Skipulags- og byggingarráð

19. maí 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 371

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Ófeigur Friðriksson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir, Ólafur Helgi Árnason lögfræðingur/skrifstofustjóri ásamt Málfríði Kristjánsdóttur undir þeim málum er hana varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir, Ólafur Helgi Árnason lögfræðingur/skrifstofustjóri ásamt Málfríði Kristjánsdóttur undir þeim málum er hana varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 06.05.15 og 13.05.15.

      Lagt fram.

    • 1504223 – Tjarnarvellir 13, byggingarleyfi

      Helgi Vilhjálmsson sækir 14.04.2015 um leyfi til að byggja fjölbýlishús á 3. hæðum samkvæmt teikningum Pálmars Kristmundssonar dags. 10.04.15. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 06.05.15 til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í erindið og vísar í fyrri bókanir frá 18. september 2012 og 27. janúar 2015.

    • 1504354 – Krýsuvíkurvegur, dúfnakofi.

      Atli Ómarsson og Sigurður B. Björnsson óska eftir svæði fyrir dúfnakofa í landi bæjarins í tengslum við æfingar á hundum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 22.04.15 til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og bendir umsækjanda á að vera í sambandi við Skipulags- og byggingarsvið varðandi nánari staðsetningu.

    • 1406470 – Thorsplan, international market

      Fyrirtækið Continental Market Ltd.óskar eftir því að setja upp markað á Thorspalani frá 11 – 16. ágúst nk. samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 06.05.15 til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið, markaðurinn tókst vel sl. sumar og er til þess fallinn að auka fjölbreytni og mannlíf í miðbænum.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem 8 bílastæðum er komið fyrir.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða.

    • 1104091 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, deiliskipulag, íþróttasvæði

      Tekið fyrir að nýju erindi AÍH dags. 21. mars 2014 þar sem AÍH leggur inn tillögu vegna deiliskipulags fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu var send í auglýsingu og lauk athugasemdarfresti 24. nóvember sl. Athugasemdir bárust. Áður lögð fram samantekt Skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim. Leiðrétt gögn hafa borist. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði hljóðskýrslu til umsagnar heilbrigðiseftirlits Kópavogs- og Hafnarfjarðarsvæðis, sem gerir ekki athugasemdir við hljóðvistarskýrslu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagið og að erindinu verði lokið skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag fyrir svæði fyrir akstursíþróttir við Krýsuvíkurveg og að erindinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga nr. 123/2010”

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Lögð fram tillaga að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 – 2040 í samræmi við við 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 dags. 22. ágúst 2014 ásamt erindi Hrafnkels Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóra dags. 13. apríl 2015. Þá lögð fram fylgiskjölin: Skjal 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu; Skjal 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu; Skjal 2 Innkomnar athugasendir og Skjal 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir. Greint frá viðræðum við fulltrúa Garðabæjar ásamt framkvæmdastjóra SSH og svæðisskipulagsstjóra 13.05.15. Lagt fram skjal svæðisskipulagsstjóra “Staða Ofanbyggðarvegar í svæðisskipulaginu”.

      “Fulltrúar Hafnarfjarðar hafa fundað með fulltrúum SSH og Garðabæjar vegna þess sem kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs þann 5 maí sl. um tillögu um Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Í þeim viðræðum kom fram að fyrirhuguð aðalskipulagsbreyting í Garðabæ muni ekki vera samþykkt hjá svæðisskipulaginu og Skipulagsstofnun nema gert verði ráð fyrir ofanbyggðavegi í Garðabæ. Í minnisblaði frá Hrafnkatli Á. Proppé svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dagsett 16. maí 2015 vegna stöðu ofanbyggðavegar í skipulagi, þar sem fram kemur að ofanbyggðavegur er hluti af gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarða, Garðabæjar og Kópavogs og að mögulegar breytingar þar á þurfa að fara í gegnum svæðisskipulag og hljóta umfjöllun og samþykki bæjarstjórna allra hlutaðeigandi sveitarfélaga. Með vísan í ofangreindar viðræður og minnisblað samþykkir skipulags- og byggingarráð fyrir sitt leyti Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt áðurgreindum fylgiskjölum og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: $line$”Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 ásamt skjali 1b Umhverfisskýrsla með auglýstri tillögu, skjali 1c Breytingaskjal með auglýstri svæðisskipulagstillögu, skjali 2 Innkomnar athugasendir og skjali 3 Umsögn svæðisskipulagsnefndar um innkomnar athugasemdir, á sömu forsendum og kemur fram í bókun skipulags- og byggingarráðs við afgreiðslu málsins.”

    • 1505088 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2015-2018

      Tekin til umræðu Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2015 að senda tillögu sína að fyrri hluta þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2015-2018 til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum og að sveitafélögin taki mið af þróunaráætluninni í sínum aðgerðum í skipulags- og byggingarmálum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasmdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim ásamt svari Landsnets við þeim.

      Lagt fram.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Haldið áfram umræðu um tillögu Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð. Kynningarfundur var haldinn 11.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar af kynningarfundinum. Áður lagðir fram hljóðvistarreikningar ásamt sneiðingum í land með hljóðveggjum. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra að vinna drög að svörum við athugasemdum.

    • 1402290 – Hleinar að Langeyrarmölum, breytt mörk

      Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs leggur til að mörkum deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum verði breytt. Deiliskipulagið er sameiginlegt Hafnarfirði og Garðabæ, sem veldur flókinni stjórnsýslu þegar gerðar eru breytingar inni í Hafnarfirði. Lagt er til að mörkin verði færð að Herjólfsgötu frá Hrafnistu út að sjó, og sá hluti sem eftir er innan Hafnarfjarðar verði sérstakt deiliskipulag sem einungis sé á vegum Hafnarfjarðar. Lagðir fram uppdrættir og greinargerðir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagsbreytingin ásamt framlögðum uppdráttum og greinagerðum verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að skiptingu deiliskipulags Hleina að Langeyrarmölum eftir bæjarmörkum sveitarfélaganna verði send í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1412116 – Langeyrarmalir, deiliskipulag

      Lagður fram uppdráttur og greinargerð þess hluta Hleina að Langeyrarmölum sem tilheyrir Hafnarfirði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að skipulagstillagan ásamt greinargerð verði auglýst skv. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Langeyrarmala verði send í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1504304 – Flatahraun 29, stjórnsýslukæra

      Lögð fram stjórnsýslukæra Sigríðar Önnu Þorgrímsdóttur og Gylfa Sveinssonar varðandi álagningu fasteignagjalda og skráningu íbúðarhúsnæðis á athafnasvæði. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 eru ekki heimilar íbúðir á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, svo sem húsvarðaríbúðum og starfsmannaíbúðum sbr. 3 mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Samsvarandi ákvæði var í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 22.04.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar breyttri skráningu. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 eru ekki heimilar íbúðir á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, svo sem húsvarðaríbúðum og starfsmannaíbúðum sbr. 3 mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Samsvarandi ákvæði var í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.

    • 1505050 – Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál til umsagnar

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí.

      Skipulags- og byggingarráð leggst algerlega gegn hugmyndum sem koma fram í frumvarpinu að Alþingi taki sér skipulagsvald sveitarfélaga.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Tekið til umræðu á ný deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Kynningarfundur var haldinn 18.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundinum. Gefið var færi á að skila inn athugasemdum og ábendingum til 22.12.14. Áður lögð fram samantekt á innkomnum athugasemdum. Skipulags- og byggingarráð lagði til að endurskoðað verði markmið um fjölgun íbúða í greinargerð skipulagsins.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að í auglýsingu deiliskipulags fyrir Miðbæ Hraun vestur verði eftirfarandi breyting á markmiðum: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að breyta markmiði deiliskipulags Hraun Miðbær vestur með eftirfarandi hætti: Í stað texta markmiðskafla tillögunar sem hljóðar svo: ekki verði heimilt að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum á deiliskipulagssvæðinu, kemur eftirfarandi texti: Heimilt verður að fjölga íbúðum í þegar byggðum húsum svo framarlega sem þær uppfylli allar kröfur um íbúðir samkvæmt kafla 6.7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar er heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi.” Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á því að tillagan er í samræmi við texta í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025, skipulagsákvæði fyrir miðsvæði.

    • 1505210 – Lögfræðingur á fundum skipulags- og byggingarráðs

      Tekið til umræðu.

      Í ljósi flókinna mála er koma á borð skipulags- og byggingarráðs sem oft krefjast lögfræðilegrar úrlausna telur ráðið nauðsynlegt að lögfræðingur skipulags- og byggingarsviðs sitji fundi ráðsins. Í því ljósi fer ráðið fram á að lögfræðingur sviðsins sitji alla fundi ráðsins.

Ábendingagátt