Skipulags- og byggingarráð

16. desember 2014 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 361

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 03.12.14 og 10.12.14. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1202052 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, vatnsvernd, heildarendurskoðun.

      Lagður fram úrskurður Skipulagsstofnunar um matsskyldu. Dagur Jónsson vatnsveitustjóri mætti á fundinn.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar unir ekki þeirri niðurstöðu Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð stóraukin vatnsvinnsla Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Vatnsendakrikum í Heiðmörk sé undanþegin mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Nú þegar liggja fyrir ítarlega rökstuddar sannanir um að fyrirhuguð dæling vatns úr Vatnsendakrikum hafi umtalverð áhrif á sjálfrennsli vatns úr vatnsbólunum í Kaldárbotnum og grunnvatn innan staðarmarka Hafnarfjarðar. Skipulags- og byggingarráð felur lögmanni sínum að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

    • 1412175 – Tjarnarvellir færsla, deiliskipulag

      Tekið til umræðu hvort færa eig Tjarnarvelli þannig að þeir verði í útjaðri bílastæðanna, næst Reykjanesbraut.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að koma með tillögu að endurhönnun gatnakerfis Tjarnarvalla. Jafnframt verði litið til þess að fegra svæðið með gróðri. Í tillögum sviðsins verði jafnframt kostnaðarmat við breytingarnar. Tjarnarvellir sem nú liggja meðfram verslunarhúsum og lóðum aðskilja bílastæði og þjónusturými. Mikil umferð gangandi fólks er frá bílastæðum yfir Tjarnarvelli sem skapar mikla hættu fyrir fótgangandi vegfarendur. Eðlilegt er að bílastæði liggi að verslunarrými.

    • 1406409 – Hreinsun iðnaðar- íbúðar- og nýbyggingarsvæða 2014

      Staða verkefnisins.

      Lagt fram.

    • 1409806 – Hafravellir 13 lóðastækkun

      Eysteinn Harry Sigursteinsson og Sigríður D. þórðardóttir óska eftir að felld verði niður tvö bílastæði við enda götunnar og lóð þeirra verði stækkuð sem þeim nemur. Samþykki eigenda næstu húsa liggur fyrir. Frestað á fundi 357.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu.

    • 1409785 – Eskivellir 11, fyrirspurn

      Haghús ehf leggur 22.09.2014 fyrispurn. Óska eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lóðinni. Íbúðum er fjölgað um 6.íbúðir úr 36-42. Sjá nánar á meðfylgjandi gögnum, teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson dagsettar 19.09.2014. Lögð fram ný gögn. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 10.12.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð fellst ekki á fjölgun íbúða og telur að vanda megi betur hönnun og útlit hússins. Kostur væri ef stærðir íbúða væru með meiri fjölbreytni.

    • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

      Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Lögð fram skipulagstillaga dags. 12.12.14.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir frekari upplýsingum varðandi bílastæði.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur Skipulags- og bygingarsviði að bregðast við athugasemdum í samráði við umsækjanda.

    • 1412092 – Hlíðarþúfur, ósk um framlengingu lóðarsamninga.

      Lagt fram bréf Jean Eggert Hjartarson Claessen f.h. Húseigendafélags Hlíðarþúfna dags. 20.11.14, þar sem óskað er eftir framlengingu lóðarleigusamninga.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu þar til niðurstöður liggja fyrir um legu Ásvallabrautar og áhrifa þess á legu væntanlegs Ofanbyggðavegar.

    • 1412109 – Sveitarfélagið Vogar, aðalskipulag, deiliskipulag, breyting, kynning á drögum, Vogavík

      Lagt fram bréf Sigurðar H. Valtýssonar skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Voga dags. 03.12.14, þar sem vísað er til kynningar aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu vegna áforma um skrifstofubyggingu og rannsóknarstofu og stækkun fiskeldis í Vogavík.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við erindið.

    • 1311014 – Gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

      Sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir vinnu við gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa, sem byggingarfulltrúar skulu hafa komið sér upp fyrir 1. janúar 2015 skv. lögum um mannvirki.

      Lagt fram.

    • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

      Löður ehf.sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dagsettar 01.10.2014. skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Ný gögn hafa borist.

      Í ljósi athugasemda frá hagsmunaaðilum í nálægð við umrædda þvottabílastöð samþykkir skipulags- og byggingarráð að hlé verði gert á ferli byggingarleyfis þar til rætt hafi verði við hagsmunaaðila og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afturkalla byggingarleyfið tímabundið.

    • 1411248 – Lyngberg 15, deiliskipulagsbreyting

      Fjarðarsmíði ehf sækir um að breyta deiliskipulagi Setbergs fyrir lóð nr. 15. við Lyngberg. Í stað einbýsihúss verði byggt parhús á lóðinni. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 15.12.2014.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að lögfræðilegt álit um athugasemd Vegagerðarinnar liggi fyrir á næsta fundi.

    Fundargerðir

    • 1410030F – Undirbúningshópur umferðarmála - 71

      Lögð fram fundargerð 71. fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt