Skipulags- og byggingarráð

3. apríl 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 296

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir varamaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 21.03.12 og 28.03.11. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1201360 – Hellubraut 7, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir viðræðum við Húsafriðunarnefnd. Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna afgreiðslu næstsíðasta fundar. Frestað á síðasta fundi.

      Erindinu er synjað með þremur atkvæðum Samfylkingar og Vinstri Grænna gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðismanna.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna í skipulags og byggingarráði telja ekki unnt að verða við ósk um breytingu á nýlegu deiliskipulagi, Suðurgata- Hamarsbraut í þeim tilgangi að heimila niðurrif niður núverandi húss við Hellubraut 7 og að byggt verði nýtt í staðinn. $line$Í nýlega samþykktu deiliskipulagi fyrir hverfið, Suðurgata-Hamarsbraut var gert ráð fyrir að húsið við Hellubraut fengi að standa og var þá horft sérstaklega til tveggja umsagna og tilmæla bæði Byggðasafns Hafnarfjarðar og Húsafriðunarnefndar ríkisins enda húsið að hluta til rúmlega 100 ára gamalt og stendur á afar áberandi stað í bæjarlandinu. Í skipulaginu var þó gefið gott svigrúm til þess að endurbyggja bakhús og stækka þannig við íbúðarrými hússins.$line$Við gerð núgildandi skipulags og á síðari stigum máls hefur Skipulags og byggingarráð í tvígang leitað álits bæði Byggðasafns- Hafnarfjarðar og Húsafriðunarnefndar ríkissins sem tók málið fyrir að nýju í byrjun árs 2012 eftir að gerð var önnur ástandsgreining á húsinu að hálfu umsækjenda. Meirihluti SBH tekur undir bókun Húsafriðunarnefndar frá 24. Janúar 2012 þar sem segir: $line$ $line$,,Ekki er talið að neitt komi fram í innsendum ástandsskýrslum sem bendi til þess að umrætt hús sé verr farið en almennt má telja um hús frá þessum tíma, en í skýrslu Strendings ehf, dags. í júlí 2011, kemur m.a. fram að ástand burðarvirkis hússins sé óþekkt. Húsafriðunarnefnd ítrekar enn mat sitt á varðveislugildi hússins, en í bréfi nefndarinnar, dags. 5. maí 2009 segir m.a. að það sé góður fulltrúi hafnfirskra timburhúsa frá upphafi 20. aldar og að tilveruréttur þess sé ótvíræður, hvort sem er út frá umhverfislegum eða menningarsögulegum sjónarmiðum. Í húsaskráningu Byggðasafns Hafnarfjarðar er komist að sömu niðurstöðu. Húsafriðunarnefnd mælist því eindregið til þess að ekki verði gefin heimild til að húsið að Hellubraut 7 hverfi af sjónarsviðinu nú, heldur verði því og þar með sögu Hafnarfjarðar sýndur sá sómi að því verði gert til góða og að það fái að standa áfram um ókomna tíð.”$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði lýsa yfir vonbrigðum með málsmeðferð meirihlutans á fyrirspurn og umsókn um niðurrif á húsi við Hellubraut 7. Málið hefur verið tekið fyrir á fjölda funda á síðustu árum án þess að fyrirspyrjandi fái skýr svör frá meirihluta Skipulags- og byggingarráðs. Tekið er undir með fyrirspyrjenda um að: ” Húsið sem óskað er eftir niðurrifi á er í slæmu ásigkomulagi. Byggingar- og viðbyggingarsaga þess hefur ekki skilið eftir góðan fulltrúa húsa frá síðustu öld. Hluti hússins telst vera byggður fyrir þau tímamörk sem höfð eru til viðmiðunar og staldrað er við þegar skoðað er varðveislugildi húsa með tilliti til byggingarsögulegra verðmæta. Þessi húshluti er löngu horfinn í graut viðbygginga og breytinga. Húsið stendur á áberandi stað og virðist úr fjarska vera reisulegt en stendur ekki undir öðru við nánari skoðun.” Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að fyrirlyggjandi tillaga verði samþykkt.

    • 1203216 – Vesturgata 8, gistiheimili

      Princess Annie E. Björnsson sækir um gistileyfi fyrir Vesturgötu 8. Sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.03.12, sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.

      Sigurbergur Árnason tekur sæti á fundinum í stað Klöru Hallgrímsdóttur.$line$Skipulags- og byggingarráð telur að skoða þurfi öryggiskröfur betur. Mikilvægt er að þeim möguleika sé haldið opnum að byggðasafnið geti nýtt húsið síðar meir og breytingar sem gerðar verða á húsnæðinu séu ekki óafturkræfar.

    • 1109222 – Reykjavíkurvegur 45 deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 10.01.2012 að augýsa breytingu á deiliskipulagi Norðurbæjar vegna lóðar nr. 45 við Reykjavíkurveg skv. uppdrætti dags. 25. nóvember 2011. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst skv. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.

      Guðrún Ólafsdóttir tekur sæti Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur á fundinum. Sigurbergur Árnason tekur við formennsku á fundinum.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umferðartalningu og hraðamælingum á Hraunbrún og Reykjavíkurvegi.

    • 1009150 – Straumsvík, Gasfélagið, nýtt deiliskipulag

      Gasfélagið ehf leggur 14.09.10 fram tillögu að deiliskipulagi, samkvæmt teikningum verkfræðistofunar Mannvits dags.09.09.2010. Um er að ræða nýtt deiliskipulag á áður ódeiliskipulögðu svæði. Skipulags- og byggingarráð óskaði 21.09.10 eftir umhverfismati áætlunar ásamt fylgigögnum þ.m.t. áhættumati, umsögn Brunamálastofnunar og Slökkviðliðs Höfuðborgarsvæðisins og Vinnueftirlits. Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn um málsmeðferð til Skipulagsstofnunar varðandi umhverfismat áætlunar. Lagt fram svarbréf Skipulagsstofnunar dags. 07.10.10 þar sem fram kemur að gasstöð í Straumsvík falli ekki undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Með tilvísan í 5. mgr. 9. greinar skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 telur Skipulagsstofnun Hafnarfjarðarbæ þó í fullum rétti að fara fram á að gerð verði grein fyrir áhrifum deiliskipulagsáætlunarinnar á umhverfi. Áður lögð fram öryggisúttekt Mannvits ehf. Lögð fram greinargerð Mannvits ehf um áhrif á umhverfi dags. 27.10.11, ásamt umsögnum Vinnueftirlits ríkisins dags. 14.10.11, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 21.10.11 og Mannvirkjastofnunar dags. 30.08.11. Lögð fram ný tillaga að deiliskipulagi dags. 08.02.12. Bæjarstjórn samþykkti 29.02.12 að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningarfundur á verkefnislýsingu og tillögunni var haldinn 08.03.12. Engar athugasemdir komu fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagið í auglýsingu skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi fyrir gasstöð í Straumsvík dags. 06.02.2012 verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fá framkvæmdaáætlun og að sýndur verði inngangur í stigahús fyrir næsta fund.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Tekin til umræðu notkun bátaskýlanna og framtíð svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að kanna notkun bátaskýlanna og gera kröfur um úrbætur þar sem þess er þörf.

    • 0804310 – Miðvangur 41 íbúð 205, breytingar

      Bréf barst frá Björgvini Kjartanssyni dags 15.03.2012 vegna íbúðar 205 við Miðvang 41, þar sem gerð er athugasemd við afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.03.12, sem vísaði því til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða svarbréf milli funda og óskar eftir því að úttekt verði gerð á breytingum í húsinu að Miðvangi 41.

    • 1203092 – Álfhella 9, fyrirspurn

      Tekin fyrir fyrirspurn Páls Poulsen frá 07.03.2012 sem óskar eftir leyfi fyrir atvinnu- og geymsluhúsnæði. Byggingin verður ein hæð með millilofti. Húsið verður staðsteypt, einangrað að innan og múrhúða samkvæmt teikningum Páls Poulsen dagsettar 07.03.2012. Skipulags- og byggingarfulltrúi tók neikvætt í steinsteypta girðingu á lóðamörkum og vísaði málinu til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir. Sjá meðfylgjandi athugasemdir.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Lögð fram fundargerð 5. fundar stýrihóps ásamt minnispunktum vinnuhóps um græn svæði.

      Lagt fram.

    • 1011407 – Hreinsunarátak iðnaðarsvæða 2010-2011

      Tekin til umræðu niðurstaða átaksins. Lagðar fram tillögur að viðurkenningu fyrir góðan árangur í hreinsun iðnaðarlóða. Viðurkenning er veitt eftirtöldum lóðum fyrir góðan árangur: Íshella 1,3 og 3a, Stapahraun 10 og Hvaleyrarbraut 20. Jafnframt er fyrirtækinu Furu þakkað fyrir góða frammistöðu í verkefninu. Afhending viðurkenningarskjala fer fram í Bungalowinu miðvikudaginn 11. apríl kl. 11:00.

      Lagt fram.

    • 1203181 – Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði

      Tekin til umræðu tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks frá næstsíðasta fundi:$line$Tillaga um átak í skráningu fasteigna í Hafnarfirði.$line$Í ljósi upplýsinga og umræðu síðustu vikur um misbrest á skráningu fasteigna í Hafnarfirði til Fasteignamats ríkisins (FMR) og í samræmi við bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í SBH þann 10.jan. sl. er lagt til að:$line$1. Starfsmaður eða starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar af skipulags- og byggingarsviði eða af öðru sviði bæjarins verði falið að skrá byggingarstig og notkun fasteigna í bænum þar til fullvissa er fengin fyrir því að allar fasteignir í Hafnarfirði eru rétt skráðar hjá FMR.$line$2. Að skráðar verði allar óskir skipulags og byggingarsviðs um breytingar á byggingarstigi fyrir árið 2011 og 2012.$line$3. Að skýrt komi fram í skráningu á hvaða byggingarstigi viðkomandi fasteign var þegar ósk um rétta skráningu er lögð fram, hvenær áætlað er að viðkomandi fasteign hafi verið tekin í notkun eða verið komin á byggingarstig 4 og 7, og hvenær rétt skráning hafi verið uppfærð hjá FMR.$line$4. Að fram komi hve áætlað tekjutap hafi verið fyrir Hafnarfjarðarbæ af rangri skráningu viðkomandi fasteignar.$line$5. Að verklagi við eftirliti á skráningu verði breytt þannig að sem réttust mynd fáist af skráningu fasteigna hverju sinni.$line$Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu aðgerða skv. liðum 1-3.$line$Áður lögð fram drög að svörum við tillögum. Frestað á síðasta fundi. Lögð fram verklýsing skipulags- og byggingarsviðs við skráningu byggingarstigs og matsstigs fasteigna.$line$

      Lagt fram.$line$$line$Skipulags- og byggingarsvið fagnar umræðunni og telur að nú séu þessi mál komin í betri farveg og að betur verði fylgst með réttri skráningu til framtíðar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir verkáætlun skipulags – og byggingarsviðs.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram meðfylgjandi bókun:$line$Eins og margoft hefur komið fram á síðustu vikum hefur verið verulegur misbrestur í skráningu á fasteignum í Hafnarfirði sem leitt hefur til verulegs tekjutaps fyrir Hafnarfjarðarbæ auk mismununar á álagningu fasteignagjalda á eigendur fasteigna í Hafnarfirði. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Skipulags- og byggingarráði felur í sér að umfang á rangri skráningu fasteigna og tekjutapi Hafnarfjarðarbæjar verði skráð á þann hátt að sjá má umfang málsins með skýrum hætti. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að Skipulags- og byggingarsvið hafi tekið á þessu máli og tekið sé undir eitthvað af tillögum Sjálfstæðisflokksins en afstaða meirihluta Skipulags- og byggingarráðs varðandi skoðun á tekjutapi bæjarins vegna misbrests á skráningu fasteigna er því vonbrigði þar sem meirihlutinn hefur talað fyrir gagnsæi og upplýsingaflæði stjórnsýslunnar til almennings.

Ábendingagátt