Skipulags- og byggingarráð

14. maí 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 322

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30.04.13 og 08.05.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

      Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa anddyri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V.Bjarnasonar dag.22.03.13. Frestað á síðasta fundi.

      Á hluta Hverfisgötu er skilgreind hverfisvernd í deiliskipulagi og telur ráðið að fara þurfi varlega í breytinga á húsum sem liggja að götu einnig á þeim svæðum sem ekki eru þegar hluti af deiliskipulögðu svæði. Af þeim sökum er óskað eftir frekari kynningu á tillögunni á næsta fundi. Jafnframt er starfsmönnum Skipulags – og byggingarsviðs falið að taka saman upplýsingar um stækkun nærliggjandi húsa miðað við upphaflega stærð.

    • 1305073 – Hverfisgata 28, fyrirspurn

      Ólafur Kolbeinn Guðmundsson leggur 07.05.13 fyrirspurn um að stækka íbúð á jarðhæð. Ofan á stækkun kemur þaksvalir fyrir íbúð á jarðhæð við hverfiagötu. Skissur fylgja með. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir enda í ósamræmi við gildandi deiliskipulag.

    • 1305067 – Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi

      Borgar Þorsteinsson sækir um að breyta deiliskipulagi samkvæmt uppdráttum frá Kára Eiríkssyni dags. 07.01.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Afgreiðslu erindisins er frestað uns álit Minjastofnunar liggur fyrir.

    • 1303013 – Brekkugata 22, byggingarleyfi breyting

      Sigurður B.Stefánsson sækir 28.02.13 um að gera eina íbúð í tvíbýlishúsi sjá meðfylgjandi gögn. Samkvæmt teikningum Stefáns Arnar Stefánsonar dags.16.08.12. Undirskriftir nágranna bárust 05.03.2013. Nýjir uppdrættir bárust 30.4.2013. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar breytingar á húsinu í samræmi við erindið, að undanskilinni byggingu sólstofu. Vísað er í að nýtingarhlutfall lóðarinnar yrði mun hærra en í nágrenninu. Í deiliskipulagi sem er í vinnslu er gert ráð fyrir lægra nýtingarhlutfalli.

    • 1304508 – Sólvangssvæði norður, fyrirspurn

      Höfn-öldrunarmiðstöð leggur 26.04.13 inn fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi á Sólvangssvæði norður. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 30.04.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að arkitektinn kynni erindið á næsta fundi.

    • 1305015 – Reykjavíkurvegur 58,Fyrirspurn

      Þorleifur Magnússon leggur 03.05.13 fyrirspurn um byggingu um bílaþvottastöð á baklóð skeljungs við Reykjavíkurveg 58. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið, þar sem það samræmist ekki rammaskipulagi fyrir svæðið, sem gerir ráð fyrir íbúðarbyggð á næstu lóð.

    • 1305068 – Súfistinn, Strandgata 9, Fyrirspurn

      Dis 12 ehf. leggur fram 06.05.13. fyrirspurn um heimild til þess að endurbæta útirými við Súfistann Strandgötu 9. Sjá nánari fylgigögn unnin af AOK-arkitektum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 08.05.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      SBH tekur jákvætt í fyrirspurn um að skerma betur af útisvæði við Súfistann við Strandgötu með það markmiði að endurbæta mannlíf í miðbænum. Þó bendir ráðið á að of háir skjólveggir geti myndað vindstreng og leggur til lægri útfærslu skjólveggja, sem verði ekki hærri en 1,2 m, en jafnframt verði tryggð loftun um veggina. Þá verði gert ráð fyrir að hægt sé að fjarlægja skjólvegg við götu yfir vetrartímann frá 1. október til 1. maí ár hvert. Nánari útfærsla verði unnin í samráði við skipulags- og byggingarsvið. Varðandi framkvæmdir við endurnýjun hellna á umræddu svæði gerir SBH ekki athugasemdir en bendir á að þær framkvæmdir þurfi að gera í samráði og samvinnu við Umhverfi og framkvæmdir og skal umsækjandi bera kostnað af þeirri framkvæmd.

    • SB050323 – Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur

      Sveinn Bjarki Þórarinsson kynnir mastersverkefni í arkitektúr, sem fjallar um nýtingu byggingar á Drafnarreitnum.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Sveini Þórarinssyni kærlega fyrir kynninguna.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri kynnir stöðu vinnunnar, umferðarspá og athugun á nýrri legu Ofanbyggðavegar. Kynnt drög að húsverndunarstefnu og úrfærslu húsverndunar í aðalskipulaginu.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1304546 – Strenglögn frá Vatnsskarðsnámum til Krísuvíkur

      Guðmundur Steinn Guðmundsson sækir 26.04.13 f.h. HS-Veitna um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu háspennustrengs frá Vatnsskarðsnámu til Krýsuvíkur.

      Frestað.

    • 1304486 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins breyting vegna endurskoðunar aðalskipulags Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga

      Tekið fyrir erindi Hrafnkels Proppe f.h. Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu barst í tölvupósti 23.04.13. Óskað er eftir umsögn Hafnarfjarðar varðandi breytingar á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur og fleiri sveitarfélaga. Óskað er eftir umsögn 21. maí eða fyrr. Bæjarráð vísaði 02.05.13 erindinu til umsagnar Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan verði auglýst og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarráðs:$line$Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkir að tillagan verði auglýst. Hafnarfjörður telur þær áherslur á þéttingu byggðar og vistvæna nálgun sem fram koma í aðalskipulagi Reykjavíkur vera mjög jákvæðar. Hins vegar má benda á, að sú stefna að 90% íbúða verði byggðar á núverandi svæðum innan Reykjavíkur og reikna má með að 50% íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði byggðar í Reykjavík, vekur spurningar um eftirspurn og dreifingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. $line$Hafnarfjörður fagnar þeim fyrirætlunum Kópavogs að friða strendur í Skerjafirði og Kópavogi.$line$Hafnarfjörður telur enn fremur að mjög varlega þurfi að fara í allar framkvæmdir á Þríhnúkasvæðinu, þar sem umferð mun aukast til muna verði af þeim framkvæmdum. Mikilvægt er að olíuflutningabílum sé ekki beint á Bláfjallaveginn, og er lagt til að Reykjavík og Hafnarfjörður loki veginum fyrir slíkri umferð. Hafnarfjörður hefur áður beint því til Vegagerðarinnar að mikilvægt sé að laga axlir Bláfjallavegarins til að lágmarka skaða af husanlegri bílveltu þar.

    • 1203412 – Lónsbraut, bátaskýli

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Í ljós hefur komið að sum bátaskýlanna eru notuð fyrir aðra starfsemi, svo sem bílaverkstæði, sem er ekki í samræmi við aðalskipulag, þar sem svæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs og tillaga að svörum við athugasemdum sem Skipulags- og byggingarráð samþykkti á síðasta fundi. Lagður fram leiðréttu uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að ljúka málinu með vísan til 41. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:” Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi við Suðurhöfn vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1304182 – Ráðhústorg grænkun

      Tekið til umræðu hugmyndir skipulags- og byggingarráðs um hvernig megi bæta umhverfi torgsins og auðga þar mannlíf.

      Skipulags- og byggingarráð velur tillögu a sem tilraunaverkefni frá 15.júní-15.ágúst. Skipulags- og byggingarsviði er falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við framkvæmdasvið og að kynna hugmyndina fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Þá þurfi að skoða betur útfærslu á sumarmarkaði. Einnig er lagt til að samráð og samvinna verði höfð við skógrækt Hafnarfjarðar.

    • 1104091 – AÍH, íþróttasvæði

      Tekið til umræðu umfang aksturssvæðis í landi Skógræktar ríkisins við Krýsuvíkurveg. AÍH hefur leitað eftir samkomulagi við Skógrækt ríkisins um afnot af landi í samræmi við greinargerðina. Skógrækt ríkisins óskar eftir að vita afstöðu Hafnarfjarðarbæjar til málsins. Fulltrúar AÍH mæta á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar fyrir kynninguna.

Ábendingagátt