Skipulags- og byggingarráð

1. desember 2022 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 772

Mætt til fundar

  • Skarphéðinn Orri Björnsson formaður
  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason bæjarlögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 2204323 – Suðurgata 44, deiliskipulags breyting

      Lagt fram svar skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsfulltrúa og samþykkir breytingu á deiliskipulagi suðurbæjar, vegna þróunarsvæðis við Suðurgötu 44, framkvæmdum skal vera lokið innan 5 ára skv. 6. mgr. 37. greinar skipulagslaga og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2206043 – Snókalönd, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Snókalanda við Bláfjallaveg.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulag Snókalanda og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 2210572 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting, færsla Hamraneslína I og II

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 26.10.2022 að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna lagningu Hamraneslínu 1 og 2 í jörð. Skipulags- og matslýsing lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa og leita umsagna vegna skipulags- og matslýsingar vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 22111133 – Flensborgarhöfn, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar drög nýs deiliskipulags Flensborgarhafnar.

      Sigurjón Ingvason vék af fundi undir umfjöllun og kynningu fjórða dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Hildi Gunnlaugsdóttur og Sigurði Einarssyni fyrir kynninguna.

    • 2211614 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram til kynningar tillaga Sigurðar Einarssonar fh. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi Kaplakrika, íþróttasvæði FH. Tillagan snýr að hækkun byggingar. Bætt verður við einni hæð með mismunandi áherslum, ofan á byggingar umhverfis knattspyrnuvöll.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2211389 – Sellhella 11, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram til kynningar tillaga Guðmundar Odds Víðissonar fh. lóðarhafa að breytingu deiliskipulags Selhrauns norður vegna lóðarinnar Selhella 11. Tillagan gerir ráð fyrir að innkeyrsla, vestanmegin, verði færð norðar. Stækkun byggingarreits til vesturs. Hækkun byggingar um 6,5m og fækkun bílastæða um 26.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í framlagða tillögu að uppfylltum skilyrðum.

    • 2209009 – Dalshraun 7 og 9b, sameina lóðir

      Strendingur ehf. fh. lóðarhafa sækir 1.9.2022 um breytinginu á deiliskipulagi vegna sameiningu lóða við Dalshraun 7 og 9B. Tillagan gerir ráð fyrir að kvöð um gangstíg milli lóða verði aflétt og byggingar tengdar saman með nettri tengibyggingu upp á tvær hæðir. Nýr byggingarreitur fyrir tengibyggingu nær á milli bygginga nr. 7 og 9B og verður 7,15m breiður og 15 metra langur, samtals 107,25m2. Hámarkshæð tengibyggingar 7,25m. Nýtingarhlutfall lóðar verður N=0.76.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi iðnaðarhverfis austan Reykjavíkurvegar vegna sameiningu lóða Dalshrauns 7 og 9b og vísar til staðfestingar bæjarstjórnar.

    • 22111054 – Hvaleyrarbraut 28 og 30, fyrirspurn

      Andri Klausen leggur 10.11.2022 inn fyrirspurn f.h. lóðarhafa vegna deiliskipulagsbreytinga að Hvaleyrarbraut 28 og 30.

      Lagt fram.

    • 2211242 – Coda Terminal, matsáætlun, beiðni um umsögn

      Lögð fram umsögn um matsáætlun vegna uppbyggingar móttöku og geymslustöðvar fyrir koldíoxíð í Straumsvík.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

    Fundargerðir

    • 2209120 – Hjólastefna Hafnarfjarðar, starfshópur

      Lögð fram fundargerð 4. fundar.

    • 2211016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 904

      Lögð fram fundargerð 904. fundar.

    • 2211025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 905

      Lögð fram fundargerð 905. fundar.

Ábendingagátt