Skipulags- og byggingarráð

1. desember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 386

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir aðalmaður
  • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1511102 – Linnetsstígur 9a, bréf vegna göngustígs

      Tekið fyrir að nýju erindi eigenda Linnetsstígs 9 þar sem mótmælt er fyrirhuguðum framkvæmdum á stíg við lóðarmörk þeirra.

      Skipulags- og byggingarráð áréttar að aðkoma að Linnetsstíg 9b er samkvæmt gildandi deiliskipulagi og tekur undir svör skipulagsfuflltrúa við athugasemdum eigenda Linnsetsstígs 9a.

    • 1511152 – Skipalón 3, nýtt deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga ASK arkitekta dags. 11.11.2015 að nýju deiliskipulagi fyrir ofangreinda lóð

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fá skuggavarp og viðbótarsneiðingar sem gera betur grein fyrir tillögunni.

    • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðabreyting

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 18. nóvember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 8. september sl. var umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við samþykktar byggingarnefndarteikningar.
      Forsaga málsins og aðstæður vegna sorpmála við Vesturbraut verði kynnt fyrir íbúum. Athugasemdir bárust.

      Berglind Guðmundsdóttir arkitekt mætti til fundarins varðandi þetta erindi.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að halda fund með íbúum varðandi deiliskipulagstillöguna.

    • 1506388 – Kirkjuvellir 8 og 12

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfullrúa 18. nóvember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráð:

      Sigurlaug Sigurjónsdðóttir ASK arkitektar sækir fyrir hönd FM-húsa um breytingu á deiliskipulagi lóðanna í samræmi við uppdrátt dags. 11.06.2015. Tölvupóstur dags. 18.06.2015. Ný fyrirspurn barst 24.8.2015 ásamt uppdráttum dags.21.8.2015. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka erindinu með vísan til 1. mgr. 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1511220 – Íshella 1,3 og 3a, Fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 18. nóvember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      HB eignir ehf leggur 18.11.15 inn fyrirspurn, breytingu á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi uppdrætti Tag teiknistofu dags. 16.11.15.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar skipulagsfulltrúa að auglýsa deildiskipulagstillöguna.

    • 1411248 – Lyngberg 15, deiliskipulagsbreyting

      Fjarðarsmíði ehf sækir um að breyta húsnúmerum á lóð nr. 15. við Lyngberg. Víxla þarf númerum.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið.

    • 1511254 – Norðurhella 15, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 18. nóvember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Bragi Ólafsson leggur 20.11.2015 inn fyrirspurn um leyfi til að breyta húsnæði í 16 litlar íbúðir, 8 íbúðir á hvorri hæð.

      Skipulags- og byggignarráð tekur jákvætt í erindið.

    • 1511358 – Stöðuleyfi, reglur

      Lögð fram drög að reglum vegna veitingu stöðuleyfa.

      Lagt fram.

    • 1503482 – Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015

      Tekið fyrir að nýju.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar málinu til afgreiðslu í bæjaráði.

    Fundargerðir

    • 1511017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 588

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 4. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1511023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 589

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 11. nóvember sl.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt