Skipulags- og byggingarráð

11. ágúst 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 376

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, ásamt Málfríði Kristjánsdóttur og Þormóði Sveinssyni undir þeim málum er þau varðaði.

Ritari

  • Berglind Guðmundsdóttir Skipulags- og byggingarsviði

Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð, ásamt Málfríði Kristjánsdóttur og Þormóði Sveinssyni undir þeim málum er þau varðaði.

  1. Almenn erindi

    • 1506546 – Stjórnskipulag, tillaga að breytingum

      Bæjarstjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir stjórnkerfisbreytingum, sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 29.06.2015.

      Bæjarstjóri kynnti stjórnsýslubreytingar.
      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
      “Fulltrúar Samfylkingar og VG vísa í og ítreka bókun minnihlutans undir 13. lið bæjarráðsfundar 16.07.2015. Bókun frá fundi bæjarráðs 16.07.2015: Fulltrúar minnihlutans ítreka athugasemdir sínar við ólýðræðisleg vinnubrögð fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í málinu og hvernig þeir hafa valið að standa að ákvörðunum sínum og framkomu gagnvart starfsfólki bæjarins.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar Framtíðar hafna því alfarið að ólýðræðislega hafi verið staðið að þeim stjórnsýslubreytingum sem hér voru kynntar. Með samþykkt nýs stjórnskipulags Hafnarfjarðarbæjar er mikilvægum áfanga náð í að auka skilvirkni innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Skipulagsbreytingarnar munu leiða til betri nýtingar á starfskröftum, auka samlegð verkefna og bæta þjónustu við bæjarbúa. Aðkoma kjörinna fulltrúa að starfsmannamálum takmarkast í samræmi við samþykktir bæjarins við ráðningu bæjarstjóra og aðra starfsmenn í æðstu stjórnunarstöðum.

    • SB040377 – Fundargerðir skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá afgreiðslufundum skipulags- og byggingarfulltrúa 02.07.15, 08.07.15, 15.07.15, 22.07.15, 29.07.15 og 05.08.15.

      Lagt fram.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Gunnar Örn Sigurðsson ASK arkitektar leggur f.h. Ágústs M Ármann inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina. Skipulagið var auglýst skv. 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatíma er lokið. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Valdimar Harðarson sækir f.h. Sérverks um að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Tillagan var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdatími er liðinn, athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir nánari útfærslu á tengingu við Fjörð og gögn sem sýna fjarlægð frá Firði að Strandgötu 26-30.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Deiliskipulag reits sem afmarkast af Austurgötu, Reykjavíkurvegi, Álfaskeiði, lóðamörkum húsa austan Hverfisgötu og Læknum. Að hluta til nýtt skipulag og að hluta til endurskoðun deiliskipulags Miðbæjar 1981. Deiliskipulag Hverfisgata-Mjósund-Austurgata-Gunnarssund verði fellt inn í deiliskipulagið. Skipulagið var auglýst skv. skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svörum við athugasemdum.

    • 1404433 – Deiliskipulag Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, breyting

      Tekið til umræðu hvort vinna eigi tillögu að breytingu á deiliskiulagi Öldutúnsskóla og Öldugötu leikskólalóðar, þannig að leikskólalóðin verði stækkkuð með það fyrir augum að þar megi einnig koma fyrir íbúðarkjarna fyrir fatlaða. Skipulagsbreytingin hefur verið staðfest, en í ljós hafa komið lagnir sem valda því að breyta þarf lóðamörkum og byggingarreitum á uppdrætti af Kinnum. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn Fræðsluþjónustu vegna stærðar lóðar fyrir leikskóla.

    • SB060659 – Kapelluhraun 1.áfangi

      Tekinn fyrir að nýju uppdráttur skipulags- og byggingarsviðs sem sýnir tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns dags. 10.10.2008. Skoðað verði hvort nokkrar af stærri lóðum hverfisins geti verði með lægra nýtingarhlutfall, t.d. 0,25, og henti þá fyrirtækjum sem þurfa mikið útisvæði og lítið byggingarmagn. Tillagan var auglýst skv. 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd barst. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að gera tillögu að svari við innkominni athugasemd.

    • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

      Hólmar Logi Sigmundsson sækir 20.07.15 f.h. Morgan ehf um breytingu á deiliskipulagi Herjólfsgötu 36-40 samkvæmt uppdrætti Krark arkitekta dags. 13.07.2015. Tillagan gerir ráð fyrir að atvinnuhúsnæði á jarðhæð húss nr. 38 verði breytt í íbúð, þannig að íbúðum fjölgi úr 49 í 50. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns.

    • 1505377 – Hraunkambur 10, breyting á efri hæð húss

      Gunnar Þór Pétursson kt.010872-3409 sækir þann 28.05.2015 um leyfi til að breyta efri hæðum húss við Hraunkamb 10 sem fellst í að herbergjaskipan 2.hæðar hússins er breytt og þakhæð hússins endurgerð, mænir hækkaður og herbergjaskipan breytt samkvæmt teikningum frá Sigurðu Þorvarðarsyni byggingafræðing kt.141250-4189. Teikning með undirskriftum nágranna barst þann 26.06.15. Nýjar teikningar bárust 17.07.15. Í 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 segir: “Þegar sótt er um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag hvað varðar landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og deiliskipulag liggur ekki fyrir eða um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi getur skipulagsnefnd ákveðið að veita megi leyfi án deiliskipulagsgerðar, enda fari áður fram grenndarkynning.” Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir leiðréttum gögnum.

    • 1507403 – Hamranesvirki, hækkun manar

      Landsnet leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Valla, 5. áfangi, hækkun manar við Hamranes tengivirki. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð sendir tillöguna í grenndarkynningu í samræmi við 44. gr skipulagslaga 123/2010.

    • 1503041 – Reykjanesbraut, ósk um skilti

      Bjarni Gunnarsson óskar með tölvupósti dags. 26.02.15 f.h. Jónar Transport eftir að setja auglýsingaskilti um fyrirtækið við Reykjanesbraut. Skiltið er utan lóðar og samræmist ekki skiltareglugerð Hafnarfjarðar, sem samþykkt var af bæjarstjórn. Ef leyfa á skiltið þarf því að breyta skiltareglugerðinni. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við skiltareglugerð Hafnarfjarðar. Bent er á nýtt upplýsingaskilti við Rauðhellu fyrir fyrirtæki í hverfinu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að skilti við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg verði fjarlægð jafnframt verði unnið áfram á öðrum svæðum að uppsetningu upplýsingaskilta og stök skilti utan lóða verði fjarlægð.

    • 1507200 – Vesturgata 18-20, Vesturbraut 2-4, lóðamál

      Á samþykktum uppdráttum af Vesturgötu 18-20 eru sorptunnur fyrir Vesturbraut 2-4 sýndar á núverandi lóð Vesturgötu 18-20. Byggingaraðilar lofuðu að ganga frá lóðarbreytingu, en gerðu ekki áður en þeir seldu íbúðirnar. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að unninn verði nýr lóðarsamningur og lóðablað í samræmi við samþykkta uppdrætti og vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa.

    • 1109091 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins heildarendurskoðun.

      Lagt fram bréf Hrafnkels Proppé svæðisskipulagsstjóra varðndi innleiðingu markmiða nýs svæðisskipulags í Aðalskipulag Hafnarfjarðar.

      Lagt fram.

    • SB050584 – Reykjanesbraut , deiliskipulag

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðindamála frá 14.07.15 þar sem kærum í málinu er vísað frá.

      Lagt fram.

    • 1502461 – Strandgata 31-33, deiliskipulag, kæra, Austurgata 30

      Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 23.06.15 þar sem beiðni um endurupptöku málsins er hafnað.

      Lagt fram.

    Fyrirspurnir

    • 1507040 – Nönnustígur 5, fyrirspurn

      Jón Ingi Hákonarson sendir inn fyrirspurn um að setja kvist við vesturhlið til samsvörunar við austurhlið. Einnig dýpka kjallara í þannig að full lofthæð náist og koma fyrir inngangsdyrum á vesturhlið þar sem núverandi inngangur er op upp á 115 cm. Eini staðurinn til að koma fyrir dyrum í fullri stærð er á vesturhluta. Einnig setja svaladyr á suðurhlið út í garð. Skv. teikningum KRark dags. 06.05.15. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulags- og byggingarsviði að ræða nánar við umsækjendur.

    • 1507318 – Hnoðravellir 8-10 , fyrirspurn

      Pétur Ólafsson óskar 24.07.2015 eftir deiliskipulagsbreytingu þ.e. breyting úr parhúsi í þrjú raðhús. Sjá meðfylgjandi gögn af tillögu unna af Kára Eiríkssyni. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 1507169 – Íshella 5, fyrirspurn

      Blendi ehf. leggur 17.07.15 fram fyrirspurn um að sameina lóðir, byggingarreit og breyta/fjölga útkeyrslum við Íshellu 5, 5A og 5B. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

    • 1308536 – Breiðhella 3 og Hringhella 7, skipti á lóðum

      Sigurður Gylfason óskar með tölvupósti dags. 15.07.2015 fyrir hönd SSG ehf eftir að skipta á lóðinni Breiðhellu 3 og Hringhellu 7 sem er í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Ef af þessum skiptum verður, mun fyrirtækið Grafa og grjót flytja sína starfsemi í Hafnarfjörð. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu til Skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til bæjarráðs.

Ábendingagátt