Skipulags- og byggingarráð

15. desember 2015 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 587

Mætt til fundar

  • Borghildur Sölvey Sturludóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulgasfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Þormóður Sveinsson skipulgasfulltrúi og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1509064 – Vesturgata 18-20, lóðabreyting

      Tekið fyrir að nýju. Gerð grein fyrir fundi með íbúum sbr. ákvörðun síðasta fundar.

      Berglind Guðmundsdóttir arkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Til upplýsinga.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Magnea Guðmundsdóttir verkefnisstjóri/arkitekt mætti á fundinn og kynnti drög að skipulagsforsögn Flensborgarhafnar og vinnu starfshópsins.

      Til kynningar.

    • 1512112 – Hjallahraun 2, tillögur að íbúðabyggð

      Kynning á hugmyndum um íbúðabyggð og byggðarþróun.

      Lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að taka saman grunngögn varðandi svæðið.

    • 1511126 – Þríhnúkagígur, deiliskipulag

      Lögð fram deilskipulagslýsing fyrir Þríhnjúkagíg sem var í auglýsingu á vef Kópavogsbæjar í nóv. s.l.
      Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar dags. 30.11.2015. Umhverfis- og framkvæmdaráð tók undir umsögn sviðsstjóra á fundi sínum 02.12.2015.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1510438 – Krýsuvík, hreinsun

      Tekið fyrir erindi Garðyrkju ehf. ódags. /móttek. 20.10.2015, varðandi hreinsun á uppistöðum gamalla gróðurhúsa í Krýsuvík.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs til umsagnar á fundi sínum 2. des. s.l.

      Skipulags- og byggignarráð synjar framkomnum hugmyndum um flutning gróðurhúsanna á fyrirfhugaðan reit.

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

      Tekið fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið.
      Skipulags- og byggingarráð tók neikvætt í tillöguna á fundi sínum þann 22. september sl. eins og hún lá fyrir þá, þar sem hún gengur á óraskað hraun og gróður vegna staðsetningar og fjölda bílastæða. Einnig lagt fram bréf Skógræktarfélags Hafnarfjarðar dags 02.12.2015.

      Berglind Guðmundsdóttir mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirliggjandi tillögu, vekur athygli umsækjanda á umsögn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og beinir því jafnframt til þeirra að aðlaga tillöguna betur að umhverfinu. Einnig þarf að gera betur grein fyrir bílastæðaþörf.

    Fyrirspurnir

    • 1511279 – Garðavegur 13, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 2. desember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Lögð fram fyrirspurn Höllu Sigurðardóttur og Birkis Marteinssonar móttekin 25.11.2015 um leyfi til að reisa hæð/ris á einnar hæðar einbýlishús með svöðum og kvisti.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfuflltrúa að vinna áfram að málinu.

    • 1511356 – Skútahraun 6, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 2. desember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs leggur 27.11.2015 inn fyrirspurn , sjá meðfylgjandi gögn.

      Lagt fram.

    • 1511218 – Kvistavellir 10-16, fyrirspurn,br.deiliskipulagi lóðanna

      Reynir Einarsson leggur fram fyrirspurn f.h. ER húsa ehf dags. 17.11.2015, hvort heimilað verði að breyta deiliskipulagi lóðanna við Kvistavelli 10-16 úr 2ja hæða húsum í eina hæð. Íbúðareigendur nálægðra húsa, sem umsækjandi hefur rætt við, hafa tekið jákvætt í hugmyndina.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið en umskækjanda er bent á að leggja inn fyrirspurn til frekari skýringa á erindinu.

    • 1511380 – Erluás 1, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 9.desember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      AHK ehf leggur 30.11.2015 inn fyrirpurn þar sem óskað er eftir að fá að breyta atvinnuhúsnæði í 2.íbúðir.

      Skipulags- og byggignarráð synjar erindinu með 3 atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstlæðisflokksins situr hjá.

    Byggingarleyfi

    • 1511074 – Hnoðravellir 27, Milliloft og þakgluggi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggignarfulltrúa 2. desember sl. vísaði eftirfarandi máli til skipulags- og byggingarráðs:

      Gosi,trésmiðja ehf sækir 5.11.2015 um breytingu á millilofti og þakglugga samkvæmt teikningum Erlends Árna Hjálmarssonar dagsettar 3.11.2015. Skráningartafla barst 23.11.15.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að breyta deiliskipulagi lóðanna Hnoðravalla 21-31 og felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu áfarm.

    Fundargerðir

    • 1511030F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 590

      Lögð fram fundargerð frá 2. desember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1512002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 591

      Lögð fram fundargerð frá 9. desember sl.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1512003F – Undirbúningshópur umferðarmála - 74

      Lögð fram fundargerð nr 74

      Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu umferðarhópsins varðandi miðeyjur við gatnamót Kríuáss/Gauksáss.

Ábendingagátt