Menningar- og ferðamálanefnd

2. mars 2022 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 385

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Kynningar

    • 2112252 – Útisafn, víkingaþema

      Theódór Hansson mætir til fundarins og kynnir víkingasafnið Hringborg.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Theódór fyrir áhugaverða kynningu.

    • 1709028 – Hellisgerði 100 ára

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar þann 16. febrúar 2022 var vinnu við hönnun garðsins vísað til umsagnar menningar- og ferðamálanefndar.

      Inga Rut Gylfadóttir frá Landslag kemur til fundarins.

      Menningar- og ferðamálanefnd þakkar Ingu Rut fyrir kynninguna og leggur áherslu á að almenningssalernum verði fjölgað í Hellisgerði í tengslum við hönnun garðsins.

    Almenn erindi

    • 2112032 – Bæjarlistamaður 2022

      Rætt um tilnefningu bæjarlistamanns Hafnarfjarðar árið 2022.

      Ákvörðun tekin um hver skuli tilnefndur sem bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2022 en tilkynnt verður um valið þann 20. apríl næstkomandi.

    • 2112031 – Menningarstyrkir 2022

      Tillaga að úthlutun menningarstyrkja í fyrri úthlutun ársins 2022 samþykkt.

      Aðalsteinn Gunnarsson f.h. sex nema HÍ í viðburða og verkefnastjórnun Túnleikar á Víðistaðatúni 300.000 kr
      Andrés Þór Gunnlaugsson Síðdegistónar í Hafnarborg veturinn 2022 – 2023 900.000 kr
      Björn Thoroddsen Guitarama 2022 Gítarveisla Bjössa Thor 700.000 kr til 3 ára
      Daníel Sigríðarson Sirkussýningin Glappakast 300.000 kr
      Erlendur Sveinsson Sveinssafn: Stefnumót listar og náttúru 750.000 kr til 3 ára
      Eyrún Ósk Jónsdóttir Hlaðvarpsleikrit – Listahópurinn Kvistur 200.000 kr
      Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sönghátíð í Hafnarborg 900.000 kr til 3 ára
      Jasper Matthew Bunch Appoló Listahátið Ungs Fólks í Hanarfirði 500.000 kr
      Júlíana Kristín Jónsdóttir Girls and boys 250.000 kr
      Klara Ósk Elíasdóttir Hafnfirskar stelpur rokka! 800.000 kr
      Olafur Gudlaugsson Hjarta Hafnarfjarðar OFF VENUE í Ölhúsinu Reykjavíkurvegi 300.000 kr
      Páll Eyjólfsson f.h. Bæjarbíós slf Hjarta Hafnarfjarðar 4.500.000 kr til 2 ára
      Reynir Hauksson Flamenco sýningar í Bæjarbíói 400.000 kr
      Stefán Ómar Jakobsson Kabarettleikhús / söngleikjatónlist eftir Kurt Weil 500.000 kr
      Unnur Sara Eldjárn Unnur Sara syngur Gainsbourg í Bæjarbíói 300.000 kr

      Samtals 11.600.000 kr.

    • 1912183 – Heimsókn menningar- og ferðamálanefndar í Bókasafn Hafnarfjarðar

      Linda Rós Arnarsdóttir verkefnastjóri tækni á Bókasafni Hafnarfjarðar kynnir nýjar sjálfsafgreiðsluvélar.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar nýjum sjálfsafgreiðsluvélum í Bókasafni Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt