Skipulags- og byggingarráð

2. júní 2015 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 372

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Margrét Hildur Guðmundsdóttir varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, auk þess Málfríður Kristjánsdóttir og Sigurður Harðarson undir þeim málum er þau varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, auk þess Málfríður Kristjánsdóttir og Sigurður Harðarson undir þeim málum er þau varðaði.

  1. Almenn erindi

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 21.05.15 og 27.05.15.

      Lagt fram.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Tekin til umræðu tillaga ASK arkitekta f.h. Ágústar M Ármann að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Lagðir fram minnispunktar frá kynningarfundi 26.05.15.

      Lagt fram.

    • 1305150 – Flatahraun 14, húsnæðismál

      Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir því við skipulags- og byggingarráð að taka upp deiliskipulag reitsins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við ósk umhverfis- og framkvæmdaráðs.

    • 1504104 – Hafravellir 18-20, skipulagsbreyting

      Dropasteinn ehf kt.601200-2950 sækir þann 08.04.15 um skipulagsbreytingu samkvæmt uppdrætti Kára Eiríkssonar dags. 1.4.2015.Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði 8.4.2015 erindinu í grenndarkynningu skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 skv. heimild í reglugerð 767/2005 um afgreiðslur skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar. Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 21.05.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svörum við athugasemdum.

    • 1505321 – Kvistavellir 66-72

      Stefán Hákonarson leggur inn fyrirspurn um hvort fáist að breyta skipulagi á Kvistavöllum 66-72 í 14 íbúða lengju á tveimur hæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 21.05.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í að breyta skipulagi lóðarinnar úr raðhúsi í fjölbýlishús.

    • 1505322 – Kvistavellir 10-16

      Stefán Hákonarson leggur inn fyrirspurn um hvort fáist að breyta skipulagi á Kvistavöllum 10-16 í 14 íbúða lengju á tveimur hæðum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 21.05.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í að breyta skipulagi lóðarinnar úr raðhúsi í fjölbýlishús.

    • 1504277 – Kapelluhraun I, ósk um endurvinnslu jarðefna á lóð í eigu Geymslusvæðisins

      Geymslusvæðið sækir hér með um leyfi til að taka á móti jarðvegsefnum til endurvinnslu. Einnig eru hugmyndir uppi um að taka á móti mold, fleyggrjóti, og grús, efni þetta er hugsað til að taka lóðir okkar í hæðir. Skipulags- og byggingarráð óskaði frekari upplýsinga um umhverfisáhrif vinnslunnar og mengunarvarnir. Lagt fram svar Ástvaldar Óskarssonar f.h. Geymslusvæðisins dags. 18.05.15.

      Skipulags- og byggingarráð telur upplýsingarnar ekki fullnægjandi og ítrekar fyrri bókun.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi.

      Lögð fram tillaga Péturs Jónssonar landslagsarkitekts dags. 03.05.15 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Hauka að Ásvöllum. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 27.05.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir frekari upplýsingum um málið.

    • 1502390 – Ungmennaráð, fjölgun hjólastíga

      Tekin til umræðu tillaga Ungmennaráðs um fjölgun hjólastíga.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir tillögu ungmennaráðs og felur skipulags- og byggingarsviði að vinna áfram að málinu.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Haldið áfram umræðu um tillögu Landmótunar að deiliskipulagi dags 12.08.2014 ásamt greinargerð. Kynningarfundur var haldinn 11.11.14. Áður lagðir fram minnispunktar af kynningarfundinum. Áður lagðir fram hljóðvistarreikningar ásamt sneiðingum í land með hljóðveggjum. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Lögð fram drög sviðsstjóra að svörum við athhugasemdum ásamt lauslegri athugun á breyttri legu austurhluta brautarinnar.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að skoða nýja legu þar sem brautin mætir Kaldárselsvegi sunnan við Hlíðarþúfur í samráði við hönnuði.

    • 1405118 – Suðurnesjalína 2, umsókn Landsnets hf um framkvæmdaleyfi

      Tekin fyrir að nýju umsókn Landsnets dags. 07.05.14 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Framkvæmdaleyfið var grenndarkynnt skv. 13. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasmdatíma er lokið, athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt sviðsstjóra á innkomnum athugasemdum og tillaga að svörum við þeim ásamt svari Landsnets við þeim. Lögð fram umsögn Þórðar Bogasonar f.h. Landsnets um athugasemdirnar. Lögð fram umsögn Landslaga um athugasemdirnar.

      Lagt fram.

    • 1006284 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar, heildarendurskoðun til ársins 2025.

      Tekið til umræðu hvort endurskoða eigi aðalskipulagið til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að taka aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 til endurskoðunar til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Skipulags- og byggingarráð felur sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs að tilkynna ákvörðunina til skipulagsstofnunar.

Ábendingagátt