Menningar- og ferðamálanefnd

18. ágúst 2021 kl. 09:00

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 373

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 23.júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

      1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Kosning í ráð og nefndir til eins árs:

      Menningar- og ferðamálanefnd:
      Formaður Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Norðurbakka 11c
      Varaformaður Þórey Anna Matthíasdóttir Hringbraut 11
      Aðalfulltrúi Sigurbjörg Anna Guðnadóttir Hringbraut 75
      Varafulltrúi Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir Vitastíg 12
      Varafulltrúi Njóla Elísdóttir Móabarði 33
      Varafulltrúi Sverrir Jörstad Sverrisson Sunnuvegi 11

    • 2004013 – Menning á tímum Covid 19

      Farið yfir stöðu menningarmála í Hafnarfirði í ljósi takmarkana á samkomuhaldi

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar hversu vel viðburðahald hefur tekist í bænum í sumar við breyttar aðstæður.

    • 2011480 – Menningarstyrkir 2021

      Menningar- og ferðamálanefnd minnir á að umsóknarfrestur í síðari úthlutun menningarstyrkja er til og með 13. september nk.

      Menningar- og ferðamálanefnd hvetur einstaklinga og félagasamtök til að sækja um.

    • 2105245 – Hraunbúar, útivstar og útilífssvæði

      Umsögn menningar- og ferðamálanefndar lögð fram

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar frumkvæði Hraunbúa að vilja skapa útivistar- og náttúrusvæði í upplandi Hafnarfjarðar sem gæti allt í senn þjónað leik- og grunnskólabörnum, öðrum bæjarbúum og ferðamönnum. Svæðið í kringum Hvaleyrarvatn býður t.d. uppá ótal möguleika til útivistar þar sem auka mætti fjölbreytileika svæðisins og byggja markvisst upp aðstöðu fyrir útivist og náttúruvitundarkennslu.

      Sífellt stærri og fleiri ferðavagnar á ferð um landið og gjörbreyttar kröfur varðandi aðstöðu og þjónustu á tjaldsvæðum gera það að verkum að skynsamlegt gæti væri að skipuleggja samhliða nýtt tjaldsvæði í bænum til viðbótar við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni sem gæti vakið athygli á upplandinu og tengt Krýsuvíkursvæðið og bæinn betur saman og viðdvöl ferðafólksins haft jákvæð áhrif á ýmsa aðra starfsemi í Hafnarfirði, s.s. veitingasölu, verslun og afþreyingu.

    • 2108322 – Jólaþorpið 2021

      Rætt um framkvæmd Jólaþorpsins 2021.

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Sviðsstjóri kynnir vinnuferli og tímalínu vegna fjárhagsáætlunarvinnu.

      Lagt fram

Ábendingagátt