Menningar- og ferðamálanefnd

5. maí 2022 kl. 09:15

í Langeyri, Strandgötu 6

Fundur 390

Mætt til fundar

  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður
  • Þórey Anna Matthíasdóttir varaformaður
  • Sigurbjörg Anna Guðnadóttir aðalmaður

Ritari

  • Sigurjón Ólafsson sviðsstjóri
  1. Almenn erindi

    • 1702065 – Leikfélag Hafnarfjarðar, húsnæði

      Lögð fram tillaga að tímabundinni lausn á húsnæðismálum Leikfélags Hafnarfjarðar.

      Lagt er til að Hafnarfjarðarbær styrki Leikfélag Hafnarfjarðar (LH), sem hefur verið í óvissu með húsnæði, til þess að leigja húsnæði af karlakórnum Þrestir sem hafa orðið fyrir tekjufalli í tengslum við húsnæði sitt á Flatahrauni 23 þar sem nánast öll útleiga hefur fallið niður. Með því að leigja aðstöðu af Þröstum fyrir starfsemi LH má styðja við starfsemi beggja aðila með einni aðgerð þar sem LH fær aðstöðu til æfinga og Þrestir auknar tekjur til að standa undir húsnæðiskostnaði og nýting á húsnæðinu eykst.

    • 2009398 – Starfsáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2021

      Tekið fyrir

      Þar sem þetta er síðasti fundur nefndarinnar á þessu kjörtímabili vill nefndin þakka fyrir sig og hvetja í leiðinni bæjarbúa til að taka þátt í viðburðum sumarsins. Íslenskum ferðamönnum hefur fjölgað í Hafnarfirði sl. misseri þrátt fyrir aðstæður í samfélaginu þar sem menning, veitingastaðir og viðburðir hafa verið aðdráttarafl.

      Það er gleðilegt að sjá menninguna blómstra, Hafnfirðinga sækja viðburði og aukinn fjölda gesta í bænum. Nefndin þakkar fyrir gott samstarf við starfsfólk bæjarins og íbúa.

    Fundargerðir

    • 1910250 – Rýnihópur jólaþorpsins

      Lögð fram fundargerð rýnihóps jólaþorpsins frá 3. maí sl. og niðurstaða hópsins að stefnu, framtíðarsýn og aðgerðaráætlun Jólaþorpsins 2022-2025.

      Jólaþorpið hefur vaxið og dafnað síðustu ár og hefur rýnihópur Jólaþorpsins gegnt mikilvægu hlutverki með hugmyndavinnu og eftirfylgni til framtíðar. Það er von nefndarinnar að Jólaþorpið haldi áfram að stækka og þessi stefnumótunarvinna verði höfð til hliðsjónar.

Ábendingagátt