Skipulags- og byggingarráð

10. janúar 2012 kl. 08:15

í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6

Fundur 290

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
  • Þóroddur Steinn Skaptason varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir undir þeim málum er þau varðaði.

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, einnig Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir, Berglind Guðmundsdóttir, Sigurður Haraldsson og Helga Stefánsdóttir undir þeim málum er þau varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14.12.11, 21.12.11 og 04.01.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu deiliskipulags lóðarinnar dags. 25. nóv. 2011 í samræmi við samþykkta lóðarstækkun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu dags. 25.11.2011 fyrir lóðina Reykjavíkurvegur 45, í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1105201 – Kaplahraun 7a, lóða- og skipulagsmál

      Tekið fyrir að nýju bréf Snorra Hafsteinssonar f.h. Rafhitunar ehf. dags. 04.05.11, þar sem svarað er athugasemd varðandi slæma umgengni á lóðinni. Málið er tilkomið vegna slæmrar umgengni lóðar sem afmarkast af Kaplahrauni 7abcd sem er húsaport þar sem allir eiga að hafa aðgengi af sínum eignum. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði 20.05.11 til að lóðinni yrði skipt upp og óskaði eftir tillögu að þeirri útfærslu. Bærist hún ekki innan 2 mánaða mundi skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu að uppskiptingu. Ekki hefur verið brugðist við erindinu. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að skiptingu lóðarinnar. Borist hefur bréf frá þremur eigendum dags. 7.11.2011. Tillaga Þórhalls Kristjánssonar dags. 15.11.11 hefur verið kynnt eigendum hússins. Svör hafa borist og tvær nýjar tillögur lagðar fram. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.01.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarsviði er falið að gera lóðarhöfum grein fyrir tillögu sviðsins að skiptingu lóða.

    • 1112153 – Norðurbakki 7-9, fyrirspurn

      Haghús ehf og Bygg Ben ehf leggja 20.12.2012 inn fyrirspurn, óska eftir leyfi til þess að fjölga íbúðum í blokkum tveimur við Norðurbakka 7. og 9. úr 62. íbúðum í allt að 78. íbúðir. Bílastæðum verður fjölgað til móts við þessa fjölgun íbúða, sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 21.12.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún er ekki í samræmi við deiliskipulag og byggingarreglugerð.

    • 1105399 – Bjarkavellir 1a, 1b og 1c deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir að nýju tillaga frá Guðlaugi Adolfssyni f.h. Valhúsa námsmannaíbúða ehf dags. 19.05.11 um breytingu á deiliskipulagi úr námsmannaíbúðum í litlar ódýrar íbúðir á almennum markaði skv. skipulagsuppdrætti Teiknistofunnar Strandgötu 11 dags. 3. okt. 2011. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir svör við athugasemdum með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum. $line$$line$Skipualgs- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsbreytingu á Bjarkavöllum 1a, 1b, og 1c skv. skipulagsuppdrætti dags. 3. október 2011.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 1a, 1b og 1c í samræmi við skipulagsuppdrátt dags. 3. október 2011 sem var auglýstur í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilar að unnin verði breyting á deiliskipulagi lóðarinnar að Bjarkavöllum 3 í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið. $line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu þessa erindis og vísa til bókunar fulltrúa flokksins í fræðsluráði 12. desember sl.$line$$line$Fulltrúar meirihluta Samfylkingar og VG gera eftirfarandi bókun: Breyting þessi myndi létta talsvert á umferð á svæðinu og minnka byggingarmagn á reitnum. Enn fremur er því beint til fræðsluráðs að fara nú þegar í skoðun á skiptingu skólahverfa á Völlum með þegar fyrirhugaða uppbyggingu hverfisins á næstu árum í huga.$line$Gagnrýni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi það að ekki sé gert ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum í fjáhagsáætlun fyrir árið 2012 á ekki við þar sem ekki er stefnt að framkvæmdum fyrr en í fyrsta lagi 2013 og að sjálfsögðu þarf að gera ráð fyrir þeirri framkvæmd þegar þar að kemur.

    • 1112197 – Dalsás 2-6, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja 29.12.2011 um breytingar á áður samþykktum teikningum, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 20.12.2011. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.01.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda.

    • 1111340 – Ásvellir, merkingar á íþróttahúsi Hauka, Schenker.

      Lagt fram bréf Magnúsar Gunnarssonar f.h. Knattspyrnufélagsins Hauka, dags. 09.12.11 þar sem formlega er óskað eftir ad Hafnarfjarðarbær$line$veiti heimild fyrir skiltum á svæði félagsins, sem þegar hefur verið komið fyrir á íþróttamiðstöð Hauka. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.12.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Afgreiðslu erindisins er frestað en sviðsstjóra falið að boða forsvarsmenn til fundar með vísan til bókunar umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14. desember sl..

    • 1110290 – Kaldárselsvegur, reiðleið í beygju.

      Haraldur Guðfinnsson form. reiðveganefnar Sörla óskar eftir að reiðleiðir í upplandinu verði endurskoðaðar skv. meðfylgjandi uppdrætti. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.12.2011, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu en að það verði skoðað í samhengi við vinnu við rammaskipulag svæðisins.

    • 1201057 – Byggingarstig, matsstig og skráning húsnæðis.

      Tekin til umræðu byggingarstig húsnæðis, matsstig og skráning þess, ásamt aðgerðum til leiðréttingar.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs tekur undir mikilvæga umræðu um leiðréttingu á skráningu húsnæðis er varðar mismunandi byggingarstig og notkun þess. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir bæjarsjóð og þar með íbúa auk þess sem rétt skráning húsnæðis er mikilvæg út frá bæði gæða- og öryggissjónarmiðum. Lagt er til við skipulags- og byggingarsvið að enn frekari áhersla verði lögð á þetta verkefni á næstu vikum og mánuðum og er sviðsstjóra falið að taka saman aðgerðaráætlun fyrir næsta fund. Það skal þó áréttað að unnið hefur verið að þessum málum jafnt og þétt af hálfu sviðsins undanfarin ár með umtalsverðum árangri.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera eftirfarandi bókun: Samkvæmt staðfestum upplýsingum fulltrúa Sjálfsæðisflokksins í SBH hefur verið verulegur misbrestur á réttri skráningu byggingarstigs og þar af leiðandi innheimtu réttra fasteignagjalda af íbúðar, verslunar- og iðnaðarhúsnæðis undanfarin ár. Eigendur fasteigna í Hafnarfirði sem hafa hirt um að skrá fasteignir sínar og greiða réttmæt gjöld til Hafnarfjarðarbæjar hefur verið stórlega mismunað í innheimtu fasteignagjalda vegna þessa. Ljóst er að Hafnarfjörður hefur orðið af tekjum sem skipta tugum ef ekki hudruðum milljóna vegna þessa. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í SBH leggja til að hafin verði þegar rannsókn á ástæðu þess að skráning fasteigna hafi misfarist, að starfsmenn Hafnarfjarðar fari yfir allar skráningar húsnæðis og að gerð verði úttekt á tekjutapi Hafnarfjarðar vegna rangrar skráningar húsnæðis.

    • 1201075 – Húsverndun

      Lögð fram skýrslan Húsverndun í Hafnarfirði, stefnumörkun. Tillaga vinnuhóps dags. janúar 2002.

      Lagt fram.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Áður lögð fram tillaga sviðsstjóra að verkefnislýsingu. Lagt fram erindisbréf fyrir starfshópinn.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs tilnefnir formann ráðsins og Sigurberg Árnason sem fulltrúa í stýrihópinn. Ólafur Ingi Tómasson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins.$line$$line$Erindisbréf er samþykkt með áorðnum breytingum.

    Fundargerðir

    • 1112009F – Undirbúningshópur umferðarmála - 64

      Lögð fram fundargerð 64. fundar. Helga Stefánsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir fundargerðinni.

      Lagt fram.

Ábendingagátt