Skipulags- og byggingarráð

9. febrúar 2023 kl. 14:00

Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð)

Fundur 777

Mætt til fundar

  • Árni Rúnar Árnason varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður
  • Sigurjón Ingvason áheyrnarfulltrúi
  • Birna Lárusdóttir varamaður
  • Steinunn Guðmundsdóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Anna Margrét Tómasdóttir, Ívar Bragason bæjarlögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2109186 – Hafnarsvæði í Straumsvík

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulags álversins í Straumsvík ásamt breyttum umferðartengingum við Reykjanesbraut.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð deiliskipulagsins verði í samræmi við 43 gr. skipulagslaga og vísar því til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 22091196 – Hvannavellir 6, breyting á deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 23. nóvember 2022 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Á svæði sem áður var endastöð og hringakstur Strætó við Hvannavelli er gert ráð fyrir lóð fyrir parhús á einni hæð. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 17. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust. Erindið var lagt fram á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25. janúar sl. og vísað til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram uppfærð tillaga. Breytingin tekur til breytts heitis lóðar, verður Hvannavellir 4.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að uppfærð tillaga vegna breytingu á deiliskipulagi Hvannavalla 4 verði grenndarkynnt.

    • 2212077 – Hádegisskarð 22, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eiganda við Hádegisskarð 22 samhliða breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er það sama. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð synjar breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 22 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2212076 – Drangsskarð 13, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. desember sl. var samþykkt að grenndarkynna, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eiganda við Drangsskarð 13 samhliða breytingu á deiliskipulagi Hádegisskarðs 22. Breytingin felst í að íbúðum er fjölgað úr tveimur í þrjár, gert er ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði á íbúð. Byggingarmagn er það sama. Þakgerð einhalla með hæsta punkt til suðurs og/eða flatt þak. Erindið var grenndarkynnt. Frestur til að skila athugasemdum var til 18. janúar 2023. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda.

      Skipulags- og byggingarráð synjar breytingu á deiliskipulagi Drangsskarðs 13 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2007341 – Sléttuhlíð, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi.

      Árni Rúnar Árnason vék af fundi við afgreiðslu fimmta dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Sléttuhlíðar og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2212370 – Undirhlíðar náma, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju umsókn Gröfu og grjóts ehf. um leyfi til efnistöku bögglabergs úr Undirhlíðum. Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns sem óskað var eftir á fundi ráðsins þann 26.1.2023.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar beiðni Gröfu- og grjót um námugröft í Undirhlíðanámu með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns.

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Lögð fram að nýju til samþykktar endurskoðuð samþykkt um skilti á bæjarlandi.

      Erindi frestað.

    • 2209117 – Hamranes, götur, stígar, stofnanalóðir og veitur, deiliskipulag

      Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt lagfærðum uppdrætti.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða tillögu deiliskipulags Hamraness vegna gatna, stíga, stofnanalóða og veitna með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar 12.1.2023 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2210556 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting Hamranes

      Lagðar fram athugasemdir Skipulagsstofnunar ásamt umsögn skipulagsfulltrúa og lagfærðri greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir uppfærða greinargerð Aðalskipulags Hamraness með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 20.1.2023 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2103116 – Hraun vestur, aðalskipulag breyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.11.2022 var lögð fram uppfærð skipulagslýsing vegna fjölgunar íbúða. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að leita umsagna vegna framlagðrar skipulagslýsingar og vísaði erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Umsagnir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnið verði áfram að breyttu aðalskipulagi reitsins sem tekur mið af sjónarmiðum Skipulagsstofnunar dags. 19.12.2022.

    • 2301560 – Reykjanesbraut, rannsóknarboranir, framkvæmdaleyfi

      Vegagerðin sækir 19.1.2023 um leyfi til rannsóknarborana í landi Hafnarfjarðar vegna verkefnisins Reykjanesbraut, Álftanesvegur – Lækjargata.

      Sigurður Haraldsson vék af fundi við afgreiðslu ellefta dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

    • 2202571 – Víkingastræti 2, breyting á deiliskipulag

      Lagður fram skýringaruppdráttur vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Víkingastræti 2 sem skipulags- og byggingarráð samþykkti 26.1.sl að auglýsa.

      Lagt fram og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víkingastrætis 2.

    • 2211242 – Coda Terminal, matsáætlun, beiðni um umsögn

      Lagt fram álit Skipulagsstofnunar.

      Lagt fram.

    • 2212419 – Suðurgata 44, deiliskipulag, mál nr. 148 árið 2022, kæra

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 148/2022.

    • 2202333 – Garðabær, umsagnarbeiðnir vegna skipulagsbreytinga

      Garðabær óskar 12.12.2022 eftir umsögn Hafnarfjarðarbæjar vegna skipulagslýsingar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðarbæjar 2016-2036 sem nær til óbyggðs svæðis í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2036 sem nær til óbyggðs svæðis í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð samanber bréf skipulagsfulltrúa dags. 07.02.2023.

      Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
      Þau nýbyggingarsvæði sem til staðar eru í Hafnarfirði, samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040, eru Ásland 4 og Vatnshlíð. Þau svæði liggja enn undir línum að hluta. Fulltrúar benda á að ef byggja eigi samkvæmt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga á næstu árum, verður bæjarfélagið að hafa raunverulegt svigrúm til að brjóta nýtt land. Þau svæði eru til og eru í námunda við þau sem þegar eru í uppbyggingu. Ávallt höfum við haldið þeim sjónarmiðum á lofti að mikilvægt sé að hér fari saman skynsamleg þétting byggðar í bland við uppbyggingu á nýjum svæðum eins og verið hefur á síðustu árum. Mikilvægt er að þessum sjónarmiðum sé haldið á lofti innan svæðisskipulagsnefndar í tengslum við þetta mál sem hér um ræðir.

    • 2302155 – Svæðisskipulag, breyting á vaxtamörkum, Garðabær

      Lögð fram beiðni svæðisskipulagsnefndar um umsögn vegna breytinga á vaxtamörkum. Óskað er eftir því að lýsing verði tekin til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á vaxtamörkum Garðabæjar við Rjúpnadal og Rjúpnahlíð samanber bréf skipulagsfulltrúa dags. 07.02.2023.

      Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:
      Þau nýbyggingarsvæði sem til staðar eru í Hafnarfirði, samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040, eru Ásland 4 og Vatnshlíð. Þau svæði liggja enn undir línum að hluta. Fulltrúar benda á að ef byggja eigi samkvæmt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga á næstu árum, verður bæjarfélagið að hafa raunverulegt svigrúm til að brjóta nýtt land. Þau svæði eru til og eru í námunda við þau sem þegar eru í uppbyggingu. Ávallt höfum við haldið þeim sjónarmiðum á lofti að mikilvægt sé að hér fari saman skynsamleg þétting byggðar í bland við uppbyggingu á nýjum svæðum eins og verið hefur á síðustu árum. Mikilvægt er að þessum sjónarmiðum sé haldið á lofti innan svæðisskipulagsnefndar í tengslum við þetta mál sem hér um ræðir.

    Fundargerðir

    • 1901181 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 113. fundar.

    • 2301025F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 913

      Lögð fram fundargerð 913. fundar.

    • 2301034F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingafulltrúa - 914

      Lögð fram fundargerð 914. fundar.

Ábendingagátt