Menningar- og ferðamálanefnd

15. apríl 2021 kl. 17:00

á fjarfundi

Fundur 367

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Auk ofangreindra nefndarmanna sátu eftirtaldir fulltrúar í fjölmenningarráði fundinn: Anna Karen Svövudóttir, formaður, Aleksandra Julia Wegrzyniak, Karólína Helga Símonardóttir, Laura Cervera og Sylwia Baginska

Einnig sátu fundinn: Ólafía Björk Ívarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Auk ofangreindra nefndarmanna sátu eftirtaldir fulltrúar í fjölmenningarráði fundinn: Anna Karen Svövudóttir, formaður, Aleksandra Julia Wegrzyniak, Karólína Helga Símonardóttir, Laura Cervera og Sylwia Baginska

Einnig sátu fundinn: Ólafía Björk Ívarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, og Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs

  1. Almenn erindi

    • 2104105 – Fjölmenning og menningarviðburðir

      Fulltrúar úr fjölmenningarráði voru gestir fundarins til að ræða menningarviðburði með fjölmenningarlegum vinkli í víðum skilningi.

      Rætt var um leiðir sem hægt er að fara til þess að auka þátttöku og sýnileika bæjarbúa af erlendum uppruna. Hugmyndir sem komu upp voru meðal annars að bjóða upp á ferðir til að kynna náttúru og umhverfi bæjarins, halda Hafnfirðingadag þar sem öllum íbúum er fagnað, vera með viðburð fyrir nýja bæjarbúa og kynna fyrir þeim hvernig þjónusta bæjarins er og hvað er í boði. Þá var einnig rætt um vel heppnaðan enskan vef á hafnarfjordur.is/en og áskoranir við að koma upplýsingum til allra hópa.

Ábendingagátt