Skipulags- og byggingarráð

9. september 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 328

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður
  • Jón Ólafsson varamaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 28.08.13 og 04.09.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. Skipulags- og byggingarráð fól Skipulags- og byggingarsviði að afla frekari gagna á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarsviði falið að ræða við hönnuð. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

    • 1301142 – Kaplakriki, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga Batterísins ehf dags. 29.08.13 að deiliskipulagi við svæðið.

      Samkvæmt tillögunni kemur fram að alls er gert ráð fyrir að á íþróttasvæðinu verði 255 bílastæði. Óskað er upplýsinga um hámarksnýtingu svæðisins á háannatíma annars vegar og þegar aðeins helmingur mannvirkja eru í notkun. Ef reiknað er með samnýtingu stæða þá þarf að gera grein fyrir því á skýringaruppdrætti sem og öryggisaðkomum slökkvi- og sjúkrabíla.$line$SBH felur sviðinu að kanna nýtingarhlutfall á íþróttasvæðum á höfuðborgarsvæðinu til samanburðar fyrir næsta fund.

    • 1309138 – Sólvangssvæði norður, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga Arkitekta Á Stofunni dags. 28.08.13 að deiliskipulagi svæðisins.

      Lagt fram til kynningar. Sigurður Haraldsson settur sviðsstjóri Umhverfis- og framkvæmdasviðs kom á fundinn og gerði grein fyrir ástandi bygginga.

    • 1307133 – Suðurhvammur 15, fyrirspurn

      Sigfús Þór Magnússon og Elísabet Valgeirsdóttir gera fyrirspurn þann 9. 7.13 um lokun svala sjá meðf.uppkast af teikningum. Viðbótargögn bárust 23.08.13. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.08.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Óskað er eftir leiðréttum gögnum sem uppfylli skilyrði byggingareglugerðar. Lögð er áhersla á að svalalokun sé í samræmi við stíl húss, gluggagerð og efnisnotkun

    • 1308523 – Klukkuvellir 23-27, fyrirspurn

      Ás styrktarfélag leggur inn fyrirspurn hvort samþykkt yrði deiliskipulagsbreyting skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 26. ágúst 2013 frá AVH. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 28.08.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1308589 – Klukkuvellir 1, Fyrirspurn

      Ástak ehf leggur 30.08.13 inn fyrirspurn um að minnka íbúðir og fjölga um eina, sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð getur ekki fallist á undanþágubeiðni frá gildandi byggingarreglugerð, en tekur jákvætt í að fjölga um eina íbúð. Bent er á að það þarf að breyta deiliskipulagi.

    • 1309130 – Bæjarhraun 14 bílastæði

      Jón Gestur Hermannson óskar með tölvupósti dags. 04.09.13 eftir því fyrir hönd HS Veitna hf, kt. 431208-0590, að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta við nokkrum bílastæðum á móts við húseignina Bæjarhraun 14, en á undanförnum árum hafa HS-veitur nokkrum sinnum bent á þörf fyrir fleiri bílastæði við húsið. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Nýlega var unnið að breytingu á deiliskipulagi fyrir Bæjarhraun vegna hjólastígs sem nú er verið að leggja handan húsagötu. Ekki er sem stendur unnt að verða við beiði um fleiri bílastæði á bæjarlandi en í deiliskipulagstillögu er áfram gert ráð fyrir bílastæðavösum á svæðinu og stæðum fjölgað milli Fjarðargötu og Bæjarhrauns. Fekari deiliskipulagsbreytingar bíða heildarendurskoðunar á deiliskipulagi fyrir svæðin ofan við Bæjarhraun.

    • 1301141 – Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024, tillaga

      Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 20.09.13. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipualgs- og byggingarráð tekur undir umsögn sviðsstjóra og gerir að sinni.

    • 1107097 – Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, endurskoðun

      Lögð fram tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 20.09.13. Lögð fram tillaga sviðsstjóra að umsögn.

      Skipulags- og byggingarsvið tekur undir umsögn sviðsstjóra með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu vinnu við aðalskipulagið.

      Lagt fram.

    • 1001145 – Hávaðakort samkv. tilskipun EU 2002/49/EC og skrá yfir stóra vegi

      Tekin til umræðu kortlagning hávaða og drög að aðgerðaráætlun skv. 11. grein reglugerðar nr. 1000/2005. Kortlagningin og aðgerðaráætlunin voru auglýst til kynningar. Athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar við athugasemd, samþykkir aðgerðaráætlunina og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir aðgerðaráætlun skv. 11. gr. reglugerðar nr. 1000/2005.”

    • 1309139 – Uppsetning siglingamerkis, gjöf frá Cuxhvaven

      Lagt fram erindi Cuxhavenfélagsins um uppsetningu “Kugelbake” (siglingarmerkis) frá stjórn vinabæjarfélagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður í Hafnarfirði, varðandi fyrirhugaða 25 ára afmælisgjöf frá vinabæjarfélaginu í Cuxhaven.$line$

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða og vinna tillögu að því hvernig hægt sé að koma merkinu fyrir á lóðamörkum við gömlu Flensborgarlóðina/hafnarbúðirna. Þannig gæti merkið markað innkomu að Hafnarsvæðinu með afgerandi hætti og notið sín sem táknrænn innsiglingaviti um vinarbæjarsamband Hafnarfjarðar og Cuxhaven.

    • 1308543 – Kaldárselsvegur J1. Stöðuleyfi

      Magnús Jónsson sækir 28.08.13 um stöðuleyfi fyrir gám að Kaldárselsvegi J1. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 04.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð veitir stöðuleyfi fyrir geymslugámi til eins árs.

    • 1305286 – Vellir umhverfismál

      Tekið til umræðu á ný náttúrulegt og manngert umhverfi á Vallasvæðinu.

      Skipulags- og byggingarsviði í samvinnu við Umhverfi og framkvæmdir falið að taka saman hönnunargögn og hugmyndir um hvernig hægt sé að auka gróður og græn svæði við aðkomum Vallarhverfis, einkum meðfram Vallarbraut svo hægt sé að vinna að nánari áfangaskiptingu verkefnisins og kostnaðarmeta einstaka verkþætti.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna þvi að átak verði gert í þessum efnum enda í samræmi við áherslur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram um að klára frágang í þeim hverfum sem eru að byggjast upp áður en uppbygging hefst í nýjum hverfum.

Ábendingagátt