Menningar- og ferðamálanefnd

14. apríl 2021 kl. 09:00

á fjarfundi

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2101305 – Sumarviðburðir 2021

      7.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 25. mars sl.

      Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir auknu fjármagni til viðburðahalds í bænum í sumar vegna fjölmörgra hugmynda sem upp eru komnar í þeim efnum. Mikilvægt er að skapa skilyrði fyrir aukna afþreyingarmöguleika og skemmtun í bæjarfélaginu á tímum covid-19. Byggt verði á reynslu sem fékkst á síðustu aðventu í Jólaþorpinu og Hellisgerði. Óskað er eftir auknu fjármagni í þessu skyni að upphæð 4 – 6 milljónir króna.

      Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni menningar- og ferðamálanefndar um aukið fjármagn til viðburðahalds í bænum í sumar. Bæjarráð samþykkir að fjármagn til viðburðahalds verði aukið um 5 milljónir króna. Vísað til viðaukagerðar.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar aukið fjármagn til viðburðahalds í bænum. Verkefnastjóra falið að kaupa tvö gróðurhús til uppsetningar við Oddrúnarbæ í Hellisgerði og falið að auglýsa eftir örstyrkjum svo hafnfirskir listamenn geti í auknu mæli lífgað upp á menningarlífið í sumar.

    • 2102013 – Bjartir dagar 2021

      Farið yfir undirbúning að Björtum dögum 21.-25. apríl nk.

      Verkefnastjóri lagði fram drög að dagskrá Bjartra daga 2021. Vegna 20 manna samkomutakmarkanna eru dagskrá hátíðarinnar með öðru sniði en undanfarin ár og gera má ráð fyrir að viðburðir sem til stóð að halda á Björtum dögum fari fram síðar í sumar. Verkefnastjóra falið að auglýsa eftir fleiri umsóknum um örstyrki og dagskráratriðum svo Bjartir dagar geti staðið í allt sumar.

    • 1811286 – Þjónustusamningur við Hraunbúa

      Rekstrarsamningur við skátafélagið Hraunbúa varðandi ma. umsjón og rekstur með tjaldsvæði á Víðistaðatúni lagður fram til kynningar.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt