Menningar- og ferðamálanefnd

7. apríl 2022 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 388

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2204045 – Börn og menningarstofnanir

      Lögð fram tillaga að leiksvæði fyrir börn á menningarstofnunum.

      Verkefnastjóra falið að vinna tillögu að leiksvæði fyrir börn á menningarstofnunum í samráði við forstöðumenn safnanna.

    • 1901368 – Gaflaraleikhúsið, samstarfssamningur 2019-2022

      Lagt fram erindi frá Gaflaraleikhúsinu varðandi húsnæðismál.

      Menningar- og ferðamálanefnd telur brýnt að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum Gaflaraleikhússins og felur verkefnastjóra að funda með forsvarsfólki Gaflaraleikhússins um framtíðarsýn og þarfagreiningu fyrir leikhús.

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lagt fram erindi frá starfandi formanni Leikfélags Hafnarfjarðar varðandi húsnæðismál félagsins.

      Verkefnastjóra falið að funda með stjórn Leikfélags Hafnarfjarðar.

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ráðgjafahópur, tilnefning

      Minnisblað um niðurstöðu fyrsta fundar stefnuráðs verkefnisins áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið lögð fram til kynningar. Á fundinum, sem var haldinn 25. mars sl. í Hafnarborg, var tillaga að framtíðarsýn fyrir áfangastaðaáætlun höfuðborgarsvæðisins samþykkt.

      Lagt fram.

    • 2112175 – Vegglistaverk

      Rætt um tillögu frá Juan Pictures Art að vegglistaverki á húsgafl Strandgötu 4.

      Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir að Juan Pictures Art vinni vegglistaverk á húsgafl Strandgötu 4 og leggur einnig til að setja vegglistaverk á vegg á Strandgötu 1. Verkefnastjóra falið að vinna áfram í málinu.

    • 2203779 – Bjartir dagar 2022

      Rætt um Bjarta daga sem hefjast 20. apríl og standa yfir í allt sumar.

    Fundargerðir

Ábendingagátt