Íþrótta- og tómstundanefnd

22. nóvember 2022 kl. 14:00

í Keili, Strandgötu 6

Fundur 361

Mætt til fundar

 • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
 • Einar Gauti Jóhannsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Tinna Dahl Christiansen

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdarstjóri ÍBH, Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

   Farið yfir uppfært erindisbréf Íþrótta- og tómstundanefndar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar áfram til fræðsluráðs.

   Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi tillögu:
   Hafnarfjarðarbær hefji þegar í stað undirbúning þess efnis að Íþrótta- og tómstundanefnd verði breytt í ráð, skipað fimm fulltrúum, sem heyri beint undir bæjarstjórn. Þessi nýskipan taki gildi í júní 2023 þegar skipað verður að nýju í nefndir, ráð og stjórnir hjá Hafnarfjarðarbæ.

   Greinargerð:
   Umfang þeirra málaflokka sem falla undir verksvið nefndarinnar hefur aukist verulega á síðustu árum í takt við aukinn íbúafjölda bæjarins, fjölgun íþrótta- og tómstundafélaga, og auknar kröfur um aðstöðu og þjónustu. Til að sem bestur árangur náist fyrir bæjarfélagið er mikilvægt að styrkja og efla valdsvið fagstjórnar þessara málaflokka. Með öflugu Íþrótta- og tómstundaráði er líklegra að þau markmið náist en með Íþrótta- og tómstundanefnd sem samkvæmt núgildandi erindisbréfi er í raun valdalaus starfsnefnd undir Fræðsluráði.

  • 2209365 – Íþróttafélagið Ösp, ósk um samstarfssamning

   Íþróttafélagið Ösp óskar eftir að íþrótta- og tómstundanefnd endurskoði niðurstöðu fundarins 27. september sl.

   Íþrótta- og tómstundanefnd synjar erindinu þar sem íþróttafélagið er ekki með lögheimili í Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær er nú þegar að styrkja hafnfirska iðkendur í Íþróttafélaginu Ösp með notkun á frístundastyrknum.

  • 22091200 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2022

   Farið yfir væntanlega hátíð 27. desember og fyrirkomulag hennar.

  • 1912085 – Verðlaunahátíð, verklagsreglur

   Farið yfir reglur og viðmið um val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði ársins.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir breytingarnar.

  • 22111147 – Íþrótta- og tómstundanefnd, þjónustu- og rekstrarsamningar

   Þjónustu- og rekstrarsamningar lagðir fram til kynningar.

  • 2211187 – Umsögn vegna aðalskipulagsbreytingar - Hraun vestur í Hafnarfirði

   Skipulagsfulltrúi Hafnarfjarðar óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna skipulagslýsingar aðalskipulagsbreytingar sem nær til svæðisins Hraun í vestur Hafnarfirði.

   Í umræddu hverfi þar sem gert er ráð fyrir blandaðri íbúabyggð er ljóst að tryggja verður opin almenningsrými og aðgengi að útivistarsvæðum. Á svæðinu Hraun-Vestur verður lítið um beina náttúruupplifun að ræða og því þarf að tryggja örugga leið og auðvelt aðgengi íbúanna að Víðistaðatúni sem svæði sem hvetur til útiveru og hreyfingar auk fjölbreyttrar upplifunar. Í íbúahverfi þar sem mikið byggingarmagn er þarf að tryggja (upphitaðra) samfelldra hjóla- og göngustíga sem tengjast í nágrannahverfin innanbæjar og út úr Hafnarfirði í átt að Garðabæ.

   Til skamms tíma má búast við að börn sæki grunnskóla og leikskóla aðallega í Norðurbænum. Horfa þarf sérstaklega á að gera öruggar gönguleiðir yfir Reykjavíkurveginn. Þegar skólar verða byggðir í hverfinu verður að tryggja að þar sé aðgengi fyrir almenning á lóðir viðkomandi stofnanna þar sem verða fjölbreytt leiktæki og leikvellir fyrir almenning.

   Nálægð við Kaplakrika og Bjarkarsvæðið tryggir aðgengi íbúanna að fjölbreyttu vali íþróttagreina og aðgengi að hreyfingu fyrir almenning. Horfa þarf sérstaklega á örugga gönguleið yfir Flatahraun í átt að þessum svæðum.

   Að lokum leggur Íþrótta- og tómstundanefnd á það áherslu að fjölga leiksvæðum og grænum svæðum á svæðinu og með góðu aðgengi til að tryggja möguleika íbúa til að stunda hreyfingu og útiveru.

  Fundargerðir

  • 2201495 – ÍBH, fundargerðir 2022-2023

   Nýjasta fundargerð ÍBH lögð fram.

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Nýjustu fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar lagðar fram.

Ábendingagátt