Skipulags- og byggingarráð

10. nóvember 2014 kl. 17:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 358

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

  • Bjarki Jóhannesson sviðstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1410027 – Skipulags- og byggingarsvið, fjárhagsáætlun 2015

      Tekin til umræðu á ný fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs 2015. Áður lögð fram drög sviðsstjóra að fjárhagsáætlun ásamt greinargerð og áætlun um aðkeypta skipulagsvinnu sem færist á eignarsjóð. Sviðsstjóri leggur til að liðurinn Samstarf sveitarfélaga (svæðisskipulag) verði lækkaður til samræmis við fjárhagsáætlun svæðisskipulagsins 2015.

      Skipulags- og byggingarráð vísar fjárhagsáætluninni svo breyttri ásamt áætlun um aðkeypta skipulagsvinnu (eignarsjóður) til síðari umræðu bæjarstjórnar.

    • 1409503 – Þróunarsvæði

      Framhald umræðu. Þétting byggðar/ nýir byggðarkjarnar. Skipun ráðgjafahóps um verkefnið. Verkefnislýsing áður samþykkt. Lagt til að skipaður verði ráðgjafahópur til að gera tillögu að þróunarsvæðum innan núverandi byggðar í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Hópinn skipa: Sigrún Magnúsdóttir, arkitekt, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Kári Eiríksson, arkitekt. Sviðsstjóri verður tengiliður Skipulags- og byggingarsviðs við hópinn. Áður lögð fram tillaga sviðsstjóra að samningi við hópinn ásamt verkáætlun. Frestað á síðasta fundi.

      Meirihluti Skipulags og byggingarráðs samþykktir tillögu um starfshóp og verkefnalýsingu vegna þéttingarsvæða, eins og gert var einnig 14.10.2014.Tillagan og afgreiðsla hennar er innan fjárhagsáætlunar skipulags- og byggingarsviðs sem fer til samþykktar í bæjarstjórn.$line$Hér er um metnaðarfulla nálgun að ræða þar sem verið er að tengja svæðisskipulagsvinnu við Höfuðborgarsvæðið við íbúaþróun Hafnarfjarðar, þar sem samgöngur, þétting byggðar og hverfaskipting verður til skoðunar. Á 4 ára fresti er sveitafélaginu gert að taka ákvörðun um endurskoðun aðalskipulags sveitafélagsins. Til þess þarf faglega nálgun og yfirsýn sem tekur á móti breyttu landslagi í skipulagsmálum, þetta er fyrsta skrefið í þeirri vinnu.$line$Tillagan tekin til afgreiðslu: Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar greiða atkvæði með tillögunni og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá. Tillagan er samþykkt með 3 atkvæðum.$line$”Fulltrúar Samfylkingarinnar og VG vísa málinu til frekari umræðu í bæjarstjórn. Með tilliti til kostnaðar og hvort Skipulags- og byggingarsvið geti tekið verkefnið að sér. Einnig með tilliti til fjármögnunar og hvort hægt sé að framkvæma verkefnið á hagkvæmari hátt. Minnihlutinn er þó ekki mótfallinn verkefninu efnislega.”

    • SB050323 – Strandgata 86 - 94 Drafnarreitur

      Framhald umræðu þróun svæðis frá Suðurbakka að sjóvarnargarði norðan Slippsins. Verkefnalýsing áður samþykkt. Lagt er til að framlögð verkefnalýsing verði samþykkt og ráðinn verði verkefnastjóri á forsendum verkefnalýsingarinnar. Sviðsstjóri lagði fram tillögu að samningi við verkefnisstjórann. Sviðsstjóri verður tengiliður Skipulags- og byggingarsviðs við hópinn. Áður lögð fram tillaga sviðsstjóra að samningi við verkefnastjórann. Frestað á síðasta fundi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan samning og felur sviðsstjóra að ganga frá málinu.

    • 1409855 – Klukkuvellir 1, fyrirspurn

      Ástak ehf. leggur 24.09.2014 inn fyrirspurn, óska eftir stækkun lóðar, sjá meðfylgjandi erindi. Stækkunin fer inn á hverfisvernd sem felst í því að ekki megi raska hrauni. Frestað á fundi 14.10.14.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með því skilyrði að hrauni verði ekki raskað í samræmi við hverfisverndina. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1410601 – Klukkuvellir 28-38, fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

      ER hús ehf. leggur inn 29.10.2014 fyrirspurn um heimild til að breyta deiliskipulagi lóðanna Klukkuvellir 28-38 . Sameina lóðirnar í eina lóð og fjölga íbúðum úr 6 í 7. Hver íbúð verður 943,2cm á breidd, var 1100cm. Þannig að breidd byggingarreits verður eins og áður. Byggingin verður á einni hæð í stað tveggja. Bílgeymsla vestan við húsið, sambyggð (framan við hús) sjá meðfylgjandi skissur, unnar af Gísla Gunnarssyni dagsettar júlí 2014, samþykki nágranna barst einnig. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 15.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með því skilyrði að mænishæð má mest vera 4,5 m yfir gólfkóta aðalhæðar og hámarkshæð útveggja er 2,8 m til samræmis við húsgerðir R3 í gildandi deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við 40. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Ábendingagátt