Skipulags- og byggingarráð

21. febrúar 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 293

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 08.02.12 og 15.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

      Lagt fram erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi.

      Afgreiðslu erindisins er frestað.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að senda deiliskipulagið í auglýsingu með fyrirvara um samþykki Hafnarstjórnar, og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýst verði tillaga að deiliskipulagi fyrir gasstöð í Straumsvík í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1202035 – Hverfisgata 41-43

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Skrauthús ehf um nýtingu lóðarinnar Hverfisgata 41-43 skv. meðfylgjandi gögnum.

      Sigurbergur Árnason, víkur af fundi við afgreiðslu þessarar fyrirspurnar.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir en felur sviðsstjóra að ræða við fyrirspyrjanda.

    • 1202028 – Merking húsa

      Tekin til umræðu hugmynd um viðurkenningu þeirra húsa þar sem vel er hugað að útliti, varðveislu og umhverfi húsanna. á fundi skipulags- og byggingarráðs 07.02.12 var samþykkt að að gera átak í að kynna söguleg hús í Hafnarfirði á heimasíðu bæjarins. Tekið verði tillit til bæði menningarsögulegs- og byggingarlistasögulegs gildis byggingarinnar og tengsl hennar við umhverfið. SBH felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningu verkefnisins í samvinnu við Byggðasafn Hafnarfjarðar. Fulltrúar Byggðasafns Hafnarfjarðar mæta á fundinn.

      Sigurbergur Árnason tekur sæti á fundinum að nýju.$line$Skipulags- og byggingarráð felur Byggðasafni ásamt fulltrúum skipulags- og byggingarsviðs og Steinunni Þorsteinsdóttur að vinna áfram að hugmyndinni.

    • 1202285 – Dalshraun 9b, fyrirspurn um stækkun

      Lögð fram fyrirspurn Gunnars Þórs Gíslasonar f.h. Síldar og fisks ehf dags. 20.02.12 þar sem spurst er fyrir um stækkunarmöguleika Dalshrauns 9 í áttina að Dalshrauni 9b.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir beiðni fræðsluráðs Hafnarfjarðar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. meirihluti skipulags- og byggingarráðs heimilaði 10.1.2012, breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi dags. 08.02.12.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu til breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010.$line$Gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Bjarkavalla 3, Hafnarfirði í samræmi við uppdrátt dags. 8. febrúar 2012 í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa í fyrri bókun dags. 10. jan. sl.

    • 1011407 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2010-2011

      Tekin til umræðu niðurstaða átaksins. Lagðar fram tillögur að viðurkenningu fyrir góðan árangur í hreinsun iðnaðarlóða. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs mætir á fundinn og gerir grein fyrir lóðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar.

      Sigurður Steinar Jónsson kom á fundinn og gerði grein fyrir verkefninu. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að undirbúa viðurkenningar og afhendingu. $line$Skipulags- og byggingarráð þakkar þeim sem starfað hafa að verkefninu og lóðarhöfum sem tóku þátt.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir samráðsáætlun við mótun landsskipulagsstefnu.

      Lagt fram.

    • 1202029 – Umferðarmál í miðbænum

      Fram haldið umræðu um umferðarmál í miðbæ Hafnarfjarðar, einkum hvað varðar tengingu Norðurbakka við reit R2 og umferðartengingu Fjarðargötu og Lækjargötu. Lögð fram tillaga umhverfis- og framkvæmdasviðs að útfærslu gatnamóta Fjarðargötu og Lækjargötu.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og framkvæmdasviði að útfæra hugmyndina nánar.

    • 1202053 – Samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál

      Tekið fyrir að nýju erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2022, mál. 393. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að umsögn.

      Þorsteinn Hermannsson, skipulagsverkfræðingur frá innanríkisráðuneytinu kom og gerði grein fyrir samgönguáætlun.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar sameiginlegri umsögn til bæjarstjórnar.

    • 1202050 – Samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál

      Tekið fyrir að nýju erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 03.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Samgönguáætlun 2011-2014, mál. 392. Umsagnarfrestur er til 29.02.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs og umhverfis- og framkvæmdasviðs að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögnina fyrir sitt leiti og vísar sameiginlegri umsögn til bæjarstjórnar.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu heildarendurskoðun á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Fyrir liggur samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að hefja vinnuna. Endurskoða skal uppdrætti og greinargerðir gildandi aðalskipulags og hafa niðurstöður úr rammaskipulögum Hamraness, Áslands og upplands Hafnarfjarðar til viðmiðunar. Áður lögð fram greinargerð með tillögunni af hálfu formanns. Áður lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp sem hafa skal umsjón með verkefninu. Lögð fram tillaga starfshópsins að verkefnislýsingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja verkefnislýsinguna fyrir bæjarstjórn og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 í samræmi við fyrirliggjandi verkefnislýsingu.”

    • 1202052 – Vatnsvernd, heildarendurskoðun

      Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 01.02.12 þar sem lýst er stuðningi við samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndarmarka á höfuðborgarsvæðinu.

      Frestað.

    • 1202117 – Fjarskiptaáætlun 2011-2022, 342. mál til umsagnar

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 08.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Fjarskiptaáætlun 2011-2022, mál. 393. Umsagnarfrestur er til 01.03.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0418.html.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að vinna ekki umsögn vegna fjarskiptaáætlunar 2011-2022 vegna þess hversu seint erindið barst og skammur tími gefinn til að vinna umsögn.

    • 1202120 – Fjarskiptaáætlun 2011-2014, 343. mál til umsagnar

      Lagt fram erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 08.02.2012 þar sem vísað er til umsagnar Fjarskipptaáætlun 2011-2014, mál. 392. Umsagnarfrestur er til 01.03.2012. Vefslóð http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að vinna ekki umsögn vegna fjarskiptaáætlunar 2011-2014 vegna þess hversu seint erindið barst og skammur tími gefinn til að vinna umsögn.

Ábendingagátt