Skipulags- og byggingarráð

3. júlí 2015 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 374

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Ólafur Helgi Árnason lögmaður, Þormóður Sveinsson arkitekt og Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir ritari bæjarráðs

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Ólafur Helgi Árnason lögmaður, Þormóður Sveinsson arkitekt og Málfríður Kristjánsdóttir arkitekt fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 24.6. sl. var kosið nýtt skipulags- og byggingarráð.

      Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9
      Borghildur Sölvey Sturludóttir, Vesturgötu 12b
      Pétur Óskarsson, Þrastarási 71
      Eyrún Ósk Jónsdóttir, Einivöllum 5
      Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 5

      Varamenn:
      Skarphéðinn Orri Björnsson, Norðurbakka 25d
      Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Óskar Steinn Ómarsson, Kirkjuvegi 11b
      Sigurbergur Árnason, Norðurvangi 44

      Ólafur Ingi Tómasson var kosinn formaður og Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður.

      Til upplýsinga.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 16.06.2015 og 24.06.15.

      Lagt fram.

    • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

      Sigurlaug Sigurjónsdóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 24.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags-og byggingarráð tekur neikvætt í að byggingarnar séu hækkaðar um eina hæð. Jafnframt er óskað eftir umsögn fræðsluráðs vegna fjölgunar íbúða umfram samþykkt deiliskipulag.

      Einnig er óskað eftir endurskoðun á fyrkikomulagi bílastæða og nýtingu lóða.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Framhald deiliskipulagsvinnunnar tekið til umræðu.

      Sviðsstjóra er falið að ganga frá verksamningi í samræmi við framlagt verðtilboð með fyrirvara um að fjárheimild sé til staðar. Tilgreindur tími í fyrirliggjandi verkáætlun og tillögu að deiliskipulagi skal vera hámarkstími.

    • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

      Framhald umræðu um þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfultlrúa.

      Lagt fram.

    • 1504002 – Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.

      Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga. Auglýsingatíma er lokið og 3 athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt skipulags- og byggingarsviðs á innkomnum athugasemdum.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulags- og byggingarsviðs og felur sviðinu að vinna áfram í málinu í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    • 1505082 – Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram endurskoðuð tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir úttekt á fjölda bílastæða á lóðum við Bæjarhraun með tilliti til fjölda fermetra í húsnæði.

    • 1305150 – Flatahraun 12-14, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi fyrir Miðbær-Hraun, lóðina Flatahraun 12 sem verður skipti í tvær lóðir samkvæmt uppdrætti dags. 23. júní 2015.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í auglýsingu skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1306244 – Hamarsbraut 12, deiliskipulagsbreyting

      Gunnar Á Beinteinsson sækir 26.06.13 um að breyta deiliskipulagi vegna stækkunar byggingareit og hækkunar á nýtingarhlutfalli samkvæmt uppdráttum Karls Magnúsar Karlssonar dags. 20.6.2013. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 5.5.2015 að senda deiliskipulagsbreytingunna í grenndarkynningu. Erindið hefur verið grenndarkynnt, engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir deiliskipulagsb reytinguna og málinu verði lokið samkvæmt 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ábendingagátt