Skipulags- og byggingarráð

6. mars 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 294

Mætt til fundar

  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður
  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir undir þeim málum sem þær varðaði. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði forföll.

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Málfríður Kristjánsdóttir, Anna Sofía Kristjánsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir undir þeim málum sem þær varðaði. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi boðaði forföll.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 22.02.12 og 29.02.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1111113 – Skipalón 10, aflétting kvaðar

      Tekið fyrir að nýju erindi FM-húsa ehf dags. 03.11.11 þar sem óskað er eftir að Skipulags- og byggingarráð aflétti þeirri kvöð af húsinu Skipalón 10 að íbúar skuli vera 50 ára og eldri. Áður lögð fram umsögn Fræðslusviðs og Framkvæmdasviðs sem gera ekki athugasemd við erindið. Skipulagið var auglýst í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafresti er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.02.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Sigríður Björk Jónsdóttir víkur af fundi. Guðrún M. Ólafsdóttir tók sæti hennar. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman athugasemdir og gera drög að svörum í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund skipulags- og byggingarráðs.

    • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

      Gunnar Hjaltalín leggur 17.01.2012 fyrirspurn , óskar eftir niðurrifi og uppbyggingu á lóð. sjá meðfylgjandi gögn. Lögð er fram ný ástandsskoðun hússins sem hafa verið send húsafriðunarnefnd í samræmi við lög um húsafriðun. Áður lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar. Ný tillaga barst 01.03.12.

      Sigríður Björk Jónsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju.$line$Sigurbergur Árnason, víkur af fundi.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi skipulag. Áréttað er að niðurrif kallar á deiliskipulagsbreytingu.

    • 1202500 – Dalshraun 9, fyrirspurn

      Isotec leggur 27.02.12 fram fyrirspurn um að byggja við austur hlið núverandi húsnæðis 10 m út frá húsinu. Frá norðan verðum gafli hússins og 12,5 m með húsinu, sjá riss.Viðbygging verði í sömu hæð og með sama sniði er á húsi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 29.02.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Sigurbergur Árnason tekur sæti á fundinum að nýju.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð bendir á að ekki liggur fyrir skriflegt samþykki allra eigenda en tekur að öðru leiti jákvætt í fyrirspurnina.

    • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

      Borist hafa athugasemdir frá stjórn húsfélagsins Miðvangi 41 dags. 22.04.2008 þar sem segir að ólöglegar framkvæmdir séu í gangi í íbúð 205. Við vettvangsskoðun hefur komið í ljós að verið er að framkvæma breytingar án tilskilins leyfis. Íbúðareiganda var 14.05.2008 gert að stöðva framkvæmdir þá þegar í samræmi við 56 gr. skipulags- og byggingarlaga. Samkvæmt upplýsingum er búið að opna milli stofu og svala og verið að endurgera íbúðina. Skipulags- og byggingarfulltrúi óskaði 06.05.2009 eftir teikningum sem sýna umræddar framkvæmdir, einkum hvort breytt hafi verið burðarvirki hússins. Ekkert svar barst. Skipulags- og byggingarráð gerði íbúðareiganda 11.08.2009 skylt að skila inn teikningum af breytingunum innan 4 vikna. Yrði ekki brugðist við því mundi skipulags- og byggingarráð leggja til við bæjarstjórn að beitt verði dagsektum í samræmi við 57. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Ekki var brugðist við því, og gerði skipulags- og byggingrráð 01.12.2009 tillögu til bæjarstjórnar um að beitt yrði dagsektum frá og með 1. janúar 2010 yrði ekki brugðist við erindinu. Lagðir fram minnispunktar frá samtali við son nýs eiganda íbúðarinnar 09.12.2010. Skipulags- og byggingarráð gaf eiganda íbúðarinnar frest til 15. mars til að leggja fram greinargerð um málið í samræmi við áðurgreint samtal. Nýjar teikningar bárust 20.02.2012. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.02.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð áréttar álit skipulags- og byggingarfulltrúa um að þetta sé óleyfisframkvæmd og krefst þess að lokun milli svala og stofu verði færð í fyrra horf.

    • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Frestað á síðasta fundi.

      SBH frestar afgreiðslu erindisins en felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda.

    • 1112197 – Dalsás 2-6, breyting

      Ingvar og Kristján ehf sækja 29.12.2011 um breytingar á áður samþykktum teikningum, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 20.12.2011. Lögð fram umsögn Skipulagstofnunar þar sem fram kemur að verði bílakjallari felldur niður krefjist það breytingar á deiliskipulagsskilmálum.

      SBH frestar afgreiðslu erindisins en felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjanda.

    • 1202052 – Vatnsvernd, heildarendurskoðun

      Tekið fyrir að nýju bréf Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 01.02.12 þar sem lýst er stuðningi við samþykkt Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um endurskoðun vatnsverndarmarka á höfuðborgarsvæðinu. Frestað á síðasta fundi.

      SBH vísar ábendingum Heilbrigðisnefndar hvað varðar viðræður við Grindarvíkurbæ um stækkun vatnsverndarsvæðis til suðurs til endurskoðunarnefndar um svæðiskipulag vatnsverdar.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tilkynnt að kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. mars kl. 17:30 að Norðurhellu 2. lagðar fram fundargerðir stýrihóps.

      Lagt fram.

    • 1107149 – Aðalskipulag Norðurbær breyting

      Tilkynnt að kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 22. mars kl. 17:30. fundarstaður tilkynntur síðar.

      Lagt fram.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Tilkynnt að kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 8. mars kl. 17:00 að Norðurhellu 2.

      Lagt fram.

Ábendingagátt