Menningar- og ferðamálanefnd

23. júní 2021 kl. 09:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 372

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
 • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
 • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Fundurinn fór fram í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

 • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Fundurinn fór fram í fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

 1. Almenn erindi

  • 2101305 – Sumarviðburðir 2021

   Lagðar fram umsóknir um örstyrki á Björtum dögum – seinni úthlutun.

   Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að styrkja eftirtalin verkefni:

   Erna Ómarsdóttir og Rakel Björt Helgadóttir Dúótónleikar í Hellisgerði 150.000 kr
   Sveinn Guðmundsson Ljóða- og söngvaskáld í Bókasafni Hafnarfjarðar 100.000 kr
   Tónafljóð Dægurlagaperlur Tónafljóða í Bókasafni Hafnarfjarðar 150.000 kr
   Eggert Georg Tómasson Að dansa í takt við Hafnarfjörð 155.000 kr
   Hallvarður Ásgeirsson Jazztónleikar á kaffihúsi 100.000 kr
   Hljómsveitin Brek Tónleikar í Bókasafni Hafnarfjarðar 20. júlí 200.000 kr
   Listdansskóli Hafnarfjarðar Dönsum saman í sumar 200.000 kr
   Leikhópurinn Lotta Pínulitla gula hænan – söngvasyrpa 284.500 kr

  • 2011480 – Menningarstyrkir 2021

   Auglýst verður eftir umsóknum um menningarstyrki í síðari úthlutun ársins 2021 í byrjun ágúst.

   Umsóknarfrestur verður til 13. september og úthlutun á að vera lokið fyrir 1. október. Verkefnastjóra falið að vinna að málinu.

  • 2105245 – Hraunbúar, útivstar og útilífssvæði

   Rætt um erindi Hraunbúa um rekstur tjaldsvæðis í Hafnarfirði.

   Verkefnastjóra falið að taka saman minnisblað í samræmi við umræður á fundinum.

  • 2104478 – Rafræn bókasafnsskírteini

   Bókasafn Hafnarfjarðar gefur út fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið á Íslandi.

   Sigrún Guðnadóttir forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar afhenti formanni menningar- og ferðamálanefndar fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið. Er það jafnframt fyrsta stafræna bókasafnsskírteinið í almenningsbókasöfnum hér á landi. Menningar- og ferðamálanefnd fagnar þessu framfaraskrefi sem kemur til með að gera þjónustu bókasafnsins aðgengilegri.

  • 1912183 – Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Bókasafn Hafnarfjarðar

   Nýr vefur Bókasafns Hafnarfjarðar opnaður.

   Menningar- og ferðamálanefnd óskar Bókasafni Hafnarfjarðar til hamingju með nýjan nútímalegan og gagnlegan vef.

  • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

   Lagt fram erindi frá formanni Leikfélags Hafnarfjarðar og rætt um húsnæðismál leikfélagsins.

   Menningar- og ferðamálanefnd vísar erindi Leikfélags Hafnarfjarðar til afgreiðslu í bæjarráði.

Ábendingagátt