Skipulags- og byggingarráð

27. september 2013 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 329

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 11.09.13, 18.09.13 og 25.09.13. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1305185 – Austurgata 22 og Strandgata 19, deiliskipulagsbreyting

      Costa Invest 520412-0260 sækja 17.05.13 um breytingu á deiliskipulagi samkv teikningum Kára Eiríkssonar dagsettar 03.04.13.Skipulags- og byggingarráð samþykkti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum. Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs að svörum við þeim. Skipulags- og byggingarráð fól Skipulags- og byggingarsviði að afla frekari gagna. Lögð fram breytt skipulagstillaga dags. x þar sem komið er á móts við athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið þar sem brugðist hefur verið við athugasemdum, og að málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarsviðs með áorðnum breytingum og gerir þau að sínum. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir lóðirnar Austurgötu 22 og Strandgötu 19 og málinu verði lokið skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.”

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir stöðu skipulagsvinnunnar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur á lýsingunni og deiliskipulagstillögunni þriðjudaginn 22. október nk.

    • 1308189 – Norðurbraut 41, fyrirspurn

      Þráinn Bertelsson leggur 15.08.13 fram fyrirspurn um að byggja viðbyggingu á norðurhlið hússins. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð fellst á umbeðið byggingarmagn en nánari útfærsla skal unnin í samvinnu við Skipulags- og byggingarsvið.

    • 1303183 – Hjallahraun - Fjarðarhraun gatnamót

      Tekið fyrir að nýju. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs frá 5. júli 2013. Undirbúningshópur umferðarmála samþykkir fyrirliggjandi tillögu og fól sviðinu að ræða við Vegagerðina um framkvæmdatíma.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillöguna og felur skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning deiliskipulags í samræmi við hana.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Lögð fram tillaga stýrihóps að endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2005-2025. Endurskoðuð greinargerð og aðalskipulagsuppdráttur

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda tillöguna til umsagnar ráða og sviða Hafnarfjarðarbæjar. Umsögnum skal skila eigi síðar en 14. október 2013.

    • 1306050 – Krýsuvík-Hafnarfjörður ljósleiðaratenging

      Emerald Networks sendi inn fyrirspurn um lagningu ljósleiðara frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.06.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs sem óskaði eftir frekari upplýsingum um hvar ætti að leggja ljósleiðarann. Þær upplýsingar hafa borist með bréfi dags. 12. júlí 2013. Óskað var eftir umsögn minjaverndar á afgreiðslufundi skipulags og byggingarfulltrúa þann 15. ágúst sl. Umsögn minjaverndar barst. 13. september 2103. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.09.2013, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lagningu ljósleiðara og undirstrikar það sem kemur fram í umsögn Minjastofnunar um verndun fornminja og að ítrustu varðúðar sé gætt við allt jarðrask og það lágmarkað eins og kostur er. Þá skal framvæmdaraðili hafa samráð við Minjastofnun um lagningu ljósleiðara.

    • 1309562 – Tjarnarvellir óskilgreint, lóðarumsókn

      Tekin til umfjöllunar umsókn Icelandair um breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 ásamt gerð deiliskipulags fyrir lóð milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1. Svæðið er skilgreint sem blanda af stofnanasvæði og opnu svæði til sérstakra nota.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagi svæðisins í samráði við skipulags- og byggingarsvið. $line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnin verði breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 – 2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla 15 og Selhellu 1, þannig að svæðið verði skilgreint sem athafnasvæði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hafin verði gerð deiliskipulags fyrir svæðið.”

    Fundargerðir

    • 1304023F – Undirbúningshópur umferðarmála - 67

      Lögð fram fundargerð Undirbúningshóps umferðarmála dags. 09.09.2013.

      Lagt fram.

Ábendingagátt