Skipulags- og byggingarráð

4. nóvember 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 357

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 15.10.14, 22.10.14 og 29.10.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 0801336 – Norðurbakki, yfirborðsfrágangur

      Kynntar hugmyndir um frágang hafnarbakkans og nágrennis. Þráinn Hauksson mætti á fundinn og kynnti.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Lögð fram endurskoðuð tillaga Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um skipulagið að Norðurhellu 2 þriðjudaginn 11. nóvember kl. 17.

    • 1410516 – Hjólreiðasamgöngukerfi Reykjavíkur, stefnumótun og hugmyndafræði

      Fulltrúar Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur kynna stefnumótun og hugmyndafræði á hjólreiðasamgöngukerfi Reykjavíkurborgar.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna.

    • 1406109 – Herjólfsgata 38, breyting

      Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins. Umsögn húsfélagsins hefur borist og umsögn um lögformlega hlið liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu á milli funda.

    • 1410515 – Lóðir fyrir búsetukjarna

      Tekið til umræðu hvort lóðir við Herjólfsgötu sunnan Hrafnistu eða Hjallabraut norðan skátaheimilis komi til greina fyrir búsetukjarna fyrir fatlað fólk með vísan til viljayfirlýsingar Hafnarfjarðarbæjar og Styrktarfélagsins Áss um að byggja þrjá slíka búsetukjarna. Þessi yrði sá þriðji.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu milli funda.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verði kynningarfundur um skipulagið þriðjudaginn 18. nóvember kl. 17.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekin fyrir að nýju tillaga ASK arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kinna og deiliskipulagi Öldutúnsskóla, hvað varðar lóð fyrir leikskóla og búsetukjarna. Haldinn var kynningarfundur fimmtudaginn 23. október kl. 17. Lagðir fram minnispunktar af þeim fundi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir báðar deiliskipulagstillögurnar í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1409806 – Hafravellir 13 lóðastækkun

      Eysteinn Harry Sigursteinsson og Sigríður D. þórðardóttir óska eftir að felld verði niður tvö bílastæði við enda götunnar og lóð þeirra verði stækkuð sem þeim nemur. Samþykki eigenda næstu húsa liggur fyrir. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 24.09.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu milli funda.

    • 1409785 – Eskivellir 11, fyrirspurn

      Haghús ehf leggur 22.09.2014 fyrispurn. Óska eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lóðinni. Íbúðum er fjölgað um 6.íbúðir úr 36-42. Sjá nánar á meðfylgjandi gögnum , teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson dagsettar 19.09.2014. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Páll Gunnlaugsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn skipulagslýsingu fyrir lóðina dags. október 2014. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsinguna með áorðnum breytingum í samræmi við umræður á fundinum, og felur Skipulags- og byggingarsviði að koma henni í ferli samkvæmt 3. mgr. 40. greinar skipulagslaga í samræmi við fyrri bókun Skipulags- og byggingarráðs.

    • 1410090 – Öldutún 4, kæra, stöðvun framkvæmda, úrskurður

      Skipulags- og byggingarsvið gerir grein fyrir úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis – og auðlindanefndar í málinu og ósk kærða um endurupptöku málsins.

      Lagt fram.

    • 1410332 – Uppland reiðleiðir, breyting á aðalskipulagi

      Hestamannafélagið Sörli óskar eftir breytingum á legu reiðleiða í upplandi Hafnarfjarðar skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Frestað milli funda.

    • 1405390 – Víðistaðatún, Frisbívöllur

      Formaður Íþrótta- og tómstundanefndar leggur til að nefndin skoði leiðir til að auka möguleika bæjarbúa til að nýta útivistasvæðið á Víðistaðatúni. Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkti að leggja til við fjölskylduráð að það skoði málið og koma með tillögur að því að búa til starfshóp, varðandi útivistasvæðið á Víðistaðatúni.

      Frestað milli funda.

    • 1407051 – Gámar án stöðuleyfis og gjaldtaka

      Tekin til umræðu innheimta á gjaldi fyrir stöðuleyfi fyrir gáma, sem í dag er 17 þús kr. eingreiðsla. Einnig að harðari aðgerðum verði beitt gagnvart þeim sem hafa gáma án stöðuleyfis, og að gámar í reiðuleysi verði fjarlægðir. Skipulags- og byggingarráð fól Skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu um upphæð og útfærslu með hliðsjón af nágrannasveitarfélögum. Einnig að gera úttekt á gámum án stöðuleyfis.

      Frestað milli funda.

    • 1409503 – Þróunarsvæði

      Tekið til umræðu. Þétting byggðar/ nýir byggðarkjarnar. Skipun ráðgjafahóps um verkefnið. Tillaga að verkefnalýsingu lögð fram.$line$Lagt til að skipaður verði ráðgjafahópur til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Hópinn skipa: Sigrún Magnúsdóttir, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Kári Eiríksson, arkitekt. Sviðsstjóri lagði fram drög að samningi við ráðgjafana.$line$

      Frestað milli funda.

    • SB050323 – Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur

      Tekin til umræðu þróun svæðis frá Suðurbakka að sjóvarnargarði norðan Slippsins. Tillaga að verkefnalýsing lögð fram. Lagt er til að framlögð verkefnalýsing verði samþykkt og ráðinn verði verkefnastjóri á forsendum verkefnalýsingarinnar. Sviðsstjóri lagði fram tillögu að samningi við verkefnisstjórann.

      Frestað milli funda.

    Fundargerðir

    • 1405019F – Undirbúningshópur umferðarmála - 70

      Lögð fram fundargerð frá fundi Undirbúningshópsins 28.10.14.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fundargerðina.

Ábendingagátt