Skipulags- og byggingarráð

11. febrúar 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 340

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 30.01.14 og 05.02.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1310308 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting á svæði við Ásbraut

      Tekin til umræðu tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu. Lagt er til að landnotkun verði breytt úr blandaðri notkun opinberar stofnanir og opið svæði til sérstakra nota í athafnasvæði, og tengist það þá svæðinu Selhraun norður. Skipulagslýsing var samþykkt af bæjarstjórn og hefur hlotið meðferð samkvæmt 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að breytingunni dags. 07.10.2013. Haldinn var kynningarfundur á skipulagstillögunni 18.11.13. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst skv. 31, grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 hvað varðar svæði norðan Ásbrautar milli Tjarnarvalla og Selhellu dags 07.10.2013 og að málinu verði lokið skv. 32. grein skipulagslaga nr. 123/2010″.

    • 1310317 – Selhraun norður stækkun, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga VA-arkitekta dags. 2. desember 2013 að breytingu á deiliskipulagi fyrir Selhraun Norður. Mörk norðurhluta svæðisins eru færð til austurs og ný lóð stofnuð. Stefna og almennir skilmálar fyrir Selhraun Norður gilda fyrir sækkun svæðisins. Skipulagstillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu þar til breyting á aðalskipulagi fyrir svæðið hefur verið staðfest.

    • 1401195 – Betri Hafnarfjörður, Göng undir Hjallabraut.

      Göng undir Hjallabraut $line$$line$Þegar börn í Engidalsskóla ná 10 ára aldri hættir skólaganga þeirra í starfsstöðinni í Engidal og fara þau þá yfir í Víðistaðaskóla. Stór hópur barna í hverfinu þarf því að fara yfir Hjallabrautina a.m.k. tvisvar sinnum á dag til að sækja skóla. Hjallabrautin er einnig stofnæð og þrátt fyrir hraðahindranir á veginum sem ætlað er að koma í veg fyrir of mikinn hraða bíla getur það að mínu mati ekki verið forsvaranlegt að ekki sé í boði örugg leið fyrir þennan stóra hóp barna að sækja skóla.$line$

      Þegar Engidalsskóli og Víðistaðaskóli voru sameinaðir var farið í aðgerðir við að tryggja öryggi gangandi vegfarenda yfir Hjallabrautina. Einnig hafa nýverið verð gerðar kannanir á umferð yfir götuna og þótti ekki ástæða til að aðhafast frekar. Ný göngutenging myndi kalla á gönguljos og þarf þá að huga að göngutengingum beggja megin við. Að svo stöddu er ekki hægt að verða við beiðni um undirgöng undir Hjallabraut sem vissulega myndi auka enn frekar umferðaöryggi á svæðinu en þess í stað verði skoðað hvernig auka megi merkingar þverana fyrir götuna.

    • 1308280 – Hvannavellir - umferðaröryggismál

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.01.14 og 23.01.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010. Undirbúningshópurinn leggur til að erindið verði skoðað í samhengi við heildar skoðun á aðkomum að hverfunum og strætóleiðum og vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að gera tillögu að útfærslu og endurbótum á annars vegar hraðahindrunum á Hvannavöllum og möguleikum á öðrum útfærslum í samvinnu við strætó BS sem ekur um Hvannavelli í dag.

    • 1311374 – Reykjavíkurvegur - aðgengi að stoppistöð Strætó

      Lagt fram erindi Valitors varðandi aðgengi að að vinnustaðnum. Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skoðunar í undirbúningshóp umferðarmála. Undirbúningshópurinn vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Jafnframt er lagt til að biðstöðin við Hólshraun verði skoðuð með tilliti til frágangs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði að hefja undirbúning að breytingu á deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Stekkjarhrauni, Dalshrauni og Reykjavíkurvegi með sérstakri áherslu á göngu- og hjólreiðastígatengingar. Skipulags- og byggingarráð tekur undir að skoða biðstöðina við Hólshraun með tilliti til frágangs og jafnframt hvort fjölga eigi biðstöðum við Reykjavíkurveg og felur Umhverfis- og framkvæmdasviði að skoða slíka möguleika.

    • 1402039 – Glitberg, breyting á götu

      Óskað er eftir breytingum á götunni Glitberg af hálfu bæjarins vegna fjölgunar íbúa í götunni. Nánari skilgreining í meðfylgjandi bréfi dags. 26.1.2014. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 05.02.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjendur og skoða deiliskipulag svæðisins ásamt eignarhaldi á lóðunum.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Skipulags- og byggingarráð ákvað 17.12.13 að senda tillöguna til umsagnar til stjórnar Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar. Umsagnirnar hafa borist.

      Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu að breytingu á texta þannig að heimilt verði að reisa hús allt að 500m2 og með nýtingarhlutfalli allt að 0,3. Einnig verði gerð grein fyrir stækkun rútustæða og nánari skilmálar fyrir byggingar og byggingarefni. $line$$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan verði auglýst með áorðnum breytingum samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1401192 – Betri Hafnarfjörður, Leikvöll í nýja Ásland 3

      Hugmynd af vefsvæðinu “Betri Hafnarfjörður” um að setja leikvöll í Ásland 3. Skipulags- og byggingarsvið kynnir hugmynd að leikvelli í norðurhluta svæðisins.

      Í samþykktu deiliskipulag fyrir Ásland 3 er gert ráð fyrir 2 leikvöllum. Framkvæmdum við leikvellina er vísað til Umhverfis- og framvæmdaráðs sem setur fram áætlun um frágang í hverfum í samræmi við skipulag. Þá telur SBH æskilegra að fara fyrst í framkvæmd leikvallar sem er nær Áslandi 2.$line$Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdasviðs og framkvæmdaáætlunar.

    • 1306244 – Hamarsbraut 12, deiliskipulagsbreyting

      Tekið til umræðu.

      Tekið til umræðu.

    • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

      Haraldur Sigfús Magnússon og Erla Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ásamt mælingum á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að nýju lóðarblaði í samræmi við umræður á fundinum..

    • 1210290 – Nordic Built

      Formaður gerir grein fyrir framhaldi samstarfsverkefnisins Nordic Built, sem snýst um borgarskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra og bæjarstjóra að ganga frá undirritun sjálfbærnisáttmála Nordic Built.$line$$line$Greinagerð með afgreiðslu:$line$Nordic Built er eitt af svokölluðum kyndilverkefnum Norræna Nýsköpunarsjóðsins sem upphaflega átti aðeins standa yfir í 3 ár eða frá 2011-2014. Markmið verkefnisins var að auka sjálfærni og samkeppnisforskot byggingarmarkaðarins á Norðurlöndunum og auka samvinnu þvert á fræði-/fagreinar og landamæri. Óhætt er að segja að verkefnið hafi tekist vonum framar og hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem og opinberir aðilar eins og sveitarfélög þegar skrifað undir sjálfbærnisáttmála Nordic Built sem er leiðandi stef í verkefninu og fjármögnun þeirra verkefna sem það hefur styrkt en alls voru úthlutað 2.8 milljörðum til 13 verkefna í fyrri áfanga þess. Í lok árs 2013 tók norræna ráðherranefndin ákvörðun um að halda verkefninu áfram undir formerkjum Nordic Built 2.0 og nú með áherslu á vistvænt borgarskipulag og er nú um að ræða verkefni til þriggja ára. Það er ekki síst á þessum grunni sem Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar felur sviðsstjóra Skipulags- og byggingarsviðs og bæjarstjóra að undirrita sjálfbærnisáttmálann, sem felur ekki í sér neinar fjárhagslegar skuldbindingar heldur er leiðarsljós í þeirri vinnu sem unnin er að hálfu bæjarins í skipulags- og byggingarmálum og samræmist þeim grunnmarkmiðum sem sett eru fram í m.a. aðalskipulagi og umverfis- og auðlindastefnum um áherslur á sjálfbærni í störfum og verkum sem unnin eru á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Með því að undirskrifa sáttmálann þá kemst Hafnarfjörður í hóp fjölmargra framsækinna sveitarfélaga og annarrra aðila sem starfa á Norrænum byggingarmarkaði og gefur tækifæri til þátttöku samstarfsverkefna um vistvænt borgarskipulag í samvinnu við sveitarfélög og framkvæmdaaðila á Norðurlöndunum.

    • 1402141 – Íbúðir í byggingu, stöðumat

      Tekið til umræðu hversu margar íbúðir eru í byggingu í Hafnarfirði ásamt byggingarstigi þeirra.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggarsviði að taka saman yfirlit yfir hversu margar íbúðir eru í byggingu í Hafnarfirði ásamt byggingarstigi þeirra. Jafnframt verði uppfært skjal um lausar lóðir.

    • 1201082 – Skólaskipan í Hafnarfirði

      Tekið fyrir erindi frá fræðsluráði, þar sem lögð voru fram bréf annars vegar frá foreldraráði Hraunvallaskóla, leikskóla ásamt undirskriftalistum foreldra barna í Hraunvallaskóla, leikskóla og hins vegar bréf frá foreldrafélagi leikskólans Hvamms ásamt bæklingi um Vitaborg og Hamarsborg.$line$Ennfremur lögð fram mynd af skólasvæði Hraunvallaskóla.$line$Fræðsluráð samþykkti erindið samljóða en þær krefjast deiliskipulagsbreytingar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna breytingu á deiliskipulagi annars áfanga Valla þar sem gerður verði byggingarreitur á lóð sem ætluð var til síðari þarfa og grenndarkynna breytinguna samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanleg staðsetning húsa verði ákveðin í samráði við skipulags- og byggingarsvið.$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir erindið en vísa til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Fræðsluráði 10. febrúar sl.

    Fundargerðir

    • 1309012F – Undirbúningshópur umferðarmála - 68

      Fundargerð 68 fundar Undirbúningshóps umferðarmála tekin til kynningar og umræðu. Tveimur málum var vísað til Skipulags- og byggingarráðs.

      Lagt fram og rætt.

Ábendingagátt