Skipulags- og byggingarráð

24. mars 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 367

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, einnig Málfríður Kristjánsdóttir og Lilja Ólafsdóttir undir þeim málum er þær varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, einnig Málfríður Kristjánsdóttir og Lilja Ólafsdóttir undir þeim málum er þær varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 11.03.2015 og 18.03.2011.

      Lagt fram.

    • 1410218 – Reykjavíkurvegur 54, byggingarleyfi og endurnýjun á starfsleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi Löðurs ehf. sem sækja 10.10.2014 um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaþvottastöð. Einnig er sótt um byggingarleyfi fyrir breytingu á aðkomu og útliti þvottastöðvar samkvæmt teikningum Kristjáns Ásgeirssonar dags. 01.10.2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti byggingaráform á fundi 10.12.14 í samræmi við 9. grein laga um mannvirki og að fenginni umsögn Skipulags- og byggingarráðs. Áður lagður fram tölvupóstur Heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 22.12.14. Komið hefur í ljós að deiliskipulag fyrir svæðið frá 2002 hlaut aldrei lögformlega staðfestinu, og þurfti því að grenndarkynna erindið skv. 44. grein skipulagslaga. Áður lagður fram tölvupóstur Þorleifs Magnússonar varðandi loftun á þvottarýmum. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir skriflegri staðfestingu á að þvottarýmin séu lokuð eins og uppdrættir sýna og gerð verði grein fyrir loftræstingu úr þeim, áður en erindið yrði grenndarkynnt. áður lagðir fram tölvupóstar Þorleifs Magnússonar dags. 27.01.15 og 28.01.14. Erindið var grenndarkynnt í samræmi við 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa endanlega afgreiðslu málsins. Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð sviðsstjóra að ræða við umsækjenda um aðra staðsetningu stöðvarinnar.

    • 1406109 – Herjólfsgata 38, breyting

      Morgan ehf. sækir 04.06.2014 um breytingu á íbúð í rými 01-14, sjá skýringar á blaði, samkvæmt teikningu Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 01.06.2014. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn húsfélagsins Herjólfsgötu 36-40 og fól skipulags- og byggingarsviði að skoða nánari lögformlega hlið málsins. Umsögn húsfélagsins hefur borist og umsögn um lögformlega hlið liggur fyrir. Skipulags- og byggingarráð fól skipulags- og byggingarsviði að upplýsa eigendur íbúða í húsinu um stöðu mála og kanna vilja þeirra til umbeðinnar breytingar áður en málið yrði tekið til afgreiðslu. Lagðar fram niðurstöður úr þeirri könnun. Skipulagsstofnun telur fjölgun íbúða ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi. $line$Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi undir þessum lið.

    • 1503151 – Þrastarás 39, svalalokun

      Jón Einarsson sækir 9.3.2015 um að byggja svalaskýli á þakhæð/rishæð b-lokun, samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 22.1.2015. Samþykki nágranna á Þrastarási 37 barst einnig. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 18.03.15, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð vísar í fyrri afgreiðslu málsins og hafnar erindinu.

    • 1410024 – Arnarhraun 50, deiliskipulag.

      Tekið fyrir erindi Áss styrktarfélags um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, sem Skipulags- og byggingarráð heimilaði. Skipulagstillaga dags. 12.12.14 var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að gert verið skuggavarp á lóðinni. Skuggavarp hefur borist.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera tillögur að svörum við athugasemdum.

    • 10071363 – Selvogsgata 1, deiliskipulag, breyting

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru á deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leita upplýsinga um afleiðingar úrskurðarins.

    • 1410401 – Gjaldtaka fyrir gáma

      Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gáma sem standa 2 mánuði eða lengur og eru þar með stöðuleyfisskyldir.

      Lagt fram.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að haldinn verðið endurtekinn kynningarfundur um deiliskipulag Ásvallabrautar í Áslandsskóla fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 17.15. Til fundarins mæta hönnuðir Ásvallabrautar og kynna útfærslu skipulags og hljóðvistar.

Ábendingagátt