Menningar- og ferðamálanefnd

10. febrúar 2022 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 384

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

  1. Kynningar

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður umhverfis- og rekstrardeildar mætir til fundarins og ræðir um uppbyggingaráform á
      útivistarsvæðum í Hafnarfirði 2022.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Helgu Stefánsdóttur fyrir kynninguna. Verkefnastjóra falið að gera könnun meðal bæjarbúa um notkun íbúa á útivistarsvæðum og hugmyndir að útivistarmöguleikum við Hvaleyrarvatn, við Helgafell, í Hellisgerði, á Víðistaðatúni og öðrum svæðum. Óskað er eftir að niðurstöðurnar séu klárar um miðjan mars 2022.

    Almenn erindi

    • 2112032 – Bæjarlistamaður 2022

      Ábendingar bæjarbúa vegna tilnefningar bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2022 lagðar fram.

      Farið yfir innsendar ábendingar og ákvörðun frestað til næsta fundar.

    • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

      Umsóknir um menningarstyrki við fyrri úthlutun 2022 lagðar fram.

      Umsóknir lagðar fram til kynningar. Alls bárust 22 umsóknir að þessu sinni.

Ábendingagátt