Skipulags- og byggingarráð

23. maí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 348

Mætt til fundar

  • Sigríður Björk Jónsdóttir formaður
  • Guðfinna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason aðalmaður
  • Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður

Ritari

  • Ólafur Helgi Árnason skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 07.05.14, 14.05.14 og 21.05.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1405368 – Visthverfi (ekobyar) kynnisferð

      Sviðsstjóri greinir frá skoðunarferð sinni til Malmö, Lundar og nágrennis í Svíþjóð 15.-20. maí.

      Kynning.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagt fram minnisblað vatnsveitustjóra dags. 06.05.14.

      Lagt fram.

    • 0903127 – Bæjarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Hrafnistu

      Lagt fram samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti í samræmi við fyrri samþykktir bæjarstjórna Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

      $line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir Samkomulag um staðarmörk Hafnarfjarðar og Garðabæjar ásamt skýringaruppdrætti og felur bæjarstjóra undirritun samningsins f.h. Hafnarfjarðar.”

    • 1311187 – Strandgata 28, deiliskipulag Miðbæjar

      Tekin fyrir að nýju endurskoðuð tillaga KRARK arkitekta að deiliskipulagi lóðanna þar sem komið hefur verið til móts við ábendingar skipulags- og byggingarráðs. áður lögð fram viljayfirlýsing lóðarhafa og húsfélags Fjarðar um framkvæmd skipulagsins. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Framlengdum athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Kynningarfundur var haldinn 31.03.14. Áður lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags – og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags og gerir svör skipulags- og byggingarsviðs að sínum. Komið hefur verið til móts við athugasemdir varðandi útfærslu byggingar og að teknu tilliti til gildandi deiliskipulags frá árinu 2004. SBH leggur þá áherslu á að þegar teikningar komi til formlegrar meðferðar verði sérstaklega horft til atriða eins og samræmis og þess að skipta byggingunni upp í 3 mismunandi einingar frá Strandgötu. Jafnframt lögð áhersla á góða tengingu við verslunarmiðstöðina Fjörð.$line$$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytingu fyrir Strandgötu 26 – 30 og að málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1404190 – Einivellir 3 og Kirkjuvellir 12, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að fyrirkomulagi bygginga og skilmálum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillagan með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum verði auglýst samkvæmt 43. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1404434 – Strandgata 31-33. fyrirspurn

      Ásdís Helga Ágústsdóttir og Sólveig Berg, Yrki arkitektar, leggja fram fyrirspurn varðandi breytingar á húsunum Strandgata 31 og 33. SBH tók jákvætt í fyrirspurnina og fól Skipulags- og byggingarsviði að ræða við umsækjendur um nánari útfærslu þar sem sérstaklega verði hugað að útfærslu og stækkun byggingar aftan við eða Austurgötumegin. Lagðar fram uppfærðar athuganir á skuggavarpi.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurn að breyta annarri og þriðju hæð hússins í íbúðir og byggja inndregna þakhæð, enda er sýnt fram á að hún veldur ekki auknu skuggavarpi á lóðir við Austurgötu.Skipulags – og byggingarráð tekur jákvætt í lóðarstækkun sem nemur bílastæðum sem snúa að húsinu á baklóð þess og felur sviðinu að vinna tillögu að lóðablaði. Tillaga 2 í fyrirspurn hentar betur hugmyndum um fjölbeytta uppbyggingu með fjölbreyttri stærð íbúða. Þar sem um er að ræða uppbyggingu á miðbæjarsvæði verði ekki gerðar sömu kröfur um fjölda bílastæða, en lögð áhersla á góða aðstöðu fyrir reiðhjól og aðkomu að húsinu fyrir bæði hjólandi og gangandi. Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi góðan aðgang fyrir atvinnustarfsemi á neðri hæðum og gera ráð fyrir kvöð um aðgengi með aðföng til verslana. SBH heimilar lóðahöfum að vinna tillögu að deiliskipulagi á grundvelli fyrirspurnar eða tillögu 2 og í samvinnu við skipulags- og byggingarsvið.

    • 1404420 – Eyrartröð 4, umsókn að breytingu á deiliskipulagi

      Lögð fram umsókn Sveinbjörns Jónssonar og Gullmola ehf um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Eyrartröð 4. Skipulags- og byggingarfulltrúi heimilaði umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar að hækka nýtingahlutfalla úr 0.45 í 1.0, eins og fram kemur í tillögu. Sviðinu falið að ræða við lóðarhafa um útfærslu stækkunar sem ekki væri jafn umfangsmikil.

    • 1401686 – Hverfisgata 23C, lóðarstækkun

      Haraldur Sigfús Magnússon og Erla Guðbjörg Sigurðardóttir óska með bréfi dags. 19. janúar 2014 eftir lóðastækkun til suðausturs skv. meðfylgjandi uppdrætti. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra ásamt mælingum á lóðinni. Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að nýju lóðarblaði var grenndarkynnt í samræmi við 36. gr. laga nr. 123/2010. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindum til vinnu við deiliskipulags fyrir Miðbæ, hraun – vestur sem nú er í vinnslu

    • 1405157 – Reykjavíkurvegur 54, fyrirspurn

      Löður ehf leggur 12.05.14 fram fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Allar innkeyrslur verða norðanmegin húss og eingöngu verður um sjálfsþjónustu að ræða. Engar ryksugur verða á vegum löðurs. Svæðið sunnanmegin verður lokað fyrir bílaumferð. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að afla nánari upplýsinga vegna fyrirspurnar.

    • 1210498 – Suðurbær nýtt deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarsvið kynnir tillögu að deiliskipulagi. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar kynnti husaskráningu fyrir svæðið. Kynningarfundur var haldinn 22.10.2013 og farið var yfir innkomnar ábendingar við vinnslu tillögunnar. Deiliskipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð gerir svar skipulags- og byggingarsviðs við athugasemd sem barst að sínu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Suðurbær sunnan Hamars í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.$line$Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir Suðurbæ sunnan Hamars og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1403042 – Lækjargata-Hamar,breytt deiliskipulagsmörk

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir Lækjargötu-Hamar dags. 28.2.2014 vegna afmörkunar á nýju deiliskipulagi fyrir Suðurbæ sunnan Hamars.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1403059 – Öldugata, Öldutún, Ölduslóð, breytt deiliskipulagsmörk

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir Öldugötu, Öldutún, Ölduslóð dags. 28.2.14 vegna afmörkunar á nýju deiliskipulagi fyrir Suðurbæ sunnan Hamars.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1403060 – Hafnarfjörður-Miðbær 1981,breytt deiliskipulagsmörk

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á mörkum deiliskipulags fyrir Hafnarfjörð-Miðbæ dags. 1981 vegna afmörkunar á nýju deiliskipulagi fyrir Suðurbæ sunnan Hamars.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu í samræmi við 42. gr. laga nr. 123/2010.

    • 1405084 – Arnarhraun 50, fyrirspurn

      Anna Margrét Hauksdóttir f.h. Ass styrktarfélags leggur 07.05.2014 inn fyrirspurn með tölvupósti um íbúðarkjarna á lóðinni Arnarhraun 50. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 07.05.14, sem taldi það ekki samrýmast deiliskipulagi og vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina enda samræmist hún ekki gildandi deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir 5 sérbýlum á lóðinni. Sviðsstjóra er falið að ræað við umsækjanda um möguleika útfærslu smærri einingar, sem fallið gæti að mörkum skipulags, en verið er að vinna að deiliskipulagi fyrir svæðið í heild sinni.(Miðbær, hraun- vestur)

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekið til umræðu hvort vinna eigi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar í samræmi við erindi sviðsstjóra Félagsþjónustu, þannig að leikskólareiturinn verði stækkaður með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að halda málinu áfram og ræða við umsækjanda.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Áður lögð fram tillaga að skipulagslýsingu og húsaskráning (vinnuskjal).

      Skipulags- og byggingarráð leggur áherslur á að nú þegar verði sett af stað vinna við endurhönnun á lóð gamla lækjaskóla sem miðist við þá notkun sem nú er á svæðinu. Gera þarf ráð fyrir öruggum og afmörkumðum leiksvæðum,stýra bílaumferð um svæðið og afmarka og fækka bílastæðum á kostnað leik- og dvalarsvæða. Mælst er til að gert verði ráð fyrir kostnaði við endurhönnun og framkvæmdir við gerð fjárhagsáætlanIr fyrir árið 2015.$line$Áætlað að halda kynningarfund í september nk.

    • 1308268 – Krýsuvík - Seltún, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi dags. 21.10.13. Umsagnir til stjórna Reykjanessfólkvangs og Umhverfisstofnunar hafa borist. Tillagan var auglýst samkvæmt 41. gr. laga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram fornleifaskráning Byggðasafns Hafnarfjarðar 1. hluti. Erindið var sent til umsagnar Grindavíkurbæjar.

      Skipulags- og byggingarráð minnir á mikilvægi þess að verktakar séu meðvitaðir um staðsetningu fornleifa svo þær raskist ekki af vangá.$line$Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:$line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulagskipulag fyrir Seltún í Krýsuvík dags. 16.12.2013 og að afgreiðslu verði lokið skv. 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1404354 – Krýsuvíkurvegur 121495,endurnýjun á lóðarleigusamningi

      Sveinn Hannesson óskar eftir f.h. Gámaþjónustunnar hf, með bréfi dags. 22.4.2014, endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir lóðina Krýsuvíkurveg 121495 eða nýjan lóðarleigusamning vegna breyttrar notkunar. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs.

      Ekki er gert ráð fyrir jarðvegsgerð í skipulagi fyrir svæði, en á nýsamþykktu aðalskipulagi er hins gert ráð fyrir íþróttar- og útivistar svæðum í nágrenninu. Áður en ákvörðun er tekin um framtíðarnotkun svæðisins og hugsanlega endurnýjun lóðaleigusamnings telur Skipulags- og byggingarráð rétt að óska frekari úttekar á áhrifum starfseminnar og felur sviðsstjóra að óska eftir nánari upplýsingum m.a. um möguleg áhrif lyktarmengunar. Að svo stöddu telur ráðið sig hvorki geta lagst gegn umræddri starfsemi né mælt með henni.

    • 1405148 – Kaplakriki - Skilti

      Knattspyrnudeild FH sækir 12.05.14 um leyfi til að skipta út núverandi velti skiltum með Led skjáum, sjá meðfylgjandi gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 14.05.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð telur nauðsyn að fá umsögn Vegagerðarinnar vegna staðsetningar skiltisins og hvort það muni hafa áhrif á umferð.

    Fundargerðir

    • 1401025F – Undirbúningshópur umferðarmála - 69

      Helga Stefánsdóttir gerði grein fyrir fundargerð hópsins.

Ábendingagátt