Skipulags- og byggingarráð

27. ágúst 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 327

Mætt til fundar

  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Ólafsdóttir varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri Skipulags- og byggingarsviðs
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 14.08.13 og 21.08.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1305184 – Deiliskipulag svæðis norðan Hvaleyrarbrautar.

      Tekið til umræðu ástand svæðis sem afmarkast af Lónsbraut, Óseyrarbraut, Fornubúðum, Hvaleyrarbraut og bátaskýlasvæði. Lögð fram umsögn Hafnarstjórnar dags. 13.08.13.

      Lagt fram.

    • 1307264 – Austurgata 47, fyrirspurn

      Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon leggja 31.07.13 fram fyrirspurn um að endurreisa vinnuhús við götuna, gera tengibyggingu milli framhúss og bakhúss og millibyggingu sem tengir húsin saman. Einnig að reisa útbyggingu á annarri hæð þar sem stigahúsið var. Fyrirspurnarteikning og greinargerð fylgir með. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviðið að skoða betur umfang og hlutfall nýbygginga miðað við gildandi skipulag og taka saman fekari upplýsingar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjendur láti vinna breytingu að deiliskipulagi þó þannig að hámarksnýtingarhlutfall verði ekki hærra en 0.83.

    • 1307249 – Ásvellir 1 myndskreyting á Haukahúsi

      Tekið fyrir að nýju erindi N1, sem sendir inn fyrirspurn um að setja upp myndskreytingar á Haukahúsið á þær hliðar sem snúa að sjálfsafgreiðslustöð N1. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að ræða nánar við umsækjanda og lóðarhafa um málið.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina með þeim fyrirvara að samþykki eigenda liggi fyrir.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs um að hefja deiliskipulag svæðis í Seltúni til að bæta ferðamannaaðstöðu á svæðinu. Styrkur 1 milljón kr fékkst frá ferðamálasjóði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu deiliskipulags svæðis í Seltúni.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að hefja vinnu við gerð deiliskipulags svæðis í Seltúni í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Lagðar fram lýsingar á umhverfisskýrslum dags. 23.05.13 fyrir báða hluta deiliskipulagsins og umsögn Skipulagsstofnunar um þær dags. 12.07.13.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðar lýsingar á umhverfisskýrslum og að meðferð málsins verði skv. 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lýsingar á umhverfisskýrslum fyrir deiliskipulag Reykjanesbrautar, annars vegar frá Kaldárselsvegi til Strandgötu og hins vegar frá Strandgötu að Krýsuvíkurvegi, báðar dagsettar 23.05.13, og að meðferð málsins verði skv. 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1308062 – Skipulagslög nr. 123/2010, umsagnarbeiðni

      Tekið fyrir að nýju bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 06.08.13, þar sem vísað er til umsagnar drögum að frumvarpi að breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010. Umsagnarfrestur er til 06.09.13. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

    • 1301141 – Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, tillaga

      Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 20.09.13.

      Lagt fram.$line$Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn um skipulagið.

    • 1107097 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, endurskoðun

      Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 20.09.13

      Lagt fram.$line$Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn um skipulagið.

    • 1308352 – Plannord, norræn ráðstefna um skipulag

      Sviðsstjóri skýrir frá umfjöllunarefnum ráðstefnunnar.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir ráðstefnunni.

Ábendingagátt