Íþrótta- og tómstundanefnd

14. febrúar 2023 kl. 14:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 366

Mætt til fundar

  • Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður

Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Hanna Sigríður Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 2301572 – Víðistaðatún, notkun sumarið 2023

      Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar heimaleiki krikketliði Hafnarfjarðar á Víðistaðatúni og leggur til að aðrir leikir fari fram á Hamranesvelli og vísar erindinu til íþrótta- og tómstundanefndar.

      Tímaúthlutun fyrir íþróttasvæðin í sumar fer nú fram. Íþróttabandalagið fær til umráða flesta tíma á Hamranesvelli utan eins dags í ágúst þegar krikketleikur fer fram þar. Völlurinn er skilgreindur sem knattspyrnuæfingasvæði og hefur einnig verið notaður sem æfinga- og keppnissvæði fyrir bogfimi. Bogfimifélagið Hrói Höttur er hluti af Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar en krikket er ekki hluti af ÍBH og því ber ÍBH engin skylda til að úthluta krikketfólkinu tíma þarna. Ekki er enn vitað um fyrirhugaða notkun knattspyrnufélaga á svæðinu.

    • 2206144 – Endurskoðun rekstrarsamnings við Bjarkirnar

      Farið yfir áherslur í samningsviðræðum við fimleikafélagið Björk um rekstrarsamning.

    • 2302091 – Hafnarfjarðarmót í skák barna

      Íslandsmótið í skák fer fram að Ásvöllum í maí.

      Tillaga liggur fyrir um að halda skákmót meðal barna af þessu tilefni og til að styðja við endurreisn skákdeildar Hauka.

      Samþykkt að hrinda þessu í framkvæmd.

    • 2302081 – Tímaúthlutun fyrir sumarið 2023

      Lögð fram tímaúthlutun íþróttamannvirkja fyrir sumarið 2023

      Samþykkt.

    • 2206176 – Erindisbréf ráða og nefnda 2022-2024, endurskoðun

      Lagt fram til samþykktar nýtt erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar.

      Samþykkt af hálfu nefndarinnar og vísað til fræðsluráðs til afgreiðslu.

    • 2301451 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, 53. þing 11. maí 2023

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar heldur að öðru jöfnu þing sitt í maí annað hvert ár.

    • 2210096 – Götuhlaup í Hafnarfirði

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti tillögur um þátttöku Hafnarfjarðarbæjar og skipulag um götuhlaup í Hafnarfirði þann 8. júní.

      Málinu er vísað til framkvæmdasviðs til afgreiðslu þar.

    • 2301260 – Frístundastyrkur 2022

      Tillaga um að lækka aldursviðmið úr 16 ára í 14 ára sem mega nota frístundastyrk við kaup á líkamsræktarkorti var samþykkt í fræðsluráði á síðasta fundi ráðsins.

      Málið kynnt í íþrótta- og tómstundanefnd sem fagnar þessari breytingu.

    Fundargerðir

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Nýjasta fundargerð lögð fram.

    • 2201495 – ÍBH, fundargerðir 2022-2023

      Nýjasta fundargerð lögð fram.

      Frestað.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjasta fundargerð lögð fram.

Ábendingagátt