Menningar- og ferðamálanefnd

10. desember 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 360

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson aðalmaður

Ritari

  • Ágústa Kristófersdóttir verkefnastjóri
  1. Almenn erindi

    • 2009625 – Jólaþorpið 2020

      Farið yfir framkvæmd Jólaþorpsins fyrstu tvær helgarnar. Aðsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og í ljósi þess verður lögð aukin áhersla á sóttvarnir næstu tvær helgar. Málið er unnið í samráði við Almannavarnir. Rætt um skreytingar í Hellisgerði, sem þykja sérstaklega vel heppnaðar. Farið yfir örstyrki til einstaklinga og hópa í tengslum við Jólaþorpið.

    • 2011480 – Menningarstyrkir 2021

      Rætt um úthlutun menningarstyrkja og breytingar á umsýslu við úthlutunina. Skoða þarf sérstaklega hvernig megi bæta aðgengi ungs fólks að menningarstyrkjum. Umræðu haldið áfram á næsta fundi nefndarinnar.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Fjallað um breytingatillögu við fjárhagsáætlun ársins 2021. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bóka: Síðustu ár hefur upphæð menningarstyrkja aukist og er núna 12.5 milljónir auk 1.5 milljón sem fer til bæjarlistamanns á hverju ári. Hafnarfjarðarbær hefur einnig styrkt Leikfélag Hafnarfjarðar með aðstöðu til æfinga og sýninga í St. Jó. Í desember 2019 var gerður þriggja ára samstarfssamingur við Gaflaraleikhúsið um 20 milljóna styrk á ári til leiksýninga með sérstökum áherslum á sýningar fyrir börn. Gaflaraleikhúsið hefur einnig boðið upp sérstök leiklistarnámskeið fyrir ungmenni. Leiksýningar nemendafélags Flensborgar hefur síðustu ár sýnt í Bæjarbíó. Sumarið 2020 var sett í gang verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ sem hét skapandi sumarstörf og þá fengu margir ungir Hafnfirðingar sumarvinnu, bæði listafólk og aðrir. Menningar- og ferðamálanefnd mun áfram skoða hvort hægt sé, í samráði við viðeigandi svið, að setja upp vettvang fyrir ungt fólk til listsköpunar og sýninga innan stofnanna bæjarins. Við hvetjum bæði unga sem aldna að sækja um menningarstyrki fyrir verkefni sín. Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar: Ítreka mikilvægi þess að Hafnarfjörður styðji með myndarlegum hætti við það unga listafólk sem er að feta sín fyrstu skref á listferli sínum á þessum fordæmalausu tímum. Því vil ég árétta mikilvægi þess að bærinn sýni í verki stuðning sinn við ungt listafólk og samþykki tillögu Samfylkingarinnar um aukin fjarstyrk til þessa hóps.

Ábendingagátt