Skipulags- og byggingarráð

17. nóvember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 384

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu
  1. Almenn erindi

    • 1511151 – Aðalskipulag Garðabæjar, Setbergshlíð

      Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi Garðabæjar og Bergþóra Kristinsdóttir frá Eflu mættu á fundinn og kynntu skipulagsvinnu við aðalskipulag Garðabæjar og vegtengingar við Hafnarfjörð.

      Til kynningar.

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Tekið fyrir að nýju.
      Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi Garðabæjar mætti á fundinn og fór yfir málið.

      Skipulags- og byggingarráð mótmælir harðlega ákvörðun um lokun Herjólfsbrautar við Álftarnesveg.
      Samþykkt bæjarráðs Garðabæjar um lokun Herjólfsbrautar án samráðs við Hafnarfjörð og slökkvilið er brot á gildandi deiliskipilagi og ekki til þess fallið að bæta annars ágætt samkomulag bæjarfélaganna.

    • SB060858 – Skarðshlíð (áður Vellir 7. áfangi), deiliskipulagsvinna.

      Ydda arkitektar mættu á fundinn og kynntu framvindu verksins.

      Lögð fram tillaga um kynningarfund um skipulagið.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:

      “Fulltrúar Samfylkingar og VG fagna þeirri vinnu sem hefur átt sér stað við endurskoðun skipulags Skarðshlíðar. Hins vegar gera fulltrúar Samfylkingar og VG athugasemd við þá tillögu að færa eigi grunnskólan yfir á lóð hjúkrunarheimilisins. Ekki er ljóst hvort bygging nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreit sé raunhæft. Auk þess má gera ráð fyrir að byggja þurfi upp hjúkrunarheimili og tengda þjónustu í þessum ört stækkandi bæjarhluta til lengri tíma litið.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að halda kynningarfund um frumdrög deiliskipulags Skarðshlíðar fimmtudaginn 26.11. nk. klukkan 17:15

    • 1405390 – Víðistaðatún

      Lögð fram lokaskýrsla starfshópsins um framtíðarnotkun Víðistaðatúns.
      Formaður starfshópsins mætti á fundinn og kynnti skýrsluna.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1407048 – Þétting byggðar, faglegur starfshópur

      Til umfjöllunar.
      Starfshópurinn mætti til fundarins og fór yfir vinnuna.

      Til kynningar.

    • 1510136 – Lónsbraut, bátaskýli, endurnýjun lóðarleigusamninga

      Tekin fyrir að nýju umsögn til bæjarráðs vegna endurnýjunar lóðarleigusamninga við Lónsbraut.
      Afgreiðslu var frestað á fundi 3. nóvember sl.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við endurnýjum lóðarleigusamninga á svæðinu.

    • 1511102 – Linnetsstígur 9a, bréf vegna göngustígs

      Lagt fram ódags. erindi eigenda að Linnetsstíg 9 þar sem mótmælt er fyrirhuguðum framkvæmdum á stíg við lóðamörk þeirra.
      Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 11. nóvember sl. sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs

      Elsa Jónsdóttir landfræðingu mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1507189 – Herjólfsgata 36-40, breyting á deiliskipulagi

      Lagður fram töluvpóstu KRST lögmannsstofu f.h. Morgan ehf dags. 11. nóvember 2015 þar sem farið er fram á tekið verði fyrir að nýju beiðni um að breyta sal að Herjólfsgötu 38 í íbúð.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka samna gögn varðandi erindi KRST lögmannsstofu og leggja fram tillögu að svari á næsta fundi ráðsins.

    • 1511152 – Skipalón 3, nýtt deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga ASK arkitekta dags. 11.112015 að nýju deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð.

      Lagt fram.

    • 1410478 – Stekkjarberg 9, deiliskipulag

      Tekið fyrir að nýju. Auglýsingu deiliskipulagsins er lokið, athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinargerð vegna athugasemda.

    • 1507104 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016

      Fjárhagsáætlun vegna skipulags- og byggingarmála tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafa sérstakan vinnufund um fjárhagsáætlun þriðjudaginn 24. nóvember nk. kl. 08:15.

    Fundargerðir

    • 1508019F – Undirbúningshópur umferðarmála - 73

      Lögð fram fundargerð 73 fundar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 585

      Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 28.10. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1511002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 586

      Lögð fram til kynningar fundargerð afgreiðslufundarskipulags- og byggingarfulltrúar frá 4.11. sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1511008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 587

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúar frá 11.11. sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt