Skipulags- og byggingarráð

3. nóvember 2022 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 770

Mætt til fundar

  • Birna Lárusdóttir varamaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram lagfærð greinargerð og skilmálatafla þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og athugasemdum Skipulagsstofnunar auk minnisblaðs verkefnastjóra dags. 1.11.2022.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærð gögn og minnisblað vegna samantektar verkefnastjóra við athugasemdum Skipulagsstofnunar og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 22091183 – Norðurhella 19, deiliskipulagsbreyting

      Plúsarkitektar fh. lóðarhafa leggja 29.9.2022 inn tillögu að breytingum á deiliskipulagi Selhrauns suðurs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar framlagðri tillögu að breyttu deiliskipulagi Selhrauns suðurs.

    • 2209696 – Hjallahraun 2, 4 og 4a, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga Hraunvangs ehf. dags. 28.9.2022 að breyttu deiliskipulagi Hrauns vestur, Gjótur vegna sameiningu lóða. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir sameiningu lóða í eina og tilfærslu á byggingarreit.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi Hrauns vesturs vegna sameiningu lóða og tilfærslu á byggingarreit að Hjallahrauni 2, 4 og 4a. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að fjöldi íbúða á deiliskipulagsreitnun verði að hámarki 490.

    • 22091182 – Tinhella 11, deiliskipulagsbreyting

      Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa leggur 9.9.2022 inn breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns. Tillagan gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit Tinhellu 11 til norðurs. Bílastæði verði færð til suðurs. Nýtingahlutfall hækkar, verður 0,5.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2205256 – Stekkjarberg 11, lóðarstækkun

      Plúsarkitektar ehf. fh. lóðarhafa leggja inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á stærð lóðar og þremur tveggja hæða fjölbýlishúsum samtals 28 íbúðir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Stekkjarbergs 11. Tillagan gerir ráð fyrir of miklu byggingarmagni.

    • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

      Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna fjölgunar íbúða í Hamranesi. Drög að lýsingu lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:
      Sú staða sem komin er upp felur í sér að íbúðir verða um 27% fleiri en gildandi aðalskipulag sagði til um. Minnt er á að skv. lögum á að gera deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag en ekki öfugt. Þessi staða bendir til agaleysis í skipulagsmálum og skorts á yfirsýn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bæjaryfirvöld kasta frá sér skipulagsvaldinu í hendur byggingaraðila og umturna þar með þeim grunnhugmyndum sem búið var að samþykkja að vinna eftir.og er skemmst að minnast eyðileggingar á rammaskipulagi Hrauns Vesturs.

      Úr því sem komið er getur verið nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi á Hamranessvæðinu, en hvatt er til þess að þeirri breytingu verði stillt í hóf.

      Auk þess er nauðsynlegt að skoða á þessum tímapunkti hvernig staða verslunar og þjónustu er á svæðinu miðað við þau frávik sem hafa orðið frá upphaflegum skipulagshugmyndum. Nauðsynlegt er að tryggja að íbúar geti sótt helstu þjónustu í nærumhverfi, en það stuðlar bæði að velferð íbúa og almennri umhverfisvernd.

    • 2208006 – Austurgata 44, Grundartún, opið svæði, beiðni um framkvæmdir

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 22.9.sl var skipulagsfulltrúa falið að gera samantekt á leik- og grænum svæðum í og við miðbæinn. Lögð fram samantekt.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar erindið og beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að skoða endurbætur á svæðinu.

    • 2210548 – Kaplakriki - Lækjargata, DN800, stofnæð hitaveitu, framkvæmdaleyfi

      Veitur ohf. sækja 28.10.2022 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu stofnlagnar hitaveitu, háspennustrengs og kapla frá stýrishúsi við Kaplakrika að dælustöð við Lækjargötu.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út umbeðið framkvæmdaleyfi.

    Fyrirspurnir

    • 2111556 – Suðurhella 9, fyrirspurn

      Eyjólfur Valgarðsson leggur 28.10.2022 inn fyrirspurn er varðar færslu á byggingarreit og fjölgun innkeyrslna frá götu.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    Fundargerðir

Ábendingagátt