðin. Ljóðabók: 80.000 kr.
      Margrét Gauja Magnúsdóttir, Streymi – Tónlistarröð Hamarins og Músik og mótors: 300.000 kr.
      Ingvar Guðmundsson, Götulist við Drafnarhús: 250.000 kr.
      Björn Thoroddsen, Guitarama 2020: 375.000 kr.
      Guðmundur Fylkisson, Lögregluminjasafnið: 450.000 kr.

    • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

      Andri Ómarsson verkefnastjóri menningar- og markaðsmála fór yfir áherslur í ferðamálum fyrir árið 2021

      Nefndin þakkar góða kynningu og horfir björtum augum til framtíðar. Nefndin leggur áherslu á uppbyggingu innviða í upplandi Hafnarfjarðar og í Krýsuvík enda býður svæðið upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og ferðamennsku.

    • 2010577 – Samstarf almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu

      Lagt fram bréf frá forstöðumönnum almenningsbókasafna á höfuðborgarsvæðinu um að bókasafnsskírteini verði sameiginleg fyrir höfuðborgarsvæðið

      Menningar- og ferðamálanefndar tekur vel í erindið og vísar því til staðfestingar í bæjarráði.

Ábendingagátt