Skipulags- og byggingarráð

4. maí 2012 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 298

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri/skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 18.04.12, 25.04.11 og 02.05.12. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1204034 – Norðurbraut 31, Fyrirspurn

      Helgi Pjetur Jóhannsson leggur inn fyrirspurn um hvort leyft verði að byggja ris, 180-240 sm hátt ofan á íbúðarhús við Norðurbraut 31. Sjá meðfylgjandi ljósmyndir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina eins og hún liggur fyrir þar sem umfangið er mikið í þegar grónu hverfi.

    • 1204279 – Háabarð 4, fyrirspurn

      Magðalena Ósk Einarsdóttir Háabarði 4 leggur fram fyrirspurn um að skipta eigninni í tvær íbúðir. Athugasemd er gerð við fyrri afgreiðslu málsins, þar sem leiðbeiningarskyldu hafi ekki verið gætt. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 25.04.2012, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða málið milli funda.

    • 1202074 – Skipalón 1 - 19, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi ASK-arkitekta f.h. Fjarðarmóta ehf dags. 03.02.12 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Skipalón 1 – 19, þannig að leyft verði að byggja minni bílageymslur en samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að fá framkvæmdaáætlun og að sýndur verði inngangur í stigahús fyrir næsta fund. Þau gögn bárust og voru lögð fram. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurnina og heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að breytingu að deiliskipulagi í samræmi við lög nr. 123/2010. Lögð fram tillaga ASK-arkitekta að breytingu á deiliskipulagi dags. x.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda tillöguna í auglýsingu í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010 þegar leiðréttur uppdráttur berst.

    • 1203216 – Vesturgata 8, gistiheimili

      Princess Annie E. Björnsson sækir um gistileyfi fyrir Vesturgötu 8. Sjá meðfylgjandi gögn. Áður lagt fram minnisblað sviðsstjóra. Skipulags- og byggingarráð taldi 03.04.12 að skoða þyrfti öryggiskröfur betur. Mikilvægt væri að þeim möguleika sé haldið opnum að Byggðasafnið geti nýtt húsið síðar meir og breytingar sem gerðar verða á húsnæðinu séu ekki óafturkræfar.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu en vék að því loknu af fundi.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir byggingaráformin í samræmi við 11. grein mannvirkjalaga nr. 160/2010. Byggingarleyfi verður gefið út þegar skilyrði 1-4 liðar 13. greinar mannvirkjalaga hafa verið uppfyllt. $line$13. gr. Útgáfa byggingarleyfis.$line$ Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi: $line$ 1. Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu.$line$ 2. Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki. (Þ.m.t. samþykki slökkviliðs.)$line$ 3. Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.$line$ 4. Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.

    • 1112080 – Bjarkavellir 3, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, þannig að í stað þess að byggður verði grunn- og leikskóli við Bjarkavelli 3 verði verði byggður 4ra deilda leikskóli. Tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi dags. 08.02.12 var auglýst í samræmi við 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Engar athugasemdir bárust.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir deiliskipulagið og að afgreiðslu verði lokið samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókunar fulltrúa flokksins í Fræðsluráði 12. desember sl. og sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1204380 – Steinhella 10, stækkun lóðar fyrir gagnaver

      Tekin til afgreiðslu ósk Advania hf um stækkun lóðarinnar Steinhella 10. Sviðsstjóri gerði grein fyrir minniblaði þar sem fram kemur ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila Advania hf. að vinna breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Steinhellu 10 í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.

    • 1007025 – Norðurbærinn uppfærsla deiliskipulags

      Tekin fyrir að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að endurgerð deiliskipulags fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar, sem samþykkt var í fjárhagsáætlun 2009 og 2010 og unnin er á skipulags- og byggingarsviði. Áður lögð fram fornleifaskráning, sem send hefur verið til umsagnar fornleifaverndar ríkisins. Forstigskynningarfundur var haldinn 31.03.11. skipulagið verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Haldinn var kynningarfundur á auglýsingatíma, þar sem fornleifaskráning svæðisins var jafnframt kynnt. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og jafnframt breytt mörk eldra deiliskipulags fyrir Norðurbæinn þannig að sá hluti þess sem lendir utan nýja deiliskipulagsins standi áfram sem sérstakt deiliskipulag sbr. uppdrátt dags. 04.05.2012. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir endurgert deiliskipulag fyrir Norðurbæ Hafnarfjarðar ásamt uppdrætti með breyttum mörkum skipulagsins og að afgreiðslu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 10022261 – Skilti á bæjarlandi

      Tekin til umræðu “Samþykkt um skilti í lögsögu Hafnarfjarðar” sem samþykkt var í bæjarstjórn 29.03.2012.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði ásamt umhverfis- og framkvæmdasviði að gera tillögu að útfærslu hönnunar og uppsetningar almennra upplýsingaskilta í iðnaðarhverfum.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tilkynnt ákvörðun starfshóps um endurskoðun AH 2005-2025 um að haldinn verði kynningarfundur fimmtudaginn 10. maí á græna hluta aðalskipulagsins.

      Lagt fram.

    • 1204196 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005 - 2025, breyting vegna Hamranessnámu.

      Tekin fyrir ákvörðun sviðsstjóra um að haldinn verði kynningarfundur á breytingu á aðalskipulagi vegna Hamranesnámu ásamt deiliskipulagi námunnar, og að hann verði haldinn samtímis kynningarfundi á græna hluta endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar 10. maí n.k.

      Lagt fram.

    • 1111178 – Hamranesnáma, deiliskipulag

      Lögð fram verkefnislýsing fyrir deiliskipulag Hamranesnámu dags. 23.04.12.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða verkefnislýsingu. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag Hamranesnámu dags. 23.04.12.”

    • 1204385 – Vernd og orkunýting landsvæða, 727. mál til umsagnar

      Tekið fyrir erindi atvinnuveganefndar Alþingis dags. 25.04.12 þar sem vísað er til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál. Umsagnarfrestur er til berist 08.05.12.

      Skipulags- og byggingarráð vísar til fyrri umsagnar 15. nóvember 2011 og felur sviðsstjóra að senda hana til nefndarsviðs Alþingis.

    • 11021683 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024, Holtsgöng, nýr Landsspítali

      Lögð fram til kynningar skipulagstillaga ásamt umhverfismati vegna uppbyggingar við Landsspítala-Háskólasjúkrahús, breytingar á gatnaskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð gerir engar athugasemdir við tillöguna.

    • 11023037 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, Holtsgöng

      Tekið fyrir erindi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísað er til umsagnar tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 hvað varðar Holtsgöng, breytingar á gatnaskipulagi og breytingar á byggingarmagni á byggðasvæði nr. 5, Landsspítalalóð.$line$

      Skipulags- og byggingarráð gerir engar athugasemdir við tillöguna.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu tillaga starfshóps SSH skipuðum skipulagsfulltrúum sveitarfélaganna um aðferðafræði, sem vísað er til umsagnar sveitarfélaganna. Bæjarráð fól skipulags- og byggingarráði að gera umsögn um málið til bæjarstjórnar.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu starfshóps SSH.”

    • 1204394 – Hreinsun í nýjum íbúðarhverfum

      Tekin til umræðu tillaga um hreinsun vegna byggingarframkvæmda í nýjum íbúðarhverfum: Völlum 5 og 6, Áslandi 3, Norðurbakka og Lónshverfi (Skipalóni).

      SBH samþykkir að setja í gang sérstak hreinsunarátak vegna byggingarframkvæmda í nýjum íbúðarhverfum: Völlum 5 og 6, Áslandi 3, Norðurbakka og Lónshverfi (Skipalóni). Átakið standi yfir í 6 mánuði og sérstök áhersla verður lögð á frágang byggingarsvæða. Framkvæmd verkefnisins verði með svipuðu hætti og hreinsunarátak á iðnaðarsvæðum sem nú er lokið. Með þessu átaki er jafnframt vakin athygli framkvæmdaðila á 15. kafla nýrrar byggingarreglugerðar sem tók gildi í lok janúar 2012 sem fjallar um frágang á byggingarstað og förgun efnis. Sviðsstjóra falið að gera áætlun um framkvæmd fyrir næsta fund.

    • 0912139 – Reykjanesbraut, gatnamót við Straumsvík

      Lögð fram fornleifaskráning Katrínar Gunnarsdóttur fornleifafræðings sem unnin var fyrir deiliskipulagið.

      Lagt fram.

    • 1107116 – Landsskipulagsstefna

      Lagður fram tölvupóstur Skipulagsstofnar dags. 02.05.12 sem sendir til umsagnar fyrstu drög að yfirliti yfir stefnu stjórnvalda í einstökum málaflokkum sem varða landnotkun. Yfirlitið er lagt til grundvallar við mótun landsskipulagsstefnu og markmiðið er að það verði til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð. Umsagnarfrestur er til 1. ágúst næstkomandi.$line$

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að umsögn.

Ábendingagátt