Skipulags- og byggingarráð

22. apríl 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 345

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 09.04.14 og 16.04.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr.160/2010.

      Lagt fram.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar heildarendurskoðun.

      Tekin til umræðu tillaga að Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, greinargerð, uppdrættir og umhverfisskýrsla. Skipulagið var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Áður lagðar fram innkomnar athugasemdir. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á þeim með tillögu að svörum.

      Skipulags- og byggingarráð ákveður að halda aukafund mánudaginn 28. apríl nk. til að afgreiða aðalskipulag með tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar.

    • 1404192 – Staða skipulagsverkefna 2014

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu skipulagsverkefna.

      Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

    • 0701357 – Miðbær, framtíð og skipulag

      Rætt um fundi um miðbæjarskipulag og áherslur þar og mögulega dagsetningu og framkvæmd.

      Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu eftir umræðu.$line$$line$$line$Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:$line$Bílastæði fyrir framan Venusarhús, Strandgötu 11, verði færð hinum megin götunnar, steyptir stólpar fjarlægðir en blómakerjum og bekkjum komið fyrir í staðinn. Þetta er gert til fegrunar og í því skyni að fjölga möguleikum til útiveru og auka mannlíf sólarmegin á Strandgötunni. Einnig er lagt til að hringakstri á bílaplani við Fjörð og Hafnarborg verði hætt tímabundið í sumar og svæði fyrir framan listasafnið afmarkað, með blómakerjum, skilrúmum oþh. og gert aðlaðandi og aðgengilegt til útiveru.$line$$line$Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja að það sé tímabært að endurskoða deiliskipulag fyrir miðbæ Hafnarfjarðar og þar á meðal fyrirkomulag umferðar í miðbæ. Slika vinnu þarf að vinna á grundvelli deiliskipulagsbreytingar og með aðkomu íbúa og annarra hagsmunaaðila á svæðinu. Þá þarf að gera ráð fyrir kostnaði við framkvæmdir af þessum toga. Þess vegna leggjum við til að þetta verði skoðað í vinnu við nýtt deiliskipulag miðbæjar ásamt fleiri þáttum. Hins vegar er jákvætt að huga betur að fegrun miðbæjar með blómakerjum og er þeim tilmælum beint til Umhverfis- og framkvæmdaráðs að skoða útfærslu á þeim hluta.

    • 1404124 – Betri Hafnarfjörður, Reykjanesbraut í jarðgöng undir Hafnarfjörð

      Jarðgöng fyrir Reykjanesbrautina sem myndu byrja e-h staðar hjá Álverinu og kæmu upp hjá Ikea í Kauptúni og tengjast þar Reykjanesbrautinni. Erindi frá vefsíðunni Betri Hafnarfjörður.

      Ekki er talið raunhæft að gera ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði færð í jarðgöng eins og lagt er til. Slík framkvæmd er afar dýr lausn, og hefur tvövöldun brautarinnar nú þega verið samþykkt í skipulagi og gert er ráð fyrir þeim framkæmdum í áætlunum Vegagerðar á næstu árum. Hins vegar myndi þessi lausn vissulega auka tengingu einstakra hverfa og auka landrými í Hafnarfirði. Hins vegar er þetta afar dýr framkvæmd og þar sem Reykjanesbraut er skilgreind sem þjóðvegur sem fer í gegnum þéttbýli þyrfti svona lausn að vinnast í samvinnu við ríkisvaldið sem bæri kostnað af framkvæmdinni. Þá þarf að gera ráð fyrir að samgönguás/borgarlina höfuðborgarsvæðinsins fari í gegnum Hafnarfjörð og er það mikilvægt fyrir bæinn að tengjast þeim samgönguás sem getur haft veruleg og jákvæð áhrif á uppbyggingu bæði byggðar og atvinnulífs á svæðinu.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar.

      Katrín Gunnarsdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir fornleifaskráningu og korti.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og frestar afgreiðslu en leggur áherslu á að ferlinu sé hraðað.

    • 1404191 – Lóð við Ölduslóð

      Tekið til umræðu hvort breyta eigi deiliskipulagi Öldutúnsskóla og nágrennis, þannig að reistur verði íbúðakjarni á lóð sem ætluð er fyrir leikskóla.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Fræðsluráðs. Í dag er lóðin skilgreind sem stofnanalóð samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman athugasemdir og drög að svörum við þeim.

    • 1404190 – Einivellir 3, deiliskipulagsbreyting

      Tekið til umræðu hvort breyta eigi deiliskipulagi 3. áfanga Valla, þannig að notkun Einivalla 3 verði breytt úr hjúkrunarheimili í íbúðarhús.

      Skipulags- og byggingarráð telur að þar sem nú þegar sé gert ráð fyrir lóð fyrir nýtt hjúkrunarheimili í Skarðshlíð sé ljost að ekki er þörf á að umrædd lóð sé skilgreind sem lóð fyrir hjúkrunarheimili. Sviðinu er falið að undirbúa deiliskipulagsbreytingu þar sem umrædd lóð verði skilgreind að nýju. Sama á við um lóðina Kirkjuvelli 12.

    • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

      Haraldur Sigfús Magnússon og Erla Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ásamt mælingum á lóðinni. Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að nýju lóðarblaði var grenndarkynnt í samræmi við 36. gr. laga nr. 123/2010.

      Frestað.

    • 1401789 – Landsskipulagsstefna 2015 - 2026

      Lögð fram greinargerð Skipulagsstofnunar dags. apríl 2014 með samantekt innkominna athugasemd við lýsingu landsskipulagsstefnu.

      Lagt fram.

    • 1404300 – Samgönguáætlun 2013-2016, 495. mál

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2013?2016, 495. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl.

      Sviðsstjóra er falið að gera umsögn og leggja fyrir næsta fund.

    • 1404301 – Skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulagslög (bótaákvæði o.fl.), 512. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 30. apríl. $line$

      Sviðsstjóra er falið að gera umsögn og leggja fyrir næsta fund.

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekið til umræðu hvort hefja skuli deiliskipulagsvinnu við tengingu Kaldárselsvegar við Reykjanesbraut.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að hefja vinnu við deiliskipulag vegna þessarar tengingar.

Ábendingagátt