Menningar- og ferðamálanefnd

25. apríl 2022 kl. 09:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 389

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sverrir Jörstad Sverrisson varamaður

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

Ritari

  • Andri Ómarsson verkefnastjóri

Einnig sat Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri fundinn

  1. Almenn erindi

    • 2204045 – Börn og menningarstofnanir

      Rætt um leiksvæði fyrir börn á menningarstofnunum bæjarins.

      Verkefnastjóra falið að vinna áfram í málinu.

    • 1905029 – Útivistarsvæði í Hafnarfirði - aðgengi og nýting

      Rætt um útileiksvæði miðsvæðis í Hafnarfirði.

      Verkefnastjóra falið að vinna að málinu í samstarfi við viðeigandi aðila.

    • 2203779 – Bjartir dagar 2022

      Rætt um framkvæmd Bjarta daga sem hófust síðasta vetrardag og munu standa yfir í allt sumar.

      Menningar- og ferðamálanefnd fagnar því hversu vel tókst til við upphaf Bjartra daga og hvetur íbúa til að fylgjast með fjölbreyttum viðburðum sem verða í gangi í sumar.

    • 2204293 – Minnisvarði um Hallstein Hinriksson og mikið íþróttastarf hans í Hafnarfirði

      Lögð fram ósk frá afkomendum Hallsteins Hinrikssonar varðandi minnisvarða um Hallstein og mikið íþróttastarf hans í Hafnarfirði.

      Menningar- og ferðamálanefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn bæjarminjavarðar.

    • 2103163 – Áfanga- og markaðsstofa fyrir höfuðborgarsvæðið, ferðamálaþing

      Lögð fram dagskrá ferðamálaþings áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið sem verður haldið miðvikudaginn 27. apríl 2022 á Hilton Nordica.

      Menningar- og ferðamálanefnd hvetur hagaðila til þess að skrá sig á ráðstefnuna.

    • 2110461 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022

      Fulltrúi Samfylkingarinnar, Sverrir Jörstad, lagði fram eftirfarandi bókun:

      Um leið og ég þakka samstarfið í Menningar- og ferðamálanefnd vil ég nota þetta tækifæri til að benda á nokkur atriði sem ég hef áður bent á en vil nú færa til bókar.
      Þrátt fyrir að nú hafi fé til styrkja og viðurkenninga verið hækkað á þessu ári eru nokkur atriði sem ég vil gera athugasemdir við.

      Styrkir til menningarmála
      Það er mitt álit að styrkir til menningarmála eigi undir engum kringumstæðum að renna til stofnanna bæjarins. Það gengur ekki að stofnanir bæjarins séu það undir-fjármagnaðar að þær verði að sækja um styrki til menningarnefndar ef þær vilja auðga starf sitt og bjóða upp á tilbreytingu á sviði menningarmála s.s. tónleikahalds eða annara menningaruppákoma. Á þessu eru því miður fjölmörg dæmi sem ég ætla ekki að telja upp hér.
      Það á heldur ekki að vera hlutverk Menningarmálanefndar að styrkja fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Á höfuðborgarsvæðinu eru starfrækt fjölmörg fyrirtæki sem byggja afkomu sína á tónleikahaldi og utanumhaldi um menningarviðburði. Því skýtur það skökku við að stór hluti fjármagns sem ætlað er til menningarmála hér í bæ renni til fyrirtækis í samkeppnisrekstri.

      Leikfélögin í bænum
      Þá vil ég einni nefna að staða leikfélaga bæjarins er graf alvarleg og þarfnast tafalausrar úrlausnar. Það að Gaflaraleikhúsið sé nú mörgum að óvörum að missa húsnæði sitt er slæmt og auðvitað á bærinn að koma að því með beinum hætti að finna lausn sem hentar leikhúsinu. Staða Leikfélags Hafnarfjarðar er hins vegar að mörgu leiti enn verri. Bærinn hefur horft upp á Leikfélag Hafnarfjarðar berjast í dauðarteigum til fjölda ára án þess að neitt hafi í raun verið get til að tryggja félaginu öruggt og gott húsnæði til frambúðar. Það er því svo komið með þetta félag, en rekja má stofnum þess til ársins 1886, að hluti starfseminnar er í geymslu-gámi og sú litla starfsemi sem enn er við líði er rekin úr heimahúsi á Völlunum. Það er brýnt að bregðast við þessu með ákveðnum hætti.

      Skautasvellið í bakgarði Bæjarbíós
      Að lokum vill ég tjá vonbrygði mín með það að eina nýbreytnin í menningarmálum sem Bærinn bauð upp á síðasta ári voru kaup og rekstur á skauta svelli um jólin. Þar var í fljótheitum og án nokkurra ígrundunar rokið af stað og pantað skauta svell án þess að nokkuð lægi fyrir um kostnað né þörf. Í raun hef ég ekki enn séð neinar tölur um kostnað né nýtingu á svellinu og það eru í mínum bókum óráðsía og ill ráðstöfun á almanna fé.
      Af þessu má sjá að það er ýmislegt sem ég hef að athuga við hvernig menningarmálum í Hafnarfirði er háttað. En ég vil þó ljúka þess á að nefna að margt hefur líka verið vel gert. Það var til að mynda skemmtilegt að sjá hvað Hellisgerði lifnaði við og naut sín í ljósadýrðinni í desember. Auk þess sem ég vænti mikils af samstarfsverkefni Höfuðborgarsvæðisins í ferðmálum.

      Virðingarfyllst
      Sverrir Jörstad

Ábendingagátt