Skipulags- og byggingarráð

13. janúar 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 362

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir varamaður
  • Margrét Hildur Guðmundsdóttir varamaður

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir skipulags- og byggingarsviði
  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.12.14, 30.12.14 og 07.01.15. A-liður afgreiddur af byggingarfulltrúa samkvæmt mannvirkjalögum nr. 160/2010.

      Lagt fram.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekin fyrir að nýju tillaga ASK arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Kinna og deiliskipulagi Öldutúnsskóla, hvað varðar lóð fyrir leikskóla og búsetukjarna. Haldinn var kynningarfundur fimmtudaginn 23. október kl. 17. áður lagðir fram minnispunktar af þeim fundi. Skipulagið var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir skipulagið og að erindinu verði lokið skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum.

      Lagt fram.

    • 1501086 – Óseyrarbraut 22 deiliskipulagsbreyting, fyrirspurn

      Grímur S Jónasson VSÓ ráðgjöf leggur inn fyrirspurn með tölvupósti dags. 29.12.2014 varðandi stækkun lóðarinnar og stækkun byggingarreits. Lögð fram tillaga Alark að deiliskipulagi dags. 08.01.2025.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að senda deiliskipulagstillöguna í auglýsingu í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki hafnarstjórnar.

    • 1309137 – Brattakinn 23,breyting

      Breyting á deiliskipulagi var grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynningu er lokið, athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 17.12.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lagt fram bréf húseiganda ásamt minnispunktum sviðsstjóra og athugun á skuggavarpi.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að taka saman tillögu að svörum við athugasemdum.

    • 1412205 – Klukkuvellir 28-38, breyting á deiliskipulagi

      Er-hús leggur inn umsókn um deiliskipulag fyrir Klukkuvelli 28-38 skv teikningu Gísla G Gunnarssonar dags. 08.12.14.

      Skiuplags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreytingin verði grenndarkynnt skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

      Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Áður lögð fram skipulagstillaga dags. 12.12.14. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir nánari upplýsingum varðandi bílastæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreytingin verði auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1409785 – Eskivellir 11, fyrirspurn

      Haghús ehf leggur 22.09.2014 fyrispurn. Óska eftir áliti byggingarfulltrúa á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lóðinni. Íbúðum er fjölgað um 3 íbúðir úr 36-39. Sjá nánar á meðfylgjandi gögnum, teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson dagsettar 19.09.2014. Lögð fram ný gögn. Lagðar fram nýjar teikningar dags. 07.01.2015.

      Skiuplags- og byggingarráð telur að afgreiða megi erindið skv. 3. málsgrein 44. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið.

    • 1412382 – Staðarberg 2-4 eh 01-01, fyrirspurn

      Reitir I ehf. leggja 22.12.2014 inn fyrirspurn um stækkun hússins, sjá bréf eftir Sigurð Þorvarðarson dagsett 12.12.2014.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir skriflegu samþykki meðeigenda í húsi.

    • 1304300 – Hverfisgata 23,breyting

      Stefán Ingimarsson sækir 17.04.13 um að rífa andyrri og skúr aftan við húsið. Byggja nýtt anddyri við byggingu aftan við hús og hækka portveggi og ris. Samkvæmt teikningum Páls V. Bjarnasonar dags. 22.03.13.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til deiliskipulags svæðisins sem nú er í vinnslu og að fulltrúar skipulags- og byggingarsviðs tilkynni umsækjanda um yfirstandandi deiliskipulagsvinnu.

    • 0807220 – Suðurgata - Hamarsbraut, deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingarmála, þar sem kærunni er hafnað. Umræður í framhaldi af því.

      Lagt fram.

    • 1208483 – Tjarnarvellir 13, uppbygging á lóð

      Tekið fyrir að nýju erindi Helga Vilhjálmssonar um að deiliskipulagi verði breytt þannig að leyft verði að byggja fjölhæðahús með atvinnustarfsemi á jarðhæð og litlum íbúðum á efri hæðum. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

      Löður ehf. sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14.

      Í ljósi svara sem hafa borist frá heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar og Kópavogs hefur Skipulags- og byggingarráð tekið til endurskoðunar ákvörðun sína frá 2. des. sl. um að mæla með fyrirspurn um að breyta núverandi þvottastöð. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi skilyrða vegna loftborinnar mengunar sem heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar og Kópavogs mælti með þegar starfsleyfi var veitt árið 2002. Ekki hefur verið sýnt fram á að loftborin mengun berist ekki til nálægðra fyrirtækja og íbúðarhúsa. Skipulags- og byggingingarráð óskar eftir nánari gögnum um það og hvernig það mál verði leyst.

    • 1411248 – Lyngberg 15, deiliskipulagsbreyting

      Fjarðarsmíði ehf sækir um að breyta deiliskipulagi Setbergs fyrir lóð nr. 15. við Lyngberg. Í stað einbýsihúss verði byggt parhús á lóðinni. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 15.12.2014.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 43. gr skipulagslaga 123/2010.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Haldið áfram umræðu um tillögu Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð. Kynningarfundur var haldinn 11.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar af kynningarfundinum. Lagðir fram hljóðvistarreikningar ásamt sneiðingum í land með hljóðveggjum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að deiliskipulag fyrir Ásvallabraut milli Skarðshlíðar og Áslands verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010”

    • 1405148 – Kaplakriki - Skilti

      Knattspyrnudeild FH sækir 12.05.14 um leyfi til að skipta út núverandi velti skiltum með Led skjáum, sjá meðfylgjandi gögn. Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • 1401789 – Landsskipulagsstefna 2015 - 2026

      Lögð fram kynningartillaga að landsskipulagsstefnu.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund.

    • 1311067 – Landsnet kerfisáætlun

      Lögð fram matslýsing Landsnets á kerfisáætlun 2015-2024. Frestur til að senda athugasemdir er til og með 30. janúar 2015.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund.

    • 1501235 – Garðabær, aðalskipulag 2016-2030 endurskoðun, lýsing, verkáætlun

      Lögð fram tillaga skipulagstjóra Garðabæjar að lýsingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 15.02.2015.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að umsögn fyrir næsta fund.

    • 1412306 – Tillaga SV17 vísað til ráðsins af bæjarstjórn 10.des. 2014.

      Tillaga úr bæjarstjórn 10.desember sl.$line$Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG leggja til að haldið verði áfram með fyrirhugaða uppbyggingu í Skarðshlíð og á Völlum, sem m.a. felur í sér byggingu leik- og grunnskóla, hjúkrunarheimili, heilsugæslu og lagningu Ásvallabrautar. Í þeirri uppbyggingu felast gríðarleg tækifæri til sóknar á þessu nýjasta íbúasvæði bæjarins til þess að mæta þeirri uppsöfnuðu þörf sem hefur skapast á undanförnum árum fyrir byggingu nýs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Það er þó ekki síður mikilvægt í því samhengi að standa við þau fyrirheit sem íbúar á Völlum hafa mátt gera ráð fyrir samkvæmt gildandi skipulagi um uppbyggingu samfélagslega mikilvægra innviða og grunnþjónustu.

      Meirihluti skipulags- og byggingarráðs bendir á samhljóma samþykkt ráðsins um endurskipulag Skarðshlíðar sem nú er í ferli, að hönnun Ásvallabrautar er lokið og væntanlega verður fyrsti áfangi boðin út á vormánuðum og að málefni hjúkrunarheimilis er nú statt hjá fjölskylduráði.

Ábendingagátt