Skipulags- og byggingarráð

8. júlí 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 350

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fundargerð frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 02.07.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1402287 – Herjólfsgata 30 - 34, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju erindi Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts Hornsteinum ehf f.h. Laxamýri ehf. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hleina að Langeyrarmölum fyrir lóðirnar Herjólfsgötu 30 – 34 skv. meðfylgjandi gögnum dags. 03.03.14. Skipulagið var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggignarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Lögð fram viðbótargögn frá Hornsteinum ehf og Skipulags- og byggingarsviði.

      Skipulags- og byggingarráð gerir umsögn Skipulags-og byggingarsviðs að sinni, samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum að bílastæðakvöð verði 1.8 stæði á íbúð, bílastæðum verði fækkað að því marki ofan jarðar, og gerður verði kantur útað götunni. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á deilsikipulagi Hleina að Langeyramölum hvað varðar lóðirnar Herjólfsgötu 30-34 dags. 3. mars 2014 og að málinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar málinu áfram til afgreiðslu Bæjarstjórnar Garðabæjar”

    • 1405456 – Melabraut 17, breytt hæðarlega, fyrispurn

      Bjarni Hrafnsson leggur inn fyrirspurn 28.5.2014, óskar eftir breytingu hæðarlegu lóðar, svo aka megi inn um samþykkta vöruhurð. Samþykki meðeigenda í húsi barst 26. júní. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.07.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð bendir umsækjenda á að vera í sambandi við Skipulags- og byggingarsvið varðandi ásættanlega lausn.

    • 1404419 – Klukkuvellir 28-38, tilboð í lóðir

      Lagt fram tilboð Reynis Einarssonar dags. 5.6.2014, í raðhúsalóðirnar Klukkuvellir 28-38. Jafnframt óskar hann m.a. eftir að fá að bæta við einu húsi á lóðirnar og minnka grunnflöt hverrar húseiningar. Bæjarráð óskaði 26.06.14 eftir umsögn skipulags- og byggingarráðs þar sem umsóknin felur í sér skipulagsbreytingu.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við erindið en bendir á að það krefst deiliskipulagsbreytingar.

    • 1402300 – Hótel- og ferðaþjónusta í Hafnarfjarðarhöfn

      Kynnt ósk Veitingalistar um aðstöðu fyrir hótel- og veitingaskip í Hafnarfjarðarhöfn. Ennfremur athuganir sem þegar hafa farið fram á mögulega staðsetningu slíks skips. Hafnarstjóri mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1304501 – Vatnsendakrikar í Heiðmörk, kalt vatn, nýting

      Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 30.06.14 þar sem óskað er eftir umsögn um erindi Orkuveitu Reykjavíkur um aukna dælingu neysluvatns úr Vatnsendakrikum. Lögð fram umsögn Vatnsveitustjóra Hafnarfjarðar dags. 07.07.14. Vatnsveitustjóri mætir á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn Vatnsveitustjóra og felur sviðstjóra að senda hana á Skipulagsstofnun.

    • 1406470 – Thorsplan, international market

      Fyrirtækið Continental Market Ltd.óskar eftir því að setja upp markað á Thorspalani frá 12 – 17. ágúst nk. samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 02.07.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið.

    • 1407049 – Fegrunarnefnd

      Tekið til umræðu hvort endurvekja eigi fegrunarnefnd bæjarins. Nefndin hafi það hlutverk að benda á leiðir til að fegra bæinn og auka snyrtimennsku. Enn fremur að tilnefna lóðir til verðlauna þar sem sérstaklega hefur vel til tekist í þeim efnum. Skal þá jafnt tekið tillit til þess sem best er metið og þess þar sem mestar úrbætur hafa verið gerðar.

      Skipulags- og byggingarráð telur afar mikilvægt að íbúar sem og fyrirtæki séu hvattir og verðlaunaðir fyrir góða og umgengni og snyrtilegt umhverfi. $line$Skipulags- og byggingarsviði er falið í samráði við Umhverfis- og framkvæmdasvið að skilgreina nánar hlutverk nefndarinnar fyrir næsta fund ráðsins.

    • 1405452 – Reykjavíkurvegur 50, lóðarleigusamningur, ósk um að aflétta kvöð

      Jóhann Karl Sigurðsson formaður húsfélagsins Reykjavíkurvegi 50 óskar eftir með bréfi dags. 15.5.2014 f.h. íbúa hússins að kvöð sem er í 14. gr. lóðarleigusamnings, liður c sé afmáð úr lóðarleigusamningi. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að fyrirspyrjandi setji sig í samband við Skipulags- og byggingarsvið.

    • 1407051 – Gámar án stöðuleyfis og gjaldtaka

      Tekin til umræðu innheimta á gjaldi fyrir stöðuleyfi fyrir gáma, sem í dag er 17 þús kr. eingreiðsla. Einnig að harðari aðgerðum verði beitt gagnvart þeim sem hafa gáma án stöðuleyfis, og að gámar í reiðuleysi verði fjarlægðir.

      Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu um upphæð og útfærslu með hliðsjón af nágrannasveitarfélögum fyrir næsta fund. Einnig að gera úttekt á gámum án stöðuleyfis.

    • 1005159 – Skipulags- og byggingarsvið mánaðarlegt uppgjör

      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu fjármála sviðsins með hliðsjón af fjárhagsáætlun. Tekið til umræðu nauðsynlegt fjármagn til handa sviðinu til að framkvæma úrbætur á kostnað eigenda skv. 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010. Tengist hreinsunarátaki.

      Kynning.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Tekið til umræðu framhald vinnu við endurskoðun deiliskipulagsins sbr. samþykkt á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita til ráðgjafa um endurskipulag Skarðshlíðar samkvæmt bókun ráðsins þann 1. júlí sl. Verklok áætluð í lok október, kynning á hugmyndum/tillögum áætluð um miðjan september fyrir ráðinu.

Ábendingagátt